miðvikudagur, maí 11, 2005

Þá er helgin af- og yfirstaðin og við komin aftur heim í bælið.

Allt heppnaðist þetta húllumhæ með ágætum og við áttum góðar stundir í Holbæk.
Fór að hugsa aftur til þess tíma þegar að ég fermdist. Málið er nefnilega það að systir Martins og hennar fermingarfélagar voru svo mörg ( 27 ) að þau þurftu ekki að borða oblátu og drekka rauðvín.

Og, eins og ég segi, þá fór ég að hugsa um þann tíma þegar ég stóð þarna uppi við altarið, í hvítu skikkjunni minni, skjálfandi og næstum ælandi af stressi.
Svo fékk ég s.s oblátuna, líkama Krists,.. og tuggði og tuggði eins og brjáluð kona. En af því að hún er gerð úr svona óbjóðist pappa-efni einhverju, þá var það bara ekki að ganga. Þannig að ég tók til þess ráðs að reyna bara að kyngja henni bara ótuggðri,.. en viti menn.. festist ekki bara oblátu andskotinn uppi í gómnum á mér, og sat þar og bubblaði það sem eftir lifði guðsþjónustunnar !

Grínlaust,.. ég hamaðist og hamaðist við að reyna að ná henni niður með tungunni, en hún vildi bara ekki losna. Því ekki kunni ég við að vera að bora með puttanum upp í munninn á mér í miðri messu,- og hvað svo ef að ég næði henni út,.. hvað átti ég þá að gera við hana ??
Þar sem að ég fermdist með nokkuð stórum hóp af krökkum, þá stóð þessi blessaða barátta yfir í kannski svona hálftíma.
Því lengri tími sem leið, þeim mun júsíari og skvabblegri varð líkami Krists þarna uppi í kjaftinum á mér. Ojjj,.. ég man ennþá hvernig mér leið, af því að seinustu mínúturnar, þá hreinlega barðist ég við að æla ekki.

En ég hélt þetta út, og labbaði brosandi á eftir öllum hópnum, út ganginn og niður í kjallara þar sem að við höfðum aðstæðu til að klæða okkur. Meðan allir sveiptu sér úr skikkjunum í útifötin, þá hentist ég inn á bað, kroppaði og kroppaði í góminn og losaði mig undan ógurlegum álögum oblátunnar.

Guuuð hvað ég var glöð þegar ég sá hana streyma með rennandi vatninu niður vaskinn og út í sjó! Svona eins og Jesú, þegar hann gekk á vatninu !

Að sjálfsögðu spurði mamma mig, þegar ég var sest út í bíl og búin að segja þeim frá skemmtilegheitunum; "En bíddu... ertu þá nokkuð alveg fermd,- fyrst þú hefur ekki kyngt oblátunni ? "
" Júúúúúhhh ! " svaraði ég, alveg viss í minni sök, en samt innst inni, þá efaðist ég sjálf !

Í dag sit ég hérna, tæpum 10 árum seinna, og kroppa í góminn með tungunni. Og þegar ég huxa til baka, þá er ég ekki frá því að Guð og hans hjálparmenn séu soldið ósáttir við mig. Kannski ég sé í raun og veru ekki alveg fermd. Og kannski það sé ástæðan fyrir því að ég er ekki enn búin að vinna í lottó-inu. Kannski það sé þannig sem hann huxar þetta, hann þarna uppi: "Engin obláta, enginn peningur ! "

Spurning um að skella sér í kirkju næsta sunnudag og sníkja eins og eitt stykki af prestinum !

---

Í gær endurnýjaði ég kynni mín við lyktina af mygluðum gulum baunum ! Dejligt ! Ekkert skemtilegra en að taka til í ísskápnum og draga fram gamla dós sem hefur gleymst úti í horni !
Núna angar öll uppþvottavélin af þessar saur-fýlu, og í hvert sinn sem ég opna hana til að bæta við leirtaui, þá gýs upp þessi maís-fnykur ! Bwuaaahhhh :S

En jæja,.. nóg af rugli í bili..
ég þarf að fara að halda áfram með verkefnið mitt. Ef ég næ að klára það og skila því uppi í skóla í dag, þá fæ ég frí á morgun, föstudag og mánudag. Skidedejligt !!!

Ble ble.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?