sunnudagur, október 30, 2005

Ohhh !
Mér líður eins og ég hafi syndgað; keypti mér poka af piparkökudropum um daginn,.. BARA af því að þeir kölluðu á mig þegar ég gekk framhjá þeim.
Það er ekki einu sinni kominn nóvember og það er ennþá tveggja stafa hiti hérna (búinn að vera frá 14-17 stig seinustu daga) en ég er strax komin í jólaskap. Háma í mig mandarínur og piparkökur, er byrjuð að skrifa niður jólagjafalista, var að kíkja á jólaskraut niðrí bæ í gær og er á góðri leið með að plana jólafríið mitt á Klakanum :(
Get ekki beeeeeðið eftir að komast heim! Huxa um það á hverjum einasta degi. Mig dreymir alls kyns íslenskar matarvörur og eðalstundir með vöndum og vinamönnum !!!

---

Jámm, svo er minns bara orðin dökkhærð,... og aðeins dekkri en ég upphaflega hafði ætlað mér. En svona er það. Ég er samt strax farin að hlakka til að lýsa það aftur, og ég vissi það alveg,... það er alltaf þannig með mig.. ég er varla orðin dökkhærð að ég vil verða ljóshærð aftur. En það verður víst að bíða allavegna fram að jólum !
Ég var víst búin að lofa mynd, en ég veit ekki alveg hvernig ég á að standa við það, það er nefnilega búið að loka fyrir internets-mynda-albúms-reikninginn minn. Síðan er Martin að keppa í handbolta og ég veit ekki hvar snúran fyrir myndavélina er. Þannig aaaað... ég verð víst að redda þessum netreikningsmálum meðan Martin er að spila og henda myndinni inn aðeins seinna í kvöld. Ollræt ?

---

Annars TIL HAMINGJU til framstelpna, sem að unnu alveg hreint magnaðan sigur (að ég held) í gær. Keep up the good work!
Frekar fúlt að ég geti ekki verið þarna hjá þeim að styðja, og hrópa "vúúúúhÚÚÚÚÚ" á minn annars einstaklega upp-pempandi máta! :(

Agghhh.. held ég þurfi að halda áfram að taka til. Tók eldhúsið og stofuna í gegn hérna á föstudag, og í dag er kominn tími fyrir svefnherbergið og baðið. Nenni því bara ekki, finnst eiginlega eins og tiltekt á sunnudegi sé önnur synd.


Until we meet again,...
turilú.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?