laugardagur, maí 14, 2005

Ahh, var að kíkja á myndirnar úr fermingunni, og þær eru víst ekkert skemmtilegar; ekkert nema fylleríismyndir af ættingjum hans Martins, þannig að ég ætla að sleppa því að setja þær inn.

Ætla hins vegar að setja inn link inn á seinasta verkefnið mitt, en ég gerði enska heimasíðu fyrir hann karl föður minn.
Síðan virkar ekki 100%, enda komu upp smá vandræði með einn hópmeðliminn. Málið er nefnilega það, að við vorum 3 saman í hóp, og hver einstaklingur átti að hanna sína eigin heimasíðu. Svo áttum við að gefa hverju öðru verkefni á heimasíðum hvers annars ( flókið ?? ). Allavegana, þannig að ég sagði við einn meðliminn: "mig langar að linkarnir mínir verði svona og svona og svona, þessi litur, með þessi effect og virki svona" og hann gerði það fyrir mig, allt eftir mínu höfði.
Síðan var ég búin að ákveða að hinn meðlimurinn ætti að gera "Price Calculation" hlutann,.. en sá meðlimur mætti bara aldrei í skólann, né á neina fundi. Þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf. En þar sem að þetta tekur asskoti langan tíma, þá náði ég ekki að klára það allt, því miður. Þannig að það er sá hluti af síðunni sem virkar ekki !

Við fengum líka það verkefni að skrifa sögu, af því að við erum búin að vera að læra aðeins svona um módelin sem maður notar í storytelling og svoleiðis. Sagan varð að tengjast heimasíðunni einhvern veginn, og hjálpa til við að koma skilaboðum hennar til skila !
Upphaflega hélt ég ekki að sagan þyrfti að sjást á sjálfri heimasíðunni, hélt hún ætti bara að vera í ritgerðinni sem við áttum að skila. En kennarinn minn sagði mér að setja hana á síðuna, og stakk upp á því að hún yrði þar sem að hún er núna. ( þið sjáið það allt saman þegar að þið kíkið á þetta )

En anyways, hérna eru s.s herlegheitin:
http://graf-users.edu.ats.dk/ernsigu/case2/

---

Annars eru Hrabbs ( úr Fram) og vinkona hennar að fara að kíkja í heimsókn núna á eftir. Þær búa í einhverju smá ponsu sveitaþorpi hérna í Danmörkunni, þar sem ekkert er að gera, enda aðeins 1 umferðarljós og 1 hraðahindrun ( tjahh, segi svona ! ). En lítið er það víst.
Þannig að þær ætla s.s að kíkja til mín núna á eftir og gista hjá mér á vindsænginni góðu 1 nótt.

Ég er að fara að skella mér upp í Fötex; ætla að kaupa inn í köku og kjúklingarétt sem þær fá að gæða sér á í kvöld.
Langar síðan að taka smá rispu með tuskunni og ryksugunni yfir íbúðina, svo að þetta verði nú aðeins heimsóknarvænna hérna í Gebauersgötunni ! Tók reyndar vel til í gær þannig að ég þarf ekkert að gera það meira,- en maður er nú ekki dóttir hennar Höllu fyrir ekki neitt !!!

Mikið óttalega var þetta eitthvað tíðindalaus færsla !

Anyways,.. ætla að drífa mig af stað,
turilú....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?