miðvikudagur, október 19, 2005

Já, kæru félagar !

Í óspurðum fréttum er afskaplega lítið í fréttum!
Ég hangi bara hérna heima og vinn í mínu verkefni, þvæ þvott og geng frá,- og baka bollur !!!

Jámm,.. ég er komin með eitthvað svakalegt æði á að baka bollur þessa dagana. Veit ekki hvernig það kemur til, en Martin lagði inn sérstaka ósk í gær um að ég myndi töfra einn skammt í dag, þegar hann kæmi heim úr skólanum. Það er aldrei að vita nema ég nenni að skjótast upp í búð og kaupa ger. Hvað gerir maður ekki fyrir kallinn sinn ?!

Annars er alveg brjálað að gera hjá honum. Málið er nefnilega það að þeir verða með þessa íbúða-ráðstefnu (boligmesse) næstu helgi, s.s 3. annar verkefnið þeirra. Það gengur út á það að þeir eru búnir að leigja alveg risa sal hérna í nágrenninu og svo búnir að bjóða fullt af fasteignasölum að kaupa bása. Þessar fasteignasölur eiga það allar sameiginlegt að selja íbúðir á Spáni, í Tyrklandi og í Búlgaríu, en það er einmitt MJÖG vinsælt meðal Dana að kaupa sér sumarhús á þessum slóðum, vegna þess að það er svo hrottaralega ódýrt.
Svo eru þeir búnir að ráða einhvern frægan kall til að koma og halda ræðu og ég veit ekki hvað og hvað. Eru komnir með sjónvarpsauglýsingu og morgunblaðsauglýsingar, búnir að hengja upp plaköt út um allan bæ og dreifa bæklingum.

Og allt þetta verður s.s að veruleika núna um helgina, og believe me.... það er NÓG sem á eftir að laga á seinustu stundu!

---

Ég gleymdi alltaf að minnast á veðrið; málið er nefnilega það að ég hélt að það væri orðið svo skítkalt á Klakanum og kominn snjór víðast hvar á landinu. Hérna er nánast ennþá sumar,... eða allavegana rosalega gott haustveður; 12-16 stiga hiti og glampandi sól næstum hvern dag.
Það er reyndar að fara að kólna aðeins, en samt ekkert af viti. Það er alveg hreint ÓTRÚLEGT að það séu að koma jól. Ég var að horfa á Opruh þátt þar sem það var verið að tala um Tsunami;... það er að verða komið ár síðan það skall á.

Og Rakel Arín, músin hennar Sonju, er að verða árs gömul ! :)

Já.. time flies svo sannarlega !!!!


En jæja, ... ég er farin að halda áfram að læra,
bið að heilsa í bili
turilú




This page is powered by Blogger. Isn't yours?