laugardagur, apríl 30, 2005

Ég hef tekið eftir því, að mér líður alltaf svo illa þegar ég er að bíða eftir græna kallinum, þegar ég er að fara að labba yfir gangbrautir,... og þá aðallega þegar ég er ein !
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á við mig að gera, hvernig ég á að standa eða hvert ég á að horfa !?

Furðulegt !

---

Þá er maðurinn minn kominn heim, rosa gott að fá hann til sín aftur ! Ég sé fram á bjartari tíð þegar kemur að svefninum, og vonast ég stórlega til að hann fari úr 3 klst á nóttu og upp fyrir allavegana 6 !

Svo er ég núna komin á fullt í öðruuverkefni í skólanum og í þetta sinnið er ég að gera heimasíðu fyrir hann föður minn. Þegar því er lokið þá byrjum við bara beint á prófverkefni þessarar annar. Ótrúlegt að skólinn sé að verða búinn,- eftir rúman mánuð er ég búin að eiga heima í Danmörkunni í eitt ár !!! Jækkkssss... það er sko mikið !

---

Eruði búin að sjá myndbandið og fréttina um 5 ára stelpuna sem var handtekin úti í Bandaríkjunum ???????
Hvað er í gangi ???? Svo að ég vitni nú í Lindusyss: " Hvergi annarsstaðar myndi þetta gerast en í Ameríkunni !!! "
Stelpugreyið,.. ég fékk nú sting í hjartað þegar að hún byrjaði að gráta þegar að þeir skelltu handjárnunum á hana. Pffff... ! Bölvað rugl !

Hvernig er annars með svona handjárn ? Koma þau í smákrakkastærðum líka ???

Jæja.. ég var nú búin að ákveða soldið sem ég ætlaði að segja á þessu blessaða bloggi,.. en þegar það kemur að því að skrifa það, þá að sjálfsögðu man ég ekki hvað það var.
Fer svo að fara að setja inn nýjar myndir ( about time ), en myndavélin er heima hjá Tönju ( það var afmæli heima hjá henni í gær og ég þorði ekki að taka vélina með mér niðrí bæ, svo ég geymdi hana hjá henni )

Annars hef ég lítið meira merkilegt að segja akkúrat núna
over and out,
Ernos
þriðjudagur, apríl 26, 2005

Ahh.. well helluuuu !

Núna sit ég hér, kona einsömul, þar sem að Marthólíó er farinn til Prag með skólanum sínum, fór á sunnudag og kemur á föstudag.

En örvæntið ekki,.... þó að kjéllingin sé ein í kotinu, þá er samt engin ó-gleði. Það er voða gott, annað slagið, að fá smá tíma fyrir sjálfan sig og í sannleika sagt þá er ég alveg uppfull af sælu.
Hahh ! Það má eiginlega segja að hér sé kotasæla,- ... bwahahahhaha !

---

Blehhh,.. ég er alveg vibbaþreytt !
Það er alveg merkilegt hvað ég á erfitt með að sofa þegar Martin er ekki hérna, ég verð eitthvað svo óörugg.
Eins og í gærkvöldi, þá var ég ekki komin upp í rúm fyrr en kl. 2 , þó ég hafi verið búin að vera geispandi síðan 12. Ég hreinlega bara fékk mig ekki til að slökkva öll ljós og loka augunum.
Síðan var ég síflakkandi á milli stöðva,.. að reyyyyna að finna mér eitthvað sæmilegt til að horfa á. Horfði á 2 þætti af Jerry Seinfeld, og fékk svo nóg,- hreinlega gat ekki haldið augunum opnum mikið lengur.
Ég slökkti á öllum græjum og dró sængina yfir haus,- já yfir haus ! Af einhverjum stórfurðulegum ástæðum var ég svo hrædd um að sjá einhverjar sýnir, að ég taldi það vissara að hylja allt sem hulið gat verið. Var í hausnum farin að æfa mig: " I see dead people,.. walking around like normal people.. ! "

Þá fannst mér skyndilega sem að ég myndi sjá meira, með lokuð augun,.. þannig að ég tók til þess ráðs að opna þau aftur.
Eftir mikla baráttu við þyngdarafl augnlokanna, þurrleika augnhimnanna og frjóleika ímyndunaraflsins,.. þá að lokum tapaði ég, og sofnaði !

Ég býst stórlega við annarri eins orrustu í kvöld, en er alveg búin að reikna þetta út: sef bara með annað augað opið og hitt lokað !!!!!

Ó já, elskurnar mínar,-
svo mörg voru þau orð.....
laugardagur, apríl 23, 2005

Sælinú, allir landsmenn góðir og ekki eins góðir !

Ég sit hérna og bíð eftir að baquette brauðið okkar Martins verði orðið fallega gullbrúnt inni í ofninum. Það er eitthvað sem við erum búin að vera að borða svo AGALEGA mikið seinustu mánuði, að ég held ég verði að fara að fá styrk frá danska ríkinu; baquette styrk !

Og þó,... við kaupum svona 2 í pakka á 3,5 dkr ( 35 kall íslenskar ) sem er kannski ekki það slæmt að ég þurfi styrk.
En síðan er ég búin að búa til fyllingu. Í þetta sinnið ætlum við að gæða okkur á dýrindis túnfiski og salati, en stundum þá troðum við í brauðið kjúlla og beikoni, eðalsósu og salati !
Jömmmíííí ! Rétt upp hendi sem eru komnir með vatn í munninn !?

---

Síðan er Martiníus að fara til Prag á morgun. Jámms,.. kallanginn að fara með skólanum og verður í tæpa viku. Ekkert nema fjör þar á bæ.
Eða kannski ekki alveg,.. mér skilst að það verði ekki mikið um frí, enda þurfa þau að vera að gera einhverjar markaðskannanir og taka viðtöl við Tjékka. Veit heldur ekki hvernig það á eftir að ganga, hef svona ágætan grun um að þeir borgarbúar séu ekki beint þeir sleipustu í enskunni.

Ohh well.. það kemur í ljós !

---

Ég ætla að setja inn hérna link að verkefninu sem ég var að gera seinustu 2 vikurnar. Ég bjó til heimasíðu fyrir "fictional" samtök sem að leita að týndu fólki.
Linkurinn sem ég gef upp er yfir á FORSÍÐU og þar er hægt að velja einhvern af neðstu linkunum og fara beint yfir á einhverja af undirsíðum AÐALSÍÐUNNAR,.. eða þá að það er hægt að velja uppi í hægra horni ENTER SITE.

Á aðalsíðunni er reyndar eitthvað að, vegna þess að lógóið á að vera uppi í vinstra horninu, en það sést ekki.. af einhverjum ástæðum. Lógóið er s.s það sama og er á FORSÍÐUNNI,.. þar sem stendur HOPE !

Allar undirsíður eiga að virka,.. en það getur kannski tekið smástund að hlaðast inn. Ég veit að einhverjir hafa átt í vandræðum með myndina af Trevor í Missing People ( Martin ), og aðallega í "what does Trevor look like now"... þannig að þið verðið bara að bíða róleg !

http://home1.stofanet.dk/gebauersgade4st1/

En allavegana, við erum að fara að eta baquettið góða og svo að skúra,
ég bið ykkur vel að lifa
ble ble...
þriðjudagur, apríl 19, 2005

Þá er officially búið að útnefna þriðjudagskvöld væluhátið ársins !

Já, það er nefnilega þannig að þá eru þessir blessuðu EXTREME MAKEOVER HOME EDITION þættir sýndir, .. og alltaf sit ég eftir með aumt ennið og maskara niðrá höku ! Úff ! Svakalegt !

---

Síðan hef ég lengi ætlað að tilkynna það að ég neyðist víst til að éta mín eigin orð varðandi hana Mary Donaldsson. Ég verð að viðurkenna það, að hún er óttalega falleg og sæt, og hún svoleiðis geislar á hverri einustu mynd sem tekin er af henni, er alltaf síbrosandi og kemur rosalega vel fram í öllum viðtölum.

Aftur á móti á ég erfitt með að skilja hvernig nokkur maður vill stjórna landi þar sem ekki er seldur Álfheimaís !?!?!

---

Eitt annað ! Núna er búið að kjósa nýjan páfa,-..... er ekki málið að kjósa einhvern sem er ekki þegar kominn með falskar tennur og skrúfur í mjaðmirnar ??? Einhvern sem að verður holdi klæddur í allavegna 20 ár í viðbót !?!

Hvað er annars málið með þennan mann ???
Hann hafnar því að konur verði prestar, fordæmir rokktónlist og kallar hana "tjáningu hinna óæðri hvata" og sömuleiðis fordæmir hann samkynhneigð !
Og ég spyr aftur,.. hvað er málið með þennan mann ???

Ef ég hef einhvern tímann verið nálægt því að yfirlýsa sjálfa mig trúleysingja, þá er það akkúrat núna !!! Díses !


Ohh well,- Úrslitin í Top Model.....
Leirahh.......
sunnudagur, apríl 17, 2005

SHIIIIIITTTTT....... eftirfarandi linkur er SVAKALEGUR !!!!!!!!!!!!!

Hækkiði vel í hátölurunum áður en þið klikkið á síðuna,- og hafiði þolinmæði.. hún er kannski svona 20 sek að hlaðast alveg inn.

Úff.... MAGNAÐ, alveg hreint.....
http://members.home.nl/saen/Special/zoeken.htm
Jæja, núna er ég algjörlega komin með ferköntuð augu !

Er búin að sitja við tölvuna, að meðaltali 12 tíma á dag síðan seinasta sunnudag: GRÍNLAUST !!!!!
Er nefnilega að vinna í þessu verkefni mínu, og ég hef verið svo obsessed á því, að ég get ekki farið að sofa á kvöldin; hvort sem að mér gekk vel eða illa, þá VARÐ ég hreinlega alltaf að vaka aaaaðeins lengur.
En maður uppsker víst eins og maður sáir, og núna er ég alveg að verða búin með verkefnið,- bara smá dittl og dúttl eftir, sem að tekur í mesta lagi 1 dag í viðbót.
Og það þýðir hreinlega bara það að ég verð í fríi alla næstu viku ! MMMmmmm dejligt !!!

---

Þau komu nokkur, úr bekknum, til mín í gær og við pöntuðum okkur pízzu og fengum okkur nokkra bjóra. Jón reyndar kom fyrstur til að laga loftljósið inni í svefnherberginu okkar,... hann er nefnilega rafvirki. Magnað ! Núna getum við fengið almennilega birtu þar inni, í staðinn fyrir að vera alltaf bara með kveikt á lampanum á skrifborðinu ! Kannski soldið kaldhæðið og tilgangslaust að fá þessa extra birtu núna yfir sumartímann, þegar það er svo agalega bjart úti. En samt....!
Ohh well,.. en þetta var s.s frekar rólegt hjá okkur, en helvíti næs og gaman, og við fórum svo niðrí bæ um klukkan 2.
Byrjuðum á að fara í röðina á GazStation, og það var nú meira helvítið,- Hverfisbararöðin var nú leikur einn miðað við þessa. Þannig að við gáfumst upp og fórum inn á Römers.
Ég hef farið þangað 2 áður og er ekkert að fíla þennan stað neitt alltof vel. En í gær var alveg ágætt og ég hef ekki dansað sovna mikið síðan að ég flutti hingað út til Danmerkur.

Síðan eitt sinnið þegar að ég var að labba á klósettið, þá sá ég mann sem mér fannst ég kannast svo mikið við, koma út af kallaklósettinu. Og ég prófaði að kalla á hann: " Helgi ! " .. og hann leit við. Maður lifandi,.. var þetta þá ekki bara Helgi Sigurðsson, fótboltakappi !
Ég sagði við hann að hann hafi verið alltaf að spila í FRAM og ég hafi munað eftir honum þegar að ég var að æfa þar. Áfram Frammarar !!!
"Jááá,.. en ég byrjaði samt að æfa með Víking, þegar ég var lítill,.. þannig að ég er líka smá Víkingur!"
-"Neiiiiihh,.. allavegana ekki eins mikið og þú ert Frammari !?!? "
"Nei, kannski ekki !!! "

Svo vorum við bara eitthvað smá að spjalla, þar til að eitt klósettið losnaði og ég skellti mér inn.

Hann kom svo aftur til mín seinna, þegar að við vorum á dansgólfinu og við spjölluðum dulítið þar líka ! Magnað, segi ég !
Ég hefði átt að klípa í rassinn á honum, og þá væri hann kominn í hóp frægra frægra manna sem að hafa fengið hönd mína á rassinn sinn !!! :)

En allavegana,.. ég ætla að halda áfram að reyna að opna seinustu pistasíuhneturnar með brauðhnífnum mínum. Er búin að vera að hjakkast á þeim eins og vitlaus manneskja, en þær eru svo agalega fast lokaðar að þetta gengur bara ekki neitt. En ég tími sko EKKI að henda þeim,.. þannig að, það þýðir ekki að gefast upp, ... on with the butter ! ( eins og Albert segir !!! :) )

Veriði í stuði, litlu lömbin mín,...
adios....
þriðjudagur, apríl 12, 2005

Obbobbobb,- aaaauuuummmmmiiirrr vööööööðððvaaarr !

Já, mín er hreinlega að DREEEEPAST úr þeim. Ég fór s.s í ræktina í gær, og hafði fyrirfram ætlað mér að vera dugleg. En þegar ég byrjaði að hreyfa mig, þá var eins og eitthvað hafi heltekið mig, og ég var í svo agalegu stuði, að ég bara gat varla hætt. Endaði á því að fara á stigtækið í 20 mín, hljóp 6 km, labbaði 0,5 upp halla, og hjólaði svo í 20 mín. Allt í allt var ég á hreyfingu í 1 klst og 20 mín og brenndi rúmum 1100 kaloríum. Ekki slæmt !
Ég setti svo punktinn yfir i-ið með því að lyfta nokrrum tækjum í lokin.

Ég fann það síðan vel og greinilega, rétt áður en ég fór að sofa, hvað ég var agalega þreytt. Og ég fann það jafnvel ennþá betur þegar ég vaknaði í morgun. Ég bara gaaaat ekkki drifið mig á fætur, og þegar ég sit hérna núna, þá líður mér eins og ég sé gerð úr hafragrauti; öll svona limpuð og aumingjaleg.
En þetta er samt blendin tilfinning; því að þó að ég sé rosalega þreytt, þá er mesta yndi í geimi að finna það að maður hafi verið að taka á ! Sweet !

---

Helgin var góð, og góð var hún.

Ég hitti krakkana níðrí bæ á föstudagskvöldinu, og við skelltum ykkur inná nokkra staði. Sá fyrsti kallast Chokolate Fabrikken og er vægast sagt lélegur staður. Tónlistin var bara einhver bassataktur og allir þar inni litu út fyrir að vera á svakalegu sýrutrippi og dönsuðu eins og þeir væru með flatorma í rassinum !
En við Tanja vildum ekki yfirgefa svæðið, af því að hópurinn splundrast alltaf, og í þetta sinnið langaði okkur til að vera saman. Þannig að, við héldum þetta út.
Eftir einhverja 2 klst, þá fór fólk alltí einu að hverfa og þá ákváðum við að gera það líka. Við röltum um niðrí bæ og fórum á Den Hoje, sem að lokaði óvenju snemma. Á leiðinni heim, þá röltum við framhjá GazStation og sá staður var enn opinn. Ég hef stundum heyrt að hann sé góður, þannig að við kíktum þar inn þar til lokaði ( en það voru einhverjar 20 mínútur !!! ).
Þar fengum við lygilega gott tilboð frá sérstaklega óaðlaðandi manni, sem var svo gamall að hann hefur örugglega verið kominn á ellilífeyrinn !!!! Þegar að ég tilkynnti honum að ég væri lesbísk og tók utan um Tönju ( já já ! Gamalt trick.. sorrí sorrí... nota það enn ! ), þá bauðst hann bara til að taka okkur báðar..........!!!!! Muuuahhhh ! Óbjóður.

Jæja.. síðan s.s yfirgáfum við svæðið þegar það lokaði og ákváðum að halda bara heim, enda ekki mikið opið lengur.
Einhversstaðar þar á leiðinni, þá gengum við framhjá strákahóp. Einn þar, var svona soldið vel í glasi, og bauð okkur að koma heim með sér,- spurði hvort að við vildum ekki kynnast "vini" sínum ( og greip um miðsvæðið ! ).
Ég sagði nottla við hann, að maður tæki nú ekki svona tilboði, án þess að vita að hverju maður væri að ganga og hvernig "húsið" þarna sunnan væri byggt !!!

Þá barast fleygði gaurinn af sér buxunum og dró fram "vopnið". Ekki veit ég hvort að það var til þess eins að tæla okkur enn frekar,.. en ekki var það sérstaklega álitlegt, svo að við Tanja afþökkuðum pent, og héldum áfram okkar leið. ( Og gaurinn henti ólífunni aftur ofan í buxurnar !)

Svona er nú það, alltaf nóg að gerast í Árhúsum.
Núna veit ég að mamma fer að hafa áhyggjur af nauðgurum og alles. En ef að allir danskir nauðgarar eru vaxnir eins og þessi ákveðni strákur, þá þarf hún ekkert að stressa sig; það er nú ekki hægt að valda miklum skaða með slíkum grip !!!!

---

Á föstudeginum, þegar að ég var að gera mig klára fyrir átök næturinnar, þá var verið að sýna í sjónvarpinu einhverja stríðsmynd ( man ekki hvað hún hét ! ).
Ég fór þá alltíeinu að spá; af hverju keppast þjóðir alltaf við að drepa í svona styrjöldum? Hvað er málið með það ? Hvað sýnir það og segir um um þjóðirnar, hversu marga þeir geta drepið ? Af hverju ekki bara að keppa í langhlaupi ? Sú þjóð sem að á þann fulltrúa sem klárar fyrstur, ... fær að eiga ánna sem að barist var um, eða flytja landamærin um 3000 kílómetra austur, eða brenna klaustrin,.. eða what ever !

Bara svona fyrir ykkur, sem að hafið horn í síðu minni, þá skal ég segja ykkur nákvæmlega hvernig þið getið fært mér kvalafullan dauða á silfurfati: látið mig drepast úr þorsta !!!
Það held ég að hljóti að vera það allra versta sem að maður getur upplifað.

Uff Puff.. þetta er nú meira bullið.
Ég ætla að fara að klæða mig í spjarirnar og skella mér út í hlýjuna ( 13 stiga hiti í skugga og klukkan er 11 ). Ég þarf nefnilega að fara niðrí bæ að skipta hálsmeni sem ég fékk í afmælisgjöf, og versla aðeins inn fyrir matinn í kvöld.

Until we meet again.....
föstudagur, apríl 08, 2005

Andsk....!

Ég var búin að skrifa alveg slatta hérna í morgun,.. en svo sé ég að það hefur hreinlega ekki farið inn á netið, ... pfff ! Bölvans !

Annars var ég nú ekki að segja neitt mikið né merkilegt. Var að tala um kökuna sem ég bakaði og át í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti ! :)
Þetta er kaka sem að Dhool kom með í partý sem að Jón hélt rétt eftir áramótin. Allir komu með einhvern einn rétt, og hún s.s kom með þessa köku, sem að hún hafði gert úr tilbúnu kökumixi.... og ég hélt ég hefði dáið og farið til himna !
Síðan er ég búin að vera að leita að henni, og hún er hreinlega hefur ekki verið seld í þessum búðum hérna í kringum mig.

Neeeeema hvað, að í gær, þá var eins og Guð hafi leitt mig að henni. Við fórum nefnilega bara í Fötex til að kaupa brauð, smjör og mjólk,- og ekkert annað !
Af einhverjum ástæðum, þá labbaði ég í gegnum kökumixrekkann,... OG ÞARNA VAR ÞAÐ !!!!!

Og hvorugt okkar hafði lyst til að borða hana eftir kvöldmat. Síðan fórum við að skúra, og þegar við komum heim,..þá vorum við ennþá nokkuð södd eftir aftensmad.
Það var svo ekki fyrr en rúmlega hálftólf, sem að við hentum henni inn í ofninn. Púff !
Við átum reyndar ekki mikið, .. og um leið og við vorum búin að kyngja seinasta bitanum, þá fórum við beint inn á klósett að tannbursta okkur, og svo upp í rúm að sofa !

Ekki kannski besta leiðin til að grenna sig,-.. but what the hell !!!

---

Það er bara komið scheise veður hérna í Baunalandi; hitinn hefur lækkað, sólin horfið, og rigningin er alveg að gera sig!
En svona er nú það ! Mér er eiginlega nokkuð sama, þarf nefnilega líklegast ekki að fara út úr húsi af viti næstu dagana.
Næstu tvær vikurnar erum við nefnilega að fara að vinna að einstaklingsverkefni. Megum gera nákvæmlega það sem við viljum, á þann hátt sem við viljum. Magnað ! Og þar sem að ég hef öll tölvuforritin heima, þá ætla ég bara að hanga hérna á nærbrókunum, í náttsloppnum, með úfið og ógreitt hár, mygluð og skítug, og vinna mína vinnu. Ahhhhh... sweet !

Og svo mörg voru þau orð.
Ég held ég fari að græja mig aðeins,.. er að fara að hitta nokkra krakka úr bekknum niðrí bæ, bara svona létt,.. langar að hrista mig upp úr skónum, áður en átökin taka við á mánudag !

Bið ykkur vel að lifa, veriði hress, ekkert stress,.. bless bless !!!!
þriðjudagur, apríl 05, 2005

http://www.desperatehousewives.org/Jessedieselumusic2005.html

http://www.iballer.com/malecelebs/pretty_celebs/metcalfe/index2.htm
(Mynd lengst til hægri í 1. röð, og mynd númer 3 í annarri röð)

... held það þurfi ekki að segja neitt meira !!!!!!....
mánudagur, apríl 04, 2005

ERUM VIÐ EKKI AÐ GANTAST MEÐ VEÐRIÐ HÉRNA !?!?!?

Grínlaust, þá er sko komið íslenskt sumar hérna í Baunalandinu; akkúrat núna er 18 stiga hiti.... Í SKUGGA !!!!!!!!!!!!!!!!! Jæks ! Ég skrapp aðeins niðrí bæ áðan, og mig langaði sko EKKERT heim aftur, nema kannski aðeins til að skipta niður í minni fatnað. Þurfti að fara úr gallajakkanum á leiðinni af því að ég svitnaði eins og ég fengi borgað fyrir það og þurfti að koma við í 7/11 til að kaupa mér eitthvað að drekka svo að ég yrði ekki de-hydrated. Úff !!!

Versta við þetta allt saman eru blessuðu Danirnir,.. ég skil ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim; þeir alveg svoleiðis kappklæddir, í flíspeysum, úlpum og síðum kápum, .... stoltið kannski alveg að fara með þá, ég veit það ekki ! Kannski fleygja þeir ekki fjötrum fyrir minna en 20 gráður.. við sjáum til með það.

En ég gef allavegana skít í þetta allt saman, ætla að fara niður í geymslu með allan vetrarfatnað, dansa nakin í kringum bál, og biðja til Guðs um að ég fái ömurlegheit seinasta sumars bætt upp í ár !!!!

Ég má ekki vera að þessari vitleysu, verð að fara út að gera eitthvað !
Ciao, mi amigos, ciao ciao...
laugardagur, apríl 02, 2005

Han har fødselsdag i daaaaaaaaaaag, han har fødselsdag i daaaaaaaaag, han har fødselsdag han Siggiiiiiiiiiiiiiiiiii,......... HAN HAR FØDSELSDAG I DAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAG !!!

Jámm,.. í dag á elskulegur faðir minn afmæli,- og svei mér þá,... núna er kallinn bara orðinn svo gamall að hann er er orðinn langelsti fornmunurinn á Þjóðminjasafninu :)

Neiiiihhhhh, bara að grínast, pabbi minn ! Þú lítur sko ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertugur !!!! Og þú hegðar þér nottla ennþá eins og þú sért þrítugur, og þú veist hvað þeir segja: you are only as old as you feel... þannig að ég ætla bara að gerast svo djörf og segja:
" Tillykke, elsku bestu pabbi minn, með +30 árin ! Ég vona að dagurinn hafi verið yndislegur, að snjórinn hafi þiðnað í garðinum, og að mamma hafi eldað sérstaklega góðan fisk handa þér ! "

Jámm og jámm.. hann pabbi minn er nottla yndislegasti maður í öllum geiminum, það líkar öllum ótrúlega vel við hann, hann gerir allt fyrir alla ( þó að þeir geri ekki neitt fyrir hann ), hann veit allt og getur svarað öllu ( eins og t.d af hverju það kviknar ekki í jólatrjám, þó að þau séu þakin heitum jólaljósum :) ) og styður mann öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, sama hversu viturlegt það er !
Takk elsku besti pabbi minn í öllum geiminum fyrir að vera svona frábær. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig ! Knús knús knús !

---

Að öðrum efnum: veðrið í dag var MAAAHAAAAGNAÐ.. og það sem meira er.. Á MORGUN ER SPÁÐ 14-18 STIGA HITA !!! Hvað er í gangi !? Það er orðið svo hlýtt að það er hægt að vafra um á peysunni ! Jeddddúddamía,.. meiriháttar !

---

Ég gerðist svo djörf í gær að horfa á HANNIBAL. Horfði nefnilega á "Silence of the Lambs" fyrir löngu síðan, og hef lengi ætlað mér að horfa á næstu 2 myndir.
Jacccchhhh... hugsa sér, að það er í alvörunni ennþá til fólk, sem myndi teljast mannætur ! Það er nú ekki langt síðan að það var einhver Þjóðverji sem að óskaði eftir fólki, sem vildi drepast og láta éta sig ! Muahhhhhh ! Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd: ég ætla ekki að eyðileggja neitt. En þeir sem hafa séð hana: atriðið í lokin, þegar að lögreglukonan og kallinn sitja við matarborðið með Hannibal Lecter, bæði uppdópuð og tilbúin til að borða VÆGAST SAGT ÓBJÓÐINS SORAHORBJÓÐ ! Iccchhh.. ég fæ gæsahúð útum ALLT þegar ég hugsa um þetta atriði !En hvað um það,.. ég ætla að fara að horfa á eitthvað sérstaklega skemmtilegt,
until we meet again...
tata....
This page is powered by Blogger. Isn't yours?