föstudagur, október 21, 2005

"Ohhh Thorne.......!" 

Lá í sófanum um daginn og horfði á sjónvarpið. Tók mig til í einu auglýsingahléinu og flippaði milli þeirra fjurtíu-og-eitthvað rása sem við höfum. Endaði á einni þýskri og þar var sko eðalsjónvarpsefni á ferð eins og við má búast af þesslendri stöð = "Reich und schön",.. sem að kallast víst á frummálinu "The Bold and the Beautiful" !!!!

Ég er ekki frá því að döbbið á þættinum hafi verið ennþá verra heldur en leikararnir,- sem er bara gott mál,.. um að gera að halda stefnunni: lélegir þættir, lélegir leikarar, lélegt döbb!!!

Fór að spá,- þegar að maður byrjar að lesa bók sér til afreyingar, sem reynist svo alveg ógeðslega leiðinleg, þá hættir maður, leggur hana frá sér, skilar henni á bókasafnið,.. gefst upp!
Hvernig stendur þá á því, að það er fólk sem að getur ekki slitið sig frá ofannefndum þáttum og hreinlega hætt að horfa á þá?

Sjálf þekki ég alveg urmul af fólki sem má með engu móti missa af þeim, fólk sem að keyrir á tvöfalt ólöglegum hraða heim frá vinnu, sem er algjörlega í öðrum heimi meðan á þættinum stendur. Fólk sem að þekkir for- og eftirnöfn á öllum karakterum, þeirra innbyrðist tengsl og sögu, og þeirra menntagöngu, fjárhag og vinnuaðstæður! Ég er að tala um fólk sem að stillir vídjótækið á upptöku á hverjum einasta degi, ef til kæmi að viðkomandi sæi sér ekki fært að sitja fyrir framan imbann, og fólk sem að hringir örvæntingafullt og gráti næst í vini og ættingja ef upptakan hefur klikkað.

Já, það er alveg nóg af þessum týpum á Ísalandinu.
Og með fullri virðingu fyrir þeim öllum, þá bara simply skil ég ekki hvernig fólk getur fengið það af sér að sitja út heilan svona þátt; sjálf get ég í mesta lagi horft á 3 mínútur og þá fæ ég nóg.
Ég veit það vel að smekkur manna er misjafn, og það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt og öfugt. En þegar þættirnir eru SVONA lélegir og ÖLL umgjörðin í kringum þá,... þá er ég sko out!!! :) :) :)

---

Sá annað á þessu flakki mínu í gegnum sjónvarpsrásirnar góðu: þátt sem heitir "101 Hollywoods best kept secrets" þar sem verið var að fjalla um allskyns mál sem koma upp meðal fræga fólksins en ná ekki til fjölmiðlanna (allavegana ekki strax).
Í þessum Hollywoods-þætti kom sláandi leyndarmál í ljós varðandi stelpurnar í Sex and the City: vissi einhver að Kim Catrell og Sarah Jessica Parker eru þvílíkar óvinkonur ???
Núna er ég búin að vera að horfa mikið á þessa þætti , vegna þess að seríurnar hafa verið endursýndar seinustu mánuði og það er alltaf sendur út einn þáttur á hverju kvöldi. Ég get ekki sagt að ég sé obsessed fan og ég er DEFINITELY ekki ein af þeim sem að segja að Sex and the City séu betri en Friends. Aftur á móti get ég vel viðurkennt það að þeir eru hið ágætasta afþreyingarefni og meira en það !!!!

Sem sagt, þetta byrjaði allt þannig að persona Kim, Samantha, fékk miklu meiri athygli en persóna SJP, Carrie. Það fór víst í pirrurnar á Söruh, vegna þess að upprunalega var þátturinn byggður í kringum hennar persónu. Þannig að það fór að myndast spenna á milli þessarra tveggja leikkvenna og þær gátu varla verið í kringum hvora aðra. Svo í lok 4. seríu, þá varð Sarah Jessica meðframleiðandi þáttanna, sem gerði það að verkum að hún gat farið að stjórna öðrum leikurum, meðal annars Kim. Það gerði allt ennþá verra, og núna er það svo slæmt, að í hvert sinn sem að þeim er boðið einhvert á hátíð eða eitthvað, þá afboðar Kim sig alltaf ef að hún veit að Sarah verður á svæðinu!

Ótrúlegt !!!!!!

Ég sá þær einmitt hjá Opruh, og þá voru þær allar svo glaðar og virkuðu svo miklar vinkonur, að þetta var algjör slap in da face !!!

Jahh hérna hér !

Allavegna, allt brjálað að gera hjá Martini útaf þessu verkefni, og hann verður úti í allt kvöld að redda seinustu hlutunum. Ég er búin að sitja inni í allan dag og vinna að verkefninu mínu, svo að ég hugsa að ég fari að skella mynd í tækið og slappa aðeins af.

Bið að heilsa í bili, litlu lömbin mín,
Erna,... OUT !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?