þriðjudagur, maí 24, 2005

Ok, ok ! Verð aðeins að fá að tjá mig,....

Nú vita margir að Ungfrú Ísland keppnin var haldin fyrir helgi. Alltaf hefur mér fundist æðislegt að horfa á slíkar keppnir, þar sem ég er mikill aðdáandi um háa hæla, flotta kjóla, kórónur og sprota !

Annað slagið, þá hafa úrslitin komið verulega á óvart og stelpur sem að maður bjóst ekkert endilega við að myndu vinna hafa hrifsað til sín titilinn. Og þá er ég ekkert að meina að þær stelpur hafi verið neitt ólaglegri en aðrar,.. bara ekki þessar klassísku beauties !

Hins vegar, get ég ekki annað en aaaaaðeins hugsað málin í ár. Núna er ég búin að vera að skoða nokkrar myndir inni á netinu af stelpunum sem tóku þátt, og ég verð bara að segja fyrir mína parta að mér fannst hún Unnur Birna bara alls alls ekki fallegasta/flottasta stelpan í þessum keppnum; hvorki Ungfrú Reykjavík né Ungfrú Ísland. (Með fullri virðingu fyrir stelpukindinni). Og,..apparantly, þá var hún ekki bara kosin fegurst, heldur náði hún sér í flesta titlana í síðarnefndri keppni líka.

Ok, ég veit ekki hvort þið þarna úti eruð sammála mér,.. en ég get ekki annað en efast: "Hvað ef að hún væri ekki dóttir Unnar Steinson ? "
Mér, sorrí tú sei, finnst þetta eiginlega hálf hallærislegt og hryllilega glært. Ég get svariða,.. hún er/var alls ekki fallegasta stelpan !!!

Þætti gaman að fá ykkar skoðun á þessum málum, og kannski sérstaklega þeim sem að horfðu á keppnina í sjónvarpinu !

---

Ég var víst búin að sýna ykkur mynd af Nichole Richie um daginn. Og hér kemur önnnur,.. hún er gjörsamlega að horast niður í ekki neitt:
http://people.aol.com/people/galleries/0,19884,1062684_4,00.html

Langaði bara að deila þessu með ykkur, partially af því að ég er pínu abbó því að mig langar líka að horast svona mikið :(

---

Jæja, þá er "prófatörnin" komin á fullt hjá mér. Ég set gæsalappir, af því að við erum eiginlega ekki í prófum,.. þannig lagað,.. heldur eigum við að skila einu lokaverkefni, halda kynningu og svo verður skilst mér eitt munnlegt próf útúr þessu verkefni. Stressið er vægast sagt farið að segja til sín,.. en gerir það það ekki alltaf á þessum árstíma !?

Annars er svo skidedejligt veður hérna í Danmörkunni, að það er dauðasynd og skömm að þurfa í tölvunni og læra. Núna ( klukkan hálf 9 um morgun) er 20 stiga hiti og spáin er víst eitthvað svipuð út þessa vikuna,.. og alveg upp í 23-24 gráður á föstudag !

En svona er það og ég verð bara að bíta í það súra epli !

Annars held ég ég verði að pakka niður í skólatöskuna mína. Þarf að taka strætó eftir korter,
adios mi amigos,.. adios adios




This page is powered by Blogger. Isn't yours?