fimmtudagur, október 13, 2005

Já, það er nokkuð ljóst að fólk hefur misjafnar skoðanir á þessu háramáli. Fram til síðustu stundar, þá voru allavegana allir á eitt sammála um það að ég ÆTTI að lita mig brúnhærða,- hvort sem það yrði dökkt eða ljóst.
En svo kom Martin sterkur þarna inn og ruglaði þessu öllu, með því að vera sá eini sem greiddi ljósa litnum atkvæði !

Og þá fór allt í flækju.

Ég er samt eiginlega næstum 100% á því að lita það brúnt. Það eru tvær aðalástæður fyrir því: í fyrsta lagi er ég að DEYJA mig langar svo að fá smá breytingu (ég þarf alltaf að breyta reglulega um háralit, áður en ég fæ of mikið ógeð af sjálfri mér) og svo í öðru lagi, þá er ég svo þreytt á þessum ofurljósa hvíta lit og gulu rót.
Aftur á móti, þá VEIT ég að ég fíla mig alltaf betur með ljóst hár, og ég VEIT það líka að eftir svona 2-3 mánuði þá langar mig að fara að lita það aftur ljóst.

Sem passar bara alveg vel, held ég barasta, ef að ég lita mig dökkhærða núna þá get ég látið lýsa það aftur þegar ég kem til íslands um jólin !

Já, life is full of difficult desicions !

---

Anyyhoooo...

Ég var í gymminu um daginn, og ég gekk fram hjá einum manni, sem ég kannaðist svo ROSALEGA við að það var að gera mig brjálaða. En ég gat bara ekki komið honum fyrir mér.

Seinna sama kvöld, sit ég inni í stofu og horfi á sjónvarpið. Og viti menn, sá ég ekki bara sama mann í imbanum, og þá er hann s.s einn af þátttakendunum úr Robinson, sem er danska Survivorið !

Tssshhh.. bara frægir menn hérna á hverju strái !

Hann er ennþá í leiknum, á þessu stigi sjónvarpsþáttarins, svo að það er spurning hvort að hann hafi unnið milljónina. Er ekki bara málið að reyna að heilla hann næst þegar ég sé hann, ofursveitt og glansandi í hjólabuxunum mínum, með svitabandið, svitabletti og svitafýlu. Hefði ekkert á móti því að fá milljón deilt í tvo !!!

---

ÚFF !!!
Bara svona for further notice: EKKI hafa maskara þegar að þú horfir á Opruh !

Until we meet again,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?