mánudagur, maí 30, 2005

Var búin að gleyma hvað það er yndislegt að vera úti að hlaupa.... á pústinu, og fá svo 5000 smáflugur og frjókorn upp í nös og niður í kok !

Við Martin fórum einn hring hérna úti, fyrr í kvöld. Hann hefur aðeins talað um eitthvað lítið vatn sem er hérna rétt hjá húsinu okkar. Ég var nefnilega að segja honum hvað ég væri til í að vera í Holbæk núna, af því að það var svo yndislegt að hlaupa þar seinasta sumar, þar sem það var lítil umferð og góðir stígar. Hann sagði mér að tjékka á þessum hlaupastíg, en ég vildi ekki gera það, einfaldlega af því að ég hafði ekki hugmynd um hvar hann var !

Í kvöld ákváðum við svo sem sagt að skella okkur, og trítluðum kvikindið á rúmum hálftíma. Ég veit ekki hvað þetta var langt, ég vil meina að þetta hafi ekki verið mikið meira en 5 km, en Martin vill óðfluga segja að þetta hafi verið milli 6 og 7.

Hvað um það,.... leiðin var góð og hún verður örugglega skokkuð aftur í nákominni framtíð !!!

---

Gleymdi líka alltaf að segja ykkur frá skrattans góða veðrinu sem var hérna um helgina: Af því að það var búið að spá svo svaðins góðu veðri á föstudaginn, þá ákváðu Martin og félagar úr bekknum hans að skella sér út í fótbolta hérna fyrir utan Árhús. Þeir hittust klukkan 12 (frí í skólanum) með nokkra bjóra, fótbolta og krikket sett !!! Og úti voru þeir að spila í kringum 28 stiga hita, til rúmlega 6 !
Nú,- heim kemur Martin.. og ekki var sparaður hláturinn... því að drengurinn var svo HROTTARALEGA RAUÐUR.. að það hálfa hefði nú verið góður rauður litur í danska fánann !

Þetta var svakalegt. Og hann s.s kom heim með 2 öðru strákum, sem allir voru álíka girnilegir og útiteknir. Martin var samt verstur.. hahah.. hann var svo rauður, að hann var alveg eins og klipptur útúr myndinni: "The Man with the FIREmask!"
Núna veit ég ekki hvort að önnur eins mynd hefur verið framleidd, ... en ef hún verður það einhvern tímann, þá er Martin tilvalinn kandídat !!!

Hann er reyndar allur að koma til.. roðinn samasem farinn.. og flagnið farið að láta sjá sig. Hann hefur tekið eitt skref í að verða meira metróseksjúal en áður: lifir inni í baðherbergisskápnum mínum og nuddar á sig andlitskremi og body lotioni alveg ótt og títt !!!

---

Æjjj.. !
Það er svo margt sem ég skil ekki, og eitt af því er fólk sem að stígur upp í strætó, keyrir að næstu stoppistöð og fer út þar !!!
Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að stoppistöðvarnar hérna í Danmörkunni eru svo þétt settar, að í langflestum tilvikum tekur ekki mikið meira en 3-5 mín að labba á milli.

---

Ég er skrattans þreytt og er að berjast við að halda augunum opnum. Verkefnið gengur vel og ég sit hérna sveitt við að skrifa Design documents. Ekki kannski það skemmtilegasta, og ALLS EKKI það leiðinlegasta,.. en ég vil bara drífa þetta af, því að þá þarf ég að fara að leika mér að teikna, tré og sól og bíla og jólasveina ! Og ég er EKKI að grínast !!!!!

Kemur allt í ljós seinna,
Must go oooooooooonnnnn.......
heidiló hó, neibör !
sunnudagur, maí 29, 2005

Ahhhh, sit hérna og borða soðnar pulsur sem ég dýfi í blöndu af tómatsósu og sinnepi, og bruðla svo á baquette brauði sem ég hitaði í ofninum !
Ekki kannski beint hin týpíska sunnudagsmáltíð,.. en god nok !

Var að koma heim úr ræktinni, sló met í kaloríubrennslu.... 1130 kvikindi fuku í dag,... og MEEEEN hvað það er yndislegt !

Við hópurinn minn settum þá reglu að ekkert yrði unnið í verkefninu um helgar; við ættum skilið að fá smá breik. Í staðinn þá vinnum við eins og brjálæðingar yfir vikuna ! Mér líst svosum ágætlega á það, en veit ekki alveg hvort að ég næ að halda í mér í dag. Er komin með hnút í magann og geðveikt samviskubit yfir því að vera bara að slappa af. Það er aldrei að vita nema að maður "svindli" smá núna seinna í kvöld !
Veit samt ekki hvernig það fer, það á nefnilega að sýna Ocean's 11 klukkan 21, sem er ein af mínum topp 10 uppáhalds myndum.

---

Get ekki neitað því að það er komin GRÍÐARLEG tilhlökkun í minns fyrir að fara að kíkja heim á klakann, enda ekki nema rúmar 3 vikur í að maður láti sjá sig. Það er svo ÓGEÐSLEGA mikið sem ég ætla mér að gera, og ég er sko búin að ákveða að nýta þessar tæpa 40 daga eins og þeir séu mínir síðustu ! Held meira að segja, grínlaust, að ég fari að fara að skrifa niður allt sem mig langar að afreka, svo að það gleymist ekki neitt !!!!

Get heldur ekki neitað því, að það er smá súrsæt tilfinning að yfirgefa Danmörkuna; íbúðin okkar með öllum okkar eigum mun standa hérna tóm í mánuð, sem er óþægilegt að vita af. Og svo er búið að spá því að sumarið í ár verði glimrandi gott, og mig langar soldið að upplifa það, þar sem að ég lenti í ofurrigningunni miklu sumarið 2004 !!!
En maður getur víst ekki fengið allt !

---

Þið verðið að fyrirgefa, en næstu færslur, næstu daga verða víst óttalega tíðindalausar útaf þessu blessaða lokaverkefni. Jeg beklager !


Until we meet again,...
fimmtudagur, maí 26, 2005

Did I die and go to heaven ?
Or at least fall a sleep and wake up in Spain ?

Scheise man,.. hvað það er búið að vera ómennskt heitt hérna í dag. Það er ekki búin að koma svo mikið sem EIN sólarglæta allan daginn, og hitamælirinn minn hefur sýnt lægst 24,7 gráður !!!!!
Ég var að koma heim úr skúringum, klukkan er að verða 22 um kvöld og núna eru 23 gráður ! Ég hreinlega get ekki hætt að svitna á rassinum !!!

---

Ég er eitthvað búin að vera svo meðvituð um tærnar á mér, núna undanfarið.
Ekki fyrir svo löngu, þá var ég mikið að hneykslast á fólki sem að eyddi morðfjár í fótsnyrtingu. Taldi það algjöra vitleysu að vera að borga ókunnugum fyrir að hreinsa á manni tærnar og nærlæga líkamshluta; "Hverjum er annars ekki sama þótt að maður sé með ljótar og skítugar tær!? Er einhver yfir höfuð að fylgjast með þeim ?? "

Skyndilega, þessa dagana, er ég alveg á hypernum útaf þeim. Mér finnst alltaf eins og allir sé að að horfa og benda á þær, hvíslast á og hlæja,... þó að ég sé í sokkum og skóm !!!
Væri til í að vera í Hungary hjá Gunnu og fara með henni á eitt af þessum þeim pleisum þar sem ofannefnd þjónusta er seld fyrir skid og ingenting !

Aldrei að vita nema að maður fái hana múttu til að taka, svona eins og eina umferð á fitin mín. Maður verður nú að vera sundfær í sumar, þegar maður fer til Búlgaríunnar góðu !

---

Ég er komin í stresspakkann heilaga. Það er óbjóðins mikið að gera núna og ég hef eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að læra. Meira að segja ræktin er búin að sitja á hakanum, og það er svo sannarlega að fara með mig !

Það verður þó að viðurkennast að verkefnið gengur betur en ég bjóst við og ég yrði hreinlega ekki hissa þótt við gætum skilað því inn á undan áætlun. Það væri magnað !


En ég má ekki vera að þessu, verð að fara að halda áfram að læra
bið að heilsa að handan,...
heidilíhó....
þriðjudagur, maí 24, 2005

Ok, ok ! Verð aðeins að fá að tjá mig,....

Nú vita margir að Ungfrú Ísland keppnin var haldin fyrir helgi. Alltaf hefur mér fundist æðislegt að horfa á slíkar keppnir, þar sem ég er mikill aðdáandi um háa hæla, flotta kjóla, kórónur og sprota !

Annað slagið, þá hafa úrslitin komið verulega á óvart og stelpur sem að maður bjóst ekkert endilega við að myndu vinna hafa hrifsað til sín titilinn. Og þá er ég ekkert að meina að þær stelpur hafi verið neitt ólaglegri en aðrar,.. bara ekki þessar klassísku beauties !

Hins vegar, get ég ekki annað en aaaaaðeins hugsað málin í ár. Núna er ég búin að vera að skoða nokkrar myndir inni á netinu af stelpunum sem tóku þátt, og ég verð bara að segja fyrir mína parta að mér fannst hún Unnur Birna bara alls alls ekki fallegasta/flottasta stelpan í þessum keppnum; hvorki Ungfrú Reykjavík né Ungfrú Ísland. (Með fullri virðingu fyrir stelpukindinni). Og,..apparantly, þá var hún ekki bara kosin fegurst, heldur náði hún sér í flesta titlana í síðarnefndri keppni líka.

Ok, ég veit ekki hvort þið þarna úti eruð sammála mér,.. en ég get ekki annað en efast: "Hvað ef að hún væri ekki dóttir Unnar Steinson ? "
Mér, sorrí tú sei, finnst þetta eiginlega hálf hallærislegt og hryllilega glært. Ég get svariða,.. hún er/var alls ekki fallegasta stelpan !!!

Þætti gaman að fá ykkar skoðun á þessum málum, og kannski sérstaklega þeim sem að horfðu á keppnina í sjónvarpinu !

---

Ég var víst búin að sýna ykkur mynd af Nichole Richie um daginn. Og hér kemur önnnur,.. hún er gjörsamlega að horast niður í ekki neitt:
http://people.aol.com/people/galleries/0,19884,1062684_4,00.html

Langaði bara að deila þessu með ykkur, partially af því að ég er pínu abbó því að mig langar líka að horast svona mikið :(

---

Jæja, þá er "prófatörnin" komin á fullt hjá mér. Ég set gæsalappir, af því að við erum eiginlega ekki í prófum,.. þannig lagað,.. heldur eigum við að skila einu lokaverkefni, halda kynningu og svo verður skilst mér eitt munnlegt próf útúr þessu verkefni. Stressið er vægast sagt farið að segja til sín,.. en gerir það það ekki alltaf á þessum árstíma !?

Annars er svo skidedejligt veður hérna í Danmörkunni, að það er dauðasynd og skömm að þurfa í tölvunni og læra. Núna ( klukkan hálf 9 um morgun) er 20 stiga hiti og spáin er víst eitthvað svipuð út þessa vikuna,.. og alveg upp í 23-24 gráður á föstudag !

En svona er það og ég verð bara að bíta í það súra epli !

Annars held ég ég verði að pakka niður í skólatöskuna mína. Þarf að taka strætó eftir korter,
adios mi amigos,.. adios adios
laugardagur, maí 21, 2005

Skandall ! Þvílíkur bölvaður skandall !!!!!

Hvernig gat Ísland ekki komist áfram í Júróvisjón ?
Ég skil þetta ekki ! Ég var svo pirruð að ég held að ég hafi þurft að halda aftur af tárunum. Var nefnilega ALVEG viss um að hún færi áfram. No doubt !

Annars fannst mér Noregur bestur,.. djöfulli voru þeir magnaðir ! :)

Tókuði eftir því hvað það voru rosalega mörg lög sem voru svona "eftirap" af Ruslönu í fyrra ? Háværar, austur-evrópskar trommur, furðulegir dansar og jóðl ?

Úff ! Skandall, skandall !

Það er eurovision partý í kvöld, hjá honum Carlosi. Ég var nú ekki að nenna að fara eftir þessi blessuðu úrslit, en maður verður víst að sýna smá lit og mæta ! Er búin að fjárfesta í poka af tortillas og svo fáum við að narta í ekta heimatilbúna hondúrúrúríska salsasósu ! jummíííí !
Svo verður reyndar gaman að sjá eitt; carlos er nefnilega hommi og í kvöld er hann búinn að bjóða einhverju svakalegu hommapari, þar sem annar aðilinn er ekta svona "ómægaaaad" hommi! Haha.. hef aldrei kynnst neinum svoleiðis og hlakka til að interacta við drenginn !

Ohh well ! Þannig að í kvöld verður sungið: "Go Norge.. go norge" og svo svissa ég bara til litunum í heimatilbúna íslenska fánanum mínum !

Annars ætla ég að fara að klæða mig,.. hún Tanja er að fara að kíkja í heimsókn bráðum og við ætlum að hafa okkur til saman.

Bið ykkur lengi að lifa,
tataa....
mánudagur, maí 16, 2005

Scheisegruppe !

Mikið rosalega er gaman að vera Íslendingur ! Allavegana á góðum stundum, þá er sko ekkert betra !

Skvísurnar úr Mislinga-smáþorpinu kíktu til mín núna á laugardeginum, og það var líka bara svona fjandi gaman.
Ég fór niðrá lestarstöð og náði í þær rúmlega sex. Leiddi þær svo heim í Gebauersgötuna, og mataði þær af hvítlauks/kjúklinga/parmesan salati. Vona að stelpurnar hafi fílað það, ÞRÁTT fyrir ítrekaða hvítlauks/roplykt sem lét gerði vart við sig restina af kvöldinu (og helginni for that matter !!!! )

Um 9 var opnaður bjór, og tiltektin hófst. Þessi tiltekt var ekkert viðriðin tuskur eða ryksugur, heldur átti hún sér stað á klósettinu í formi málninga og fataskiptana.
Síðan var spjallað og hlustað á EÐAL tónlist unglingsáranna, eins og Haddaway, N-Trance, Ace of Bace,.. og svo kom hann Bo Halldórs sterkur inn þarna í lokinn með "Vertu ekki að plata mig!"

Við trítluðum niðrí bæinn um klukkan rúmlega 1, og lá leiðin beint inn á Gaz Station. EKki var gestgjafinn að standa sig betur en það, en hana misminnti með aldurstakmarkið, en það reyndist vera 22 ára, og stúlkukindurnar því of ungar !!!
Þá hentum við okkur bara yfir brúnna og inn á Römers, a.k.a "Wazzzuppp in da hoooooood, chillin with my homies"-R'n'B stað dauðans ! Þar var tónlistin bara hin ágætasta og mikið stuð.

Helga átti ansi slæm orðaskipti við eina danska gellu á barnum, sem endaði með því að druslan fleygði bjór yfir íslenska víkinginn og þær fóru í slag !
Eða.. tjahhh....kannski ekki alveg. Stelpan rak sig bara í hana, Helga fékk bjór yfir nýkeyptan bolinn og fór beint inn á klósett og undir handþurrkarann !!!

Eftir smá dvöl þar inni, þá vildu stelpurnar prófa að fara annað. Við trítluðum yfir á Den Hoje, og þar var nottla pakkað eins og alltaf. Martin kom og kíkti á okkur, en hann hafði verið að skemmta sér með handboltagenginu !
Hann fór reyndar heim 5 mínútum seinna, og stelpurnar vildu yfirgefa pleisið og fara aftur á Römers.

Þar var stiginn viltur dans, drukkinn bjór og spjallað við fólk sem við þekktum ekki rassgat. Við vorum s.s þar inni til lokunar, eða þar til okkur var hent út á götu ( og Helga næstum búin að gleyma töskunni minni !! :)
Úti spjölluðum svo í einhverja stund við strák sem líktist Brian McFadden allsvakalega mikið, og reyndist heita Dion. Hrabba reyndi ítrekað til að fá hann til að syngja slagaran sinn góða: "My heart will go on.. " en ekki tókst það hjá stúlkunni !

Eftir gott spjall og góða dönsku/íslenskukennslu vorum svo loksins komnar heim klukkan hálf 8 um morguninn.
Dejligt, girls, og takk fyrir mig ! After eight-ið er að syngja sitt síðasta ! :)

---

Úff ! Og eurovision bara að fara að skella á. Ætli Ísland taki þetta í ár ? Ég meina,.. það er nú búið að spá þeim svo góðu gengi,.. og standast þessar spár ekki oftast ?! Ekki oft sem við fáum svona glimrandi dóma... !
Ég yrði ekki hissa þótt að Selma tæki þetta í rassgatið; "Iceland.. twelve points ! "

Og talandi um Eurovision, þá er ég búin að hlusta á "Lane Moje" (serbneska lagið síðan úr keppninni í fyrra) 11 sinnum í röð í dag !!! Og ég er ekki að grínast !!! Þvílík óttaleg snilld! Á meira að segja útprentaðan textann við þetta lag, einhversstaðar í húsinu, og kann hann svona gott betur utan að! (Linda systir líka !! :)
Langar svo agalega til að spila þetta lag í kirkjunni í þegar ég gifti mig,- á serbnesku. Pæliði hvað það væri magnað, vera með hörpu og fiðlur og alles!
Bara eitt problem; Martin er ekki alveg að fíla það. Sama hvað ég spila lagið oft og hátt.. it doesn´t grow on him ! Og hvað gera Danir þá ?

Well, ég vil meina það að .. ef hann vill fer ekki að samþykkja þetta þá er nóg af Tyrkjum hérna í Baunalandinu sem hljóta fíla aðra eins tónlist. Þarf bara að tala þá til.... ég ER góður kvenkostur.. þrátt fyrir aldur og fyrri störf; Er löngu hætt að skella hurðum, sortera alltaf fötin mín eftir lit og týpu, veit orðið nokkur nöfn á frægum fótboltaköllum og skipti reglulega um á rúminu mínu ! Ég gef ekki frá mér nein (hættuleg) óhljóð í svefni, kann að skipta um ryksugupoka og ljósaperu alveg sjálf, finnst gaman að spila póker, og á til hálffullan pakka af After Eight!!!!

Ef Martin vill mig ekki eða "Lane Moje".. bíðiði bara, .. ég verð komin með slör og farin að éta "halal" kjúkling áður en hann nær að hreinsa út eigur sínar úr þessari íbúð!

"Lane moje ovih daaaana
vise i ne tugujem.
Pitam samo da l' si sama
ljude moje ne cujem..... "

Take it away, Linda ! Wrap it up !

Annars eru hérna eilitlar myndir síðan á laugardaginn... voða fáar, en EÐALGÓÐAR !

http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=7416824&uid=2147534&members=1

Bið að heilsa, litlu hrossin mín
laugardagur, maí 14, 2005

Ahh, var að kíkja á myndirnar úr fermingunni, og þær eru víst ekkert skemmtilegar; ekkert nema fylleríismyndir af ættingjum hans Martins, þannig að ég ætla að sleppa því að setja þær inn.

Ætla hins vegar að setja inn link inn á seinasta verkefnið mitt, en ég gerði enska heimasíðu fyrir hann karl föður minn.
Síðan virkar ekki 100%, enda komu upp smá vandræði með einn hópmeðliminn. Málið er nefnilega það, að við vorum 3 saman í hóp, og hver einstaklingur átti að hanna sína eigin heimasíðu. Svo áttum við að gefa hverju öðru verkefni á heimasíðum hvers annars ( flókið ?? ). Allavegana, þannig að ég sagði við einn meðliminn: "mig langar að linkarnir mínir verði svona og svona og svona, þessi litur, með þessi effect og virki svona" og hann gerði það fyrir mig, allt eftir mínu höfði.
Síðan var ég búin að ákveða að hinn meðlimurinn ætti að gera "Price Calculation" hlutann,.. en sá meðlimur mætti bara aldrei í skólann, né á neina fundi. Þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf. En þar sem að þetta tekur asskoti langan tíma, þá náði ég ekki að klára það allt, því miður. Þannig að það er sá hluti af síðunni sem virkar ekki !

Við fengum líka það verkefni að skrifa sögu, af því að við erum búin að vera að læra aðeins svona um módelin sem maður notar í storytelling og svoleiðis. Sagan varð að tengjast heimasíðunni einhvern veginn, og hjálpa til við að koma skilaboðum hennar til skila !
Upphaflega hélt ég ekki að sagan þyrfti að sjást á sjálfri heimasíðunni, hélt hún ætti bara að vera í ritgerðinni sem við áttum að skila. En kennarinn minn sagði mér að setja hana á síðuna, og stakk upp á því að hún yrði þar sem að hún er núna. ( þið sjáið það allt saman þegar að þið kíkið á þetta )

En anyways, hérna eru s.s herlegheitin:
http://graf-users.edu.ats.dk/ernsigu/case2/

---

Annars eru Hrabbs ( úr Fram) og vinkona hennar að fara að kíkja í heimsókn núna á eftir. Þær búa í einhverju smá ponsu sveitaþorpi hérna í Danmörkunni, þar sem ekkert er að gera, enda aðeins 1 umferðarljós og 1 hraðahindrun ( tjahh, segi svona ! ). En lítið er það víst.
Þannig að þær ætla s.s að kíkja til mín núna á eftir og gista hjá mér á vindsænginni góðu 1 nótt.

Ég er að fara að skella mér upp í Fötex; ætla að kaupa inn í köku og kjúklingarétt sem þær fá að gæða sér á í kvöld.
Langar síðan að taka smá rispu með tuskunni og ryksugunni yfir íbúðina, svo að þetta verði nú aðeins heimsóknarvænna hérna í Gebauersgötunni ! Tók reyndar vel til í gær þannig að ég þarf ekkert að gera það meira,- en maður er nú ekki dóttir hennar Höllu fyrir ekki neitt !!!

Mikið óttalega var þetta eitthvað tíðindalaus færsla !

Anyways,.. ætla að drífa mig af stað,
turilú....
föstudagur, maí 13, 2005

Pics, people.... pics pics

http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=7377092&uid=2147534&members=1

Fleiri koma, úr fermingunni hennar Fine, hérna seinna í dag

ciao......
miðvikudagur, maí 11, 2005

Þá er helgin af- og yfirstaðin og við komin aftur heim í bælið.

Allt heppnaðist þetta húllumhæ með ágætum og við áttum góðar stundir í Holbæk.
Fór að hugsa aftur til þess tíma þegar að ég fermdist. Málið er nefnilega það að systir Martins og hennar fermingarfélagar voru svo mörg ( 27 ) að þau þurftu ekki að borða oblátu og drekka rauðvín.

Og, eins og ég segi, þá fór ég að hugsa um þann tíma þegar ég stóð þarna uppi við altarið, í hvítu skikkjunni minni, skjálfandi og næstum ælandi af stressi.
Svo fékk ég s.s oblátuna, líkama Krists,.. og tuggði og tuggði eins og brjáluð kona. En af því að hún er gerð úr svona óbjóðist pappa-efni einhverju, þá var það bara ekki að ganga. Þannig að ég tók til þess ráðs að reyna bara að kyngja henni bara ótuggðri,.. en viti menn.. festist ekki bara oblátu andskotinn uppi í gómnum á mér, og sat þar og bubblaði það sem eftir lifði guðsþjónustunnar !

Grínlaust,.. ég hamaðist og hamaðist við að reyna að ná henni niður með tungunni, en hún vildi bara ekki losna. Því ekki kunni ég við að vera að bora með puttanum upp í munninn á mér í miðri messu,- og hvað svo ef að ég næði henni út,.. hvað átti ég þá að gera við hana ??
Þar sem að ég fermdist með nokkuð stórum hóp af krökkum, þá stóð þessi blessaða barátta yfir í kannski svona hálftíma.
Því lengri tími sem leið, þeim mun júsíari og skvabblegri varð líkami Krists þarna uppi í kjaftinum á mér. Ojjj,.. ég man ennþá hvernig mér leið, af því að seinustu mínúturnar, þá hreinlega barðist ég við að æla ekki.

En ég hélt þetta út, og labbaði brosandi á eftir öllum hópnum, út ganginn og niður í kjallara þar sem að við höfðum aðstæðu til að klæða okkur. Meðan allir sveiptu sér úr skikkjunum í útifötin, þá hentist ég inn á bað, kroppaði og kroppaði í góminn og losaði mig undan ógurlegum álögum oblátunnar.

Guuuð hvað ég var glöð þegar ég sá hana streyma með rennandi vatninu niður vaskinn og út í sjó! Svona eins og Jesú, þegar hann gekk á vatninu !

Að sjálfsögðu spurði mamma mig, þegar ég var sest út í bíl og búin að segja þeim frá skemmtilegheitunum; "En bíddu... ertu þá nokkuð alveg fermd,- fyrst þú hefur ekki kyngt oblátunni ? "
" Júúúúúhhh ! " svaraði ég, alveg viss í minni sök, en samt innst inni, þá efaðist ég sjálf !

Í dag sit ég hérna, tæpum 10 árum seinna, og kroppa í góminn með tungunni. Og þegar ég huxa til baka, þá er ég ekki frá því að Guð og hans hjálparmenn séu soldið ósáttir við mig. Kannski ég sé í raun og veru ekki alveg fermd. Og kannski það sé ástæðan fyrir því að ég er ekki enn búin að vinna í lottó-inu. Kannski það sé þannig sem hann huxar þetta, hann þarna uppi: "Engin obláta, enginn peningur ! "

Spurning um að skella sér í kirkju næsta sunnudag og sníkja eins og eitt stykki af prestinum !

---

Í gær endurnýjaði ég kynni mín við lyktina af mygluðum gulum baunum ! Dejligt ! Ekkert skemtilegra en að taka til í ísskápnum og draga fram gamla dós sem hefur gleymst úti í horni !
Núna angar öll uppþvottavélin af þessar saur-fýlu, og í hvert sinn sem ég opna hana til að bæta við leirtaui, þá gýs upp þessi maís-fnykur ! Bwuaaahhhh :S

En jæja,.. nóg af rugli í bili..
ég þarf að fara að halda áfram með verkefnið mitt. Ef ég næ að klára það og skila því uppi í skóla í dag, þá fæ ég frí á morgun, föstudag og mánudag. Skidedejligt !!!

Ble ble.....
föstudagur, maí 06, 2005

Hahaha !

Gleymdi alltaf að segja ykkur frá brandaranum sem Jón sagði um daginn í partýi. Við vorum, af einhverjum ástæðum, að tala um svertingja og svertingja gangstahhh, og alla þessa frægu rappara.
Einhver segir: " Jááá, 50 cent var víst skotinn í hausinn,.... 9 sinnum! "
Og þá segir Jón: " Nú,.. ég hélt það hefði verið Nelly, af því að hann er alltaf með þennan plástur í andlitinu !!!!!!! "

Ahahahahahahahhahaha !
Ok,.. kannski ekki fyndið ef að þið vitið ekki hverjir þeir eru. Sjálf þekki ég ekki mikið,.. en ég veit samt hverjir þessir tveir gaurar eru, og mér fannst þetta ÓENDANLEGA fyndið !

En hvað um það....Við Martin vorum með svaka plön fyrir daginn í dag; ætluðum að vakna klukkan 9, fara út í bakarí og kaupa okkur rúnnstykki, koma heim, borða, skella okkur í ræktina, heim í sturtu, pakka og fara svo í rólegheitunum um klukkan 1.30 niðrá lestarstöð og skella okkur til Holbæk.

Við skulum bara segja að við séum aðeins á eftir áætlun, klukkan er núna 11, og við erum nýkomin úr bakaríinu ! Ahhh.. what the hell !

Langaði bara að segja "góða helgi" og skemmtið ykkur vel !
Er farin að henda í mig bakaríisbrauðinu mínu

Auf wiedersehen....
miðvikudagur, maí 04, 2005

Eg for ad versla um daginn, sem er bara alls ekki frasögum færandi, nema hvað að eg þurfti að kaupa klosettpappir. Og grinlaust, þa stoð eg fyrir framan klosettpappirsrekkann i oratið, þvi þvilikt er urvalið !

Hvernig er það annars,.. er EINHVER sem kaupir 8 rullur a 500 kall ??
Eg veit að þetta a vist a kallast æðri endinn, en fjandinn hafi það, þarf eitthvað að gefa honum konunglega meðferð. Eg finn mer nu bara alltaf odyrustu pakkningarnar og lifi glöð með þeirri akvörðun. Svona eins og eg sagði einu sinni þegar að eg var að selja skeinipappir fyrir FRAM; "þarf hann eitthvað að vera mikið meira en skitsæmilegur ? " ( og það i orðsins fyllstu merkingu ! )

---

Og hvað er svo malið með Nichole Richie ? Hversu grönn ætlar manneskjan að verða ?
http://people.aol.com/people/galleries/0,19884,1054371_9,00.html

---

Allt er i goðu standi herna a bænum. Martin er loksins buinn ad jafna sig eftir slæma magann sem hann fekk i Prag.
Hafiði annars einhvern timann seð klosett-setu-lagaðan marblett ?
Well.... hugsa að Martin hafi nað ser i einn slikan nuna um helgina. Og þo eg vildi, þa huxa eg að eg hefði ekki getað tjekkað,... hann var nefnilega ekki fyrr staðinn upp af klostinu, en hann var sestur a thað aftur !
Var siðan að spa i að fara niður i skrifstofu borgarstjora og biðja um að færa lögheimilið hans yfir a salernið !

En eins og eg segi, þa er allt að komast i rettar skorður aftur.

Svo erum við að fara i fermingu til Fine ( systur hr. Shit mark ) um helgina! Gaman gaman ! Get ekki sagt að eg se spennt fyrir hlutanum sem fer fram i kirkjunni, en eg hlakka soldið til veislunnar af tveimur astæðum: það verður vist SVAKALEGA goður matur; forrettur, aðalrettur og eftirrettur, þjonar sem þjona og opinn bar ! MMMMMMmmm !
Hin astæðan er su, að Martinio var að kaupa ser GEÐVEIK föt fyrir veisluna; hvitan jakka, bleikan bol, dökkar gallabuxur og hvita sko. And let me tell you something,... gaurinn er eins og model i settinu !

En jæja.. eg þarf vist ad halda afram i verkefninu minu til ad geta slappad af i Guds husi um helgina,
Tattaaaa.....
mánudagur, maí 02, 2005

Ég SKIIILL EKKI af hverju karlmenn þurfa að lesa inni á klósetti!!! Ég hreinlega skil það ekki !
Og þetta er greinilega eitthvað náttúrulögmál, - því að ÞEIR GERA ÞAÐ ALLIR,.. með tölu !!!

Ahverju fara þeir ekki bara inn, ljúka sér af,.. og út aftur !
Þarf eitthvað að vera að lengja þessa athöfn ? Gera hana meira spennandi ? Eftirminnilegri ?

Ég meina það !
Er einhver þarna úti sem getur varpað ljósi á þessa angist mína ????

---

Og talandi um skít,... hafiði heyrt um 8 ára stelpuna hérna í Danmörku, sem var bitin til bana af hundi ??? Og ekki bara hvernig hundi sem er,.. heldur svona sætur, ofurloðnum hundi, með hár ofan í augu !?!?
Ógeðslegt ! Og það sannar það bara enn frekar að mannfólkið á ekki að lifa með dýrunum: hundar bíta, kettir klóra, fuglar kroppa og fiskar deyja ! Þetta er allavegana mín reynsla af heimilisdýrum !

---

Við Martin vöknuðum 05:40 í morgun, við svakalegt titringshljóð,.. svona eins og þegar að maður er með símann sinn á silent en vibration, liggjandi á borði,.. og svo hringir einhver og það koma svona 10 stutt titringsköst.
Það s.s upplifuðum við í nót - ÓTRÚLEGA hátt og GEÐVEIKISLEGA pirrrandI. Bæði kíktum við á okkar eigin síma,.. en ekki voru það þeir. Þannig að Martin stökk á fætur og kíkti út um gluggann og ég krönglaðist upp á hnén og leit bak við rúmið. Ekkert sáum við og lætin hættu.

5 mínútum seinna byrjaði þetta aftur. Martin hélt það kæmi utan frá, og lá kjurr.. en í þetta sinnið stökk ég á fætur og kíkti út um hinn gluggann.
Og svo hættu óhljóðin !

Svona gekka þetta STANSLAUST í næstum klukkutíma, og aldrei gat ég sofnað á milli af því að ég var alltaf að hugsa: " ohh.. great ! 4 min og 55 sek þar til þetta byrjar aftur !..... 4 min og 23 sek þar til þetta byrjar aftur... " on and on !

Svo tók ég eftir því, meðan ég lá þarna mitt í minni andvöku og MERGJAÐA pirringskasti, að það var rooosalega veikt síma-bíb hljóð sem að fylgdi með. Það var svo veikt, að það heyrðist varla ( Martin tók ekki eftir því, enda sofnaði hann alltaf þessa 5 mínútur á milli.. og hrökk svo upp þegar þetta byrjaði aftur ) .. en ég var orðin svo heltekin af þessum saurbjóði,... að ég s.s varð vör við þetta síma-bíbb.. svona eiginlega eins og vekjaraklukkuhljóð í síma.

Það var svo fyndið.. að ég ( við ) gat ómögulega gert mér grein fyrir því hvaðan þetta hljóð kom, og það var að æra mig !
Ohh well.. svo s.s loksins eftir rúman klukkutíma ( klukkutíma og 10 mín, to be precise ) þá heyri ég eitthvað þramm í íbúðinni fyrir ofan,.....- titringshljóðið og veika bíbbið hættu,- og komu svo EKKI AFTUR ! THAAAANK GOOOOOOOD !

Ég fór helst að ímynda mér að síminn hjá kallasnanum hérna á efri hæðinni hafi legið á gólfinu, og þess vegna hafi þetta heyrst svona greinilega í gegn og niður til okkar.
Og ég ætla rétt að vona að hann hafi ekki verið heima meðan titringurinn átti sér stað, því að ef hann var það.. þá þarf hann alvarlega að laga á honum eyrun, fleygja honum í spennitreyju og henda honum ofan í gryfju fulla af hungruðum ljónum!

Neeeeeeeema, þetta hafi verið titringur úr annars konar tóli, - if you know what I mean -strákurinn verið heima og með rænu allan tímann, og í góðu stuði með "símanum" !

Hvort heldur sem er,.. þá er hann kominn á dauðalistann minn.. og það nokkuð ofarlega !!!

Og svo mörg voru þau orð.....
hejsaaa..
This page is powered by Blogger. Isn't yours?