sunnudagur, október 30, 2005

Ohhh !
Mér líður eins og ég hafi syndgað; keypti mér poka af piparkökudropum um daginn,.. BARA af því að þeir kölluðu á mig þegar ég gekk framhjá þeim.
Það er ekki einu sinni kominn nóvember og það er ennþá tveggja stafa hiti hérna (búinn að vera frá 14-17 stig seinustu daga) en ég er strax komin í jólaskap. Háma í mig mandarínur og piparkökur, er byrjuð að skrifa niður jólagjafalista, var að kíkja á jólaskraut niðrí bæ í gær og er á góðri leið með að plana jólafríið mitt á Klakanum :(
Get ekki beeeeeðið eftir að komast heim! Huxa um það á hverjum einasta degi. Mig dreymir alls kyns íslenskar matarvörur og eðalstundir með vöndum og vinamönnum !!!

---

Jámm, svo er minns bara orðin dökkhærð,... og aðeins dekkri en ég upphaflega hafði ætlað mér. En svona er það. Ég er samt strax farin að hlakka til að lýsa það aftur, og ég vissi það alveg,... það er alltaf þannig með mig.. ég er varla orðin dökkhærð að ég vil verða ljóshærð aftur. En það verður víst að bíða allavegna fram að jólum !
Ég var víst búin að lofa mynd, en ég veit ekki alveg hvernig ég á að standa við það, það er nefnilega búið að loka fyrir internets-mynda-albúms-reikninginn minn. Síðan er Martin að keppa í handbolta og ég veit ekki hvar snúran fyrir myndavélina er. Þannig aaaað... ég verð víst að redda þessum netreikningsmálum meðan Martin er að spila og henda myndinni inn aðeins seinna í kvöld. Ollræt ?

---

Annars TIL HAMINGJU til framstelpna, sem að unnu alveg hreint magnaðan sigur (að ég held) í gær. Keep up the good work!
Frekar fúlt að ég geti ekki verið þarna hjá þeim að styðja, og hrópa "vúúúúhÚÚÚÚÚ" á minn annars einstaklega upp-pempandi máta! :(

Agghhh.. held ég þurfi að halda áfram að taka til. Tók eldhúsið og stofuna í gegn hérna á föstudag, og í dag er kominn tími fyrir svefnherbergið og baðið. Nenni því bara ekki, finnst eiginlega eins og tiltekt á sunnudegi sé önnur synd.


Until we meet again,...
turilú.
þriðjudagur, október 25, 2005

JÆKS!

Var að lita mig brúnhærða. Sit hér með litinn í hárinu, á leið inn á bað að skola..........

- to be continued !
mánudagur, október 24, 2005

EKKERT segir "jól" eins og mandarínur!

Erum við ekki að grínast ?
Ég keypti mér einn pakka núna áðan, og ég er ekki fyrr byrjuð að píla af börkinn en ég er stödd inni í forstofu í Safamýrinni, uppáklædd með fjölskyldunni og ömmu gömlu, að borða rjúpur og brúnaðar kartöflur, með messu í gangi í útvarpinu inni í eldhúsi, kveikt á arninum og jólaljósin glitrandi á jólatrénu.

MMmm.. yndi !

Ég er MEGA abbó út í Gunnu, sem er stödd í stuttri heimsókn á Klakanum. Ég gæfi svo mikið fyrir að geta skroppið sjálf,.. langar eitthvað svo að vera í faðmi fjölskyldu og vina akkúrat núna.
Annars gengur bara vel með verkefnið og það er alveg að verða tilbúið.

Síðan héldu Martin og félagar hans þessa faseigna-ráðstefnu núna um helgina og fór hún fram úr öllum vonum. Það mættu á milli 500 og 700 manns, sjónvarpið og alles, og allir rosa ánægðir. Flestir fasteignasalarnir sögðu að ef að þeir myndu halda svona aftur í Kaupmannahöfn, þá myndi þeir DEFINITELY vilja vera meða ftur ! Gott gott !!!

Annars er kappinn á æfingu núna og kemur ekki fyrr en frekar seint, sem þýðir að það verður örugglega ekkert sérstakt í matinn hjá mér, örugglega bara samloka í örbylgjofninum með osti og sinnepi. Minnir mig BARA á Guðrúnu ! :) hahahaha

En jæja.. enough in the bil
ciaooo
föstudagur, október 21, 2005

"Ohhh Thorne.......!" 

Lá í sófanum um daginn og horfði á sjónvarpið. Tók mig til í einu auglýsingahléinu og flippaði milli þeirra fjurtíu-og-eitthvað rása sem við höfum. Endaði á einni þýskri og þar var sko eðalsjónvarpsefni á ferð eins og við má búast af þesslendri stöð = "Reich und schön",.. sem að kallast víst á frummálinu "The Bold and the Beautiful" !!!!

Ég er ekki frá því að döbbið á þættinum hafi verið ennþá verra heldur en leikararnir,- sem er bara gott mál,.. um að gera að halda stefnunni: lélegir þættir, lélegir leikarar, lélegt döbb!!!

Fór að spá,- þegar að maður byrjar að lesa bók sér til afreyingar, sem reynist svo alveg ógeðslega leiðinleg, þá hættir maður, leggur hana frá sér, skilar henni á bókasafnið,.. gefst upp!
Hvernig stendur þá á því, að það er fólk sem að getur ekki slitið sig frá ofannefndum þáttum og hreinlega hætt að horfa á þá?

Sjálf þekki ég alveg urmul af fólki sem má með engu móti missa af þeim, fólk sem að keyrir á tvöfalt ólöglegum hraða heim frá vinnu, sem er algjörlega í öðrum heimi meðan á þættinum stendur. Fólk sem að þekkir for- og eftirnöfn á öllum karakterum, þeirra innbyrðist tengsl og sögu, og þeirra menntagöngu, fjárhag og vinnuaðstæður! Ég er að tala um fólk sem að stillir vídjótækið á upptöku á hverjum einasta degi, ef til kæmi að viðkomandi sæi sér ekki fært að sitja fyrir framan imbann, og fólk sem að hringir örvæntingafullt og gráti næst í vini og ættingja ef upptakan hefur klikkað.

Já, það er alveg nóg af þessum týpum á Ísalandinu.
Og með fullri virðingu fyrir þeim öllum, þá bara simply skil ég ekki hvernig fólk getur fengið það af sér að sitja út heilan svona þátt; sjálf get ég í mesta lagi horft á 3 mínútur og þá fæ ég nóg.
Ég veit það vel að smekkur manna er misjafn, og það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt og öfugt. En þegar þættirnir eru SVONA lélegir og ÖLL umgjörðin í kringum þá,... þá er ég sko out!!! :) :) :)

---

Sá annað á þessu flakki mínu í gegnum sjónvarpsrásirnar góðu: þátt sem heitir "101 Hollywoods best kept secrets" þar sem verið var að fjalla um allskyns mál sem koma upp meðal fræga fólksins en ná ekki til fjölmiðlanna (allavegana ekki strax).
Í þessum Hollywoods-þætti kom sláandi leyndarmál í ljós varðandi stelpurnar í Sex and the City: vissi einhver að Kim Catrell og Sarah Jessica Parker eru þvílíkar óvinkonur ???
Núna er ég búin að vera að horfa mikið á þessa þætti , vegna þess að seríurnar hafa verið endursýndar seinustu mánuði og það er alltaf sendur út einn þáttur á hverju kvöldi. Ég get ekki sagt að ég sé obsessed fan og ég er DEFINITELY ekki ein af þeim sem að segja að Sex and the City séu betri en Friends. Aftur á móti get ég vel viðurkennt það að þeir eru hið ágætasta afþreyingarefni og meira en það !!!!

Sem sagt, þetta byrjaði allt þannig að persona Kim, Samantha, fékk miklu meiri athygli en persóna SJP, Carrie. Það fór víst í pirrurnar á Söruh, vegna þess að upprunalega var þátturinn byggður í kringum hennar persónu. Þannig að það fór að myndast spenna á milli þessarra tveggja leikkvenna og þær gátu varla verið í kringum hvora aðra. Svo í lok 4. seríu, þá varð Sarah Jessica meðframleiðandi þáttanna, sem gerði það að verkum að hún gat farið að stjórna öðrum leikurum, meðal annars Kim. Það gerði allt ennþá verra, og núna er það svo slæmt, að í hvert sinn sem að þeim er boðið einhvert á hátíð eða eitthvað, þá afboðar Kim sig alltaf ef að hún veit að Sarah verður á svæðinu!

Ótrúlegt !!!!!!

Ég sá þær einmitt hjá Opruh, og þá voru þær allar svo glaðar og virkuðu svo miklar vinkonur, að þetta var algjör slap in da face !!!

Jahh hérna hér !

Allavegna, allt brjálað að gera hjá Martini útaf þessu verkefni, og hann verður úti í allt kvöld að redda seinustu hlutunum. Ég er búin að sitja inni í allan dag og vinna að verkefninu mínu, svo að ég hugsa að ég fari að skella mynd í tækið og slappa aðeins af.

Bið að heilsa í bili, litlu lömbin mín,
Erna,... OUT !
miðvikudagur, október 19, 2005

Já, kæru félagar !

Í óspurðum fréttum er afskaplega lítið í fréttum!
Ég hangi bara hérna heima og vinn í mínu verkefni, þvæ þvott og geng frá,- og baka bollur !!!

Jámm,.. ég er komin með eitthvað svakalegt æði á að baka bollur þessa dagana. Veit ekki hvernig það kemur til, en Martin lagði inn sérstaka ósk í gær um að ég myndi töfra einn skammt í dag, þegar hann kæmi heim úr skólanum. Það er aldrei að vita nema ég nenni að skjótast upp í búð og kaupa ger. Hvað gerir maður ekki fyrir kallinn sinn ?!

Annars er alveg brjálað að gera hjá honum. Málið er nefnilega það að þeir verða með þessa íbúða-ráðstefnu (boligmesse) næstu helgi, s.s 3. annar verkefnið þeirra. Það gengur út á það að þeir eru búnir að leigja alveg risa sal hérna í nágrenninu og svo búnir að bjóða fullt af fasteignasölum að kaupa bása. Þessar fasteignasölur eiga það allar sameiginlegt að selja íbúðir á Spáni, í Tyrklandi og í Búlgaríu, en það er einmitt MJÖG vinsælt meðal Dana að kaupa sér sumarhús á þessum slóðum, vegna þess að það er svo hrottaralega ódýrt.
Svo eru þeir búnir að ráða einhvern frægan kall til að koma og halda ræðu og ég veit ekki hvað og hvað. Eru komnir með sjónvarpsauglýsingu og morgunblaðsauglýsingar, búnir að hengja upp plaköt út um allan bæ og dreifa bæklingum.

Og allt þetta verður s.s að veruleika núna um helgina, og believe me.... það er NÓG sem á eftir að laga á seinustu stundu!

---

Ég gleymdi alltaf að minnast á veðrið; málið er nefnilega það að ég hélt að það væri orðið svo skítkalt á Klakanum og kominn snjór víðast hvar á landinu. Hérna er nánast ennþá sumar,... eða allavegana rosalega gott haustveður; 12-16 stiga hiti og glampandi sól næstum hvern dag.
Það er reyndar að fara að kólna aðeins, en samt ekkert af viti. Það er alveg hreint ÓTRÚLEGT að það séu að koma jól. Ég var að horfa á Opruh þátt þar sem það var verið að tala um Tsunami;... það er að verða komið ár síðan það skall á.

Og Rakel Arín, músin hennar Sonju, er að verða árs gömul ! :)

Já.. time flies svo sannarlega !!!!


En jæja, ... ég er farin að halda áfram að læra,
bið að heilsa í bili
turilú
fimmtudagur, október 13, 2005

Já, það er nokkuð ljóst að fólk hefur misjafnar skoðanir á þessu háramáli. Fram til síðustu stundar, þá voru allavegana allir á eitt sammála um það að ég ÆTTI að lita mig brúnhærða,- hvort sem það yrði dökkt eða ljóst.
En svo kom Martin sterkur þarna inn og ruglaði þessu öllu, með því að vera sá eini sem greiddi ljósa litnum atkvæði !

Og þá fór allt í flækju.

Ég er samt eiginlega næstum 100% á því að lita það brúnt. Það eru tvær aðalástæður fyrir því: í fyrsta lagi er ég að DEYJA mig langar svo að fá smá breytingu (ég þarf alltaf að breyta reglulega um háralit, áður en ég fæ of mikið ógeð af sjálfri mér) og svo í öðru lagi, þá er ég svo þreytt á þessum ofurljósa hvíta lit og gulu rót.
Aftur á móti, þá VEIT ég að ég fíla mig alltaf betur með ljóst hár, og ég VEIT það líka að eftir svona 2-3 mánuði þá langar mig að fara að lita það aftur ljóst.

Sem passar bara alveg vel, held ég barasta, ef að ég lita mig dökkhærða núna þá get ég látið lýsa það aftur þegar ég kem til íslands um jólin !

Já, life is full of difficult desicions !

---

Anyyhoooo...

Ég var í gymminu um daginn, og ég gekk fram hjá einum manni, sem ég kannaðist svo ROSALEGA við að það var að gera mig brjálaða. En ég gat bara ekki komið honum fyrir mér.

Seinna sama kvöld, sit ég inni í stofu og horfi á sjónvarpið. Og viti menn, sá ég ekki bara sama mann í imbanum, og þá er hann s.s einn af þátttakendunum úr Robinson, sem er danska Survivorið !

Tssshhh.. bara frægir menn hérna á hverju strái !

Hann er ennþá í leiknum, á þessu stigi sjónvarpsþáttarins, svo að það er spurning hvort að hann hafi unnið milljónina. Er ekki bara málið að reyna að heilla hann næst þegar ég sé hann, ofursveitt og glansandi í hjólabuxunum mínum, með svitabandið, svitabletti og svitafýlu. Hefði ekkert á móti því að fá milljón deilt í tvo !!!

---

ÚFF !!!
Bara svona for further notice: EKKI hafa maskara þegar að þú horfir á Opruh !

Until we meet again,....
sunnudagur, október 09, 2005

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR, LITLI TRAUSTI OG LITLA LINDA !!!!
Vonandi áttuð þið góðan dag !

---

AAAAaaaaa, erum við ekki að grínast með krútturassgatið sem leikur í "Two and a half man" ???
Hann er svona lítill og chubby, freknóttur og totally ligeglad. Það er ekki eðlilegt, ég fæ alltaf fiðring í magann og langar til að knúsa og éta hann í spað, í hvert sinn sem að drengurinn kemur á skjáinn. Ahaahha... ofurmús ! :)
http://www.cbs.com/primetime/two_and_a_half_men/bios/angus_jones_bio.shtml

---

Seinustu dagar eru nú aldeilis búnir að vera easy. Við vorum að vinna að verkefni í seinustu viku og kláruðum það á mánudeginum í þessari viku, og síðan þá er ég samasem ekkert búin að vera að gera.
Síðan núna á mánudaginn tekur við 3 vikna specialization, þar sem að við megum velja okkur eitthvað ákveðið fag og vinna í því eins og við viljum í þennan tíma. Það er helvíti skemmtilegt, nema bara verst að það þýðir að maður er hangandi heima í 21 dag ! Hljómar kannski ekki sem verst, ég get vaknað þegar ég vil og verið í náttfötunum allan daginn,.. en svona til lengdar, þá gæti þetta orðið soldið leiðigjarnt.
Þegar þessi 3 vikna törn er búin, þá er komið inn í nóvember, og þá tekur við hjá mér lokaverkefni 3. annar,- og svo JÓLAFRÍ !! Trúiði því.. það fara að koma jól !?!
unbeLIEEEvable ! ( Eins og ég segi víst alltaf orðið, og Tönju finnst það svo fyndið!)

---

Annars langar mig soldið að fá álit hjá fólki á einu; þannig er mál með vexti að mig langar svo aaaagalega að fara að lita mig brúnhærða, aðallega vegna þess að þessi heimalitun er alveg að fara með mig, og ég er einhvern veginn alltaf svo gul í rótinni og hvíthærð.
Ég sagði alla 2. önnina að ég ætlaði að láta verða af því núna þetta haust, en ég er ekki alveg að þora. Mig langar samt svooooo :(

Hef verið að spá í annað hvort að lita það ljósbrúnt... eða jafnvel alveg dökk dökkbrúnt.
Þannig að núna VERÐUR fólk að kommenta og gefa mér smá hint. Á ég að;
1) vera ljóshærð áfram
2) lita mig ljósbrúnhærða
3) lita mig dökk dökk brúnhærða ?????

Answer, people. Answer !!!!

Jæja,.. ég er að spá í að fara að taka aðeins til í kotinu,
bið að heilsa í bili
fimmtudagur, október 06, 2005

MMMMmmm,.... hversu yndislegt er að sitja inni í stofu, í bleikum náttsloppnum með morgunkaffið, lesa mbl.is og dýfa ofan í bollann sinn MJÓLKURKEXI !

Já, minns fékk sendan kassa af íslenskum gæðavörum á mánudeginum. Slatti af nammi, einn poki af stjörnusnakki og einn pakki af mjólkurkexi. Það er nú farið að ganga heldur betur á sælgætið og vil ég meina að Martin sé sterkari aðilinn í þeim efnum. Kexpakkinn fer að líka nálgast hálfnun og þar fæ ég víst gullið !

Takk mamma og pabbi fyrir sendinguna,... takk so mukkjett !

---

Ohh, fór út að hlaupa í gær. Tók smá rúnt hérna í gegnum lítinn skóg sem liggur um 10 mínútur frá okkur. Ekki kannski frásögum færandi, nema kannski af því að það hafði verið rigning um nóttina og það var allt MORANDI í skógarsniglum.
Þvílíkur ÓBJÓÐINS ÓBJÓÐUR !!!

Þeir sem að þekkja mig vel, vita að mig hryllir helvítis til að sjá orma, fæ klígju af lyktinni og ég vil fyrir mitt littla líf ekki stíga á eitt stykki.
Einn skógarsnigill er það breiður, að hann er eins og 10-12 ormar staflaðir hver ofan á annan. Á hlaupum mínum um skóginn var allstaðar að sjá snigla sem meðhlaupendur mínir höfðu kæruleysislega ekki náð að víkja sér undan, og slímtangarnir teygðu sig um alla jörð. Bwahhhh !

Og þar var ég í klemmu, því ekki gat ég litið undan.. ég varð að sjá hvar ég steig. En ekki gat ég litið niður, því að líkamsleifarnar og the massdestruction var svo svakaleg að ég var viss um að brátt myndi ég sjá morgunmatinn minn in reverse !

Ég ákvað að af tvennu illu væri seinni kosturinn sennilega ákjósanlegri og hljóp því alla leið eins og einhverf gúrka með nefið niðrí gangstétt!

Áttaði mig á því á leiðinni að "Smack my bitch up" er eitt svakalegasta upp-pempunarlag allra tíma. Um leið og það byrjaði var eins og einhver hefði sprautað sinnepi upp í rassgatið á mér og ég þaut eins og elding gegnum sniglaslímið !!!!!
Mæli hiklaust með að allir þarna úti setji þetta ákveðna lag á mp3 spilarana og iPOD-in sín.

---

Er komin með nýtt sjónvarpsæði; Gilmore Girls. Who would have thought !?!
Er að spá í að fara og hella mér uppá kaffi og ná mér í eins og tvær mjólkurkexkökur.
Meðan ég bíð,... spurning um að dýfa sér ofan í bingókúlupokann sem situr uppi í leðursófa og starir á mig !

Kveðjur að handan,
Turilú,
The Big E
laugardagur, október 01, 2005

Merkilegt,... mér finnst fátt verra en þjalaðra-naglalykt,... samt þefa ég alltaf af lúkunum mínum þegar ég er búin að pússa þær !!!

LANGAR BARA AÐ MINNA ALLA Á AÐ KVEIKJA Á SJÓNVARPINU KLUKKAN KORTER Í 3 Í DAG;

FRAMSTELPURNAR ERU AÐ FARA AÐ SPILA SINN FYRSTA SJÓNVARPSLEIK, ... EVER !!!

Allir að horfa og hvetja,.. ..
Stelpur,.. þið RÚLLIÐ þessu upp !!!!!

gaman gaman,.. er farin i sturtu
Guðrún !!! Ég treysti á þig !
ciaooo
This page is powered by Blogger. Isn't yours?