sunnudagur, desember 05, 2004

11 DAGAR ... 

... and still counting !

Jæja litlu lömbin mín. Það er nú orðið langt síðan að ég skrifaði seinast, og allt að gerast !

Á föstudaginn fékk Martin heimsendingaþjónustu í klippingu. Halli ( maðurinn hennar Hrannar ) skutlaði mér heim eftir skólann og tók með sér klippigræjurnar og vann sitt verk á kollinum á Martini. Afraksturinn er svona líka svakalega góður !

Á föstudagskvöldið var svo jólahlaðborð hjá bekknum mínum. Það heppnaðist alveg rosalega vel og það var virkilega gaman. Ég át hins vegar svo mikið að það rann af mér frekar snemma ( og eiginlega af flestum öðrum ) og ég fór ekki niðrí bæ, heldur var komin heim að verða 3.
Martin kom með mér í partýið og hann skemmti sér líka mjög vel. Var reyndar bara rólegur af því að hann þurfti að spila handboltaleik, en hann átti samt góðar stundir þarna í mannamergðinni.
Haqyar tók MAGNAÐAN Michael Jackson dans ( hann var GEÐVEIKUR ) og Sherzod spilaði á gítar. Hrönn fór á kostum þegar hún bað um óskalag og Annette dansaði eins og spassi. Jón sló í gegn með leiðsögumannahúfunni sinni með blikkandi ljósinu og Mads sló jafnvel enn meira í gegn í Tuborg-Jólaöl G-strengnum. Ég hélt á slöngu og Martin gat ekki verið minni maður og þurfti að prófa líka. Það var brilliant og alls ekkert eins og ég var búin að ímynda mér, soldið svona svipað og að halda á handbolta !!!
En hápunktur kvöldsins var samt þegar að ég borðaði súkkulaðikökuna hennar Hrannar ! Humana Humana Humana... !
Ég tók nokkrar myndir og ég set þær inn seinna í kvöld.

Í gær vaknaði ég um 1 leitið, tók til í bælinu, horfði á Friends ( óborganlegir ) og slappaði af. Henti heilum kassa af bjór inn í ísskápinn, því að Martin og handboltavinir hans voru að fara að djamma í fyrsta sinn ( það er nefnilega alltaf leikur hjá þeim á sunnudögum þannig að þeir geta svo lítið gert um helgar,.. en þessa helgina var s.s leikur á laugardegi ) og þeir ætluðu að koma hingað og vera hér að skemmta sér. Það plan fór síðan útum þúfur og þeir voru í staðinn heima hjá einum öðrum strák sem býr hérna rétt hjá.
Tanja kom hinsvegar til mín og við fengum okkur pízzu frá Pízza Hut og byrjuðum svo að drekka. Við skemmtum okkur virkilega vel þó að við höfum bara verið tvær.
Síðan trítluðum við niðrí bæ, en við vorum ekki búnar að vera þar lengi þegar að töskunni hennar var stolið !!! Great !
Þannig að hún leitaði og leitaði og svo var einhver strákur sem að hjálpaði henni að hringja á lögregluna og láta þá vita og hringja í bankann og láta loka kortinu. Á meðan lenti ég á trúnó með dvergi !!
Já já.. með dvergi !
Það var s.s "lítill maður" sem tyllti sér við hliðina á mér, og meðan ég sat og passaði hitt dótið okkar þá byrjuðum við að spjalla. Greyið, samt ! Ég vorkenndi honum soldið mikið. En hann var voða fínn !
Ég var eitthvað að reyna að slá honum gullhamra.. sagði honum að hann væri mjög myndarlegur og eitthvað bla bla bla... var að reyna að bæta honum upp líkams-stærðina með því að hrósa honum. Alltaf er maður jafn góður.

Nema hvað að Tanja fór heim örugglega um 4 leitið og ég var áfram á staðnum þar til að það lokaði; ég og dvergurinn ( man ekki hvað hann heitir ! )

Á leiðinni heim stoppaði ég og keypti svona "shawarma" sem er svona einhverskonar tyrknes rúlla með kjöti og grænmeti í. Ég keypti s.s tvær svoleiðis, fyrir okkur Martin að éta þegar ég kæmi heim. ( Hann hafði by the way komið heim úr sínu partýi klukkan um 12 og drapst uppi í rúmi !!!!! )
Oh well,... svo kom ég heim,.. soldið mikið íðí. Byrjaði að éta shawarmað mitt og átt pappírinn með. Fattaði svo ekki af hverju brauðið var svona helvíti þurrt.
" Erna, þú ert að éta pappírinn ! " sagði Martin.
" Nei,.. það er ekki rétt, " svaraði ég
En það var ekki að ræða þetta neitt meira,.. því að það vantaði alveg HUGE bita í bréfið, og þar var greinilegt munnafar.
Síðan sofnaði ég nakin í stígvélunum, með shawarmað í annari hendinni og lá þvert yfir rúmið OFANá sængunum með iljarnar í gólfinu! Martin greyið var að krókna. Hann klæddi mig úr stígvélunum, sem ég skil ekki hvernig hann gat gert, því að það er erfitt fyrir mig sjálfa að tosa þau af mér... !
En hann s.s hamaðist og hamaðist og ég hvatti hann - man ekkert eftir því ( þetta má nú misskilja !!! )
Loksins þegar það tókst þá reyndi hann að snúa mér í rúminu og færa mig til svo að hann gæti líka sofnað, og svo hann gæti legið ALMENNILEGA... en það tókst ekki. Ég var gjörsamlega sTEINsofandi.
Svo vaknaði ég kl. 10 til að pissa og þá lá ég ennþá í sömu stellingu, og Martin stökk á tækifærið og henti sér undir sængina !

Ástandið hefur nú verið betra,.. en ég kvarta ekki. Þetta var alveg helvíti skemmtilegt kvöld, þrátt fyrir þetta leiðindaatvik hjá greyið Tönju !

En jæja.. við erum víst farin að eta
svo þarf ég að fara að skúra
ég bið að heilsa, að handan....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?