föstudagur, apríl 08, 2005

Andsk....!

Ég var búin að skrifa alveg slatta hérna í morgun,.. en svo sé ég að það hefur hreinlega ekki farið inn á netið, ... pfff ! Bölvans !

Annars var ég nú ekki að segja neitt mikið né merkilegt. Var að tala um kökuna sem ég bakaði og át í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti ! :)
Þetta er kaka sem að Dhool kom með í partý sem að Jón hélt rétt eftir áramótin. Allir komu með einhvern einn rétt, og hún s.s kom með þessa köku, sem að hún hafði gert úr tilbúnu kökumixi.... og ég hélt ég hefði dáið og farið til himna !
Síðan er ég búin að vera að leita að henni, og hún er hreinlega hefur ekki verið seld í þessum búðum hérna í kringum mig.

Neeeeema hvað, að í gær, þá var eins og Guð hafi leitt mig að henni. Við fórum nefnilega bara í Fötex til að kaupa brauð, smjör og mjólk,- og ekkert annað !
Af einhverjum ástæðum, þá labbaði ég í gegnum kökumixrekkann,... OG ÞARNA VAR ÞAÐ !!!!!

Og hvorugt okkar hafði lyst til að borða hana eftir kvöldmat. Síðan fórum við að skúra, og þegar við komum heim,..þá vorum við ennþá nokkuð södd eftir aftensmad.
Það var svo ekki fyrr en rúmlega hálftólf, sem að við hentum henni inn í ofninn. Púff !
Við átum reyndar ekki mikið, .. og um leið og við vorum búin að kyngja seinasta bitanum, þá fórum við beint inn á klósett að tannbursta okkur, og svo upp í rúm að sofa !

Ekki kannski besta leiðin til að grenna sig,-.. but what the hell !!!

---

Það er bara komið scheise veður hérna í Baunalandi; hitinn hefur lækkað, sólin horfið, og rigningin er alveg að gera sig!
En svona er nú það ! Mér er eiginlega nokkuð sama, þarf nefnilega líklegast ekki að fara út úr húsi af viti næstu dagana.
Næstu tvær vikurnar erum við nefnilega að fara að vinna að einstaklingsverkefni. Megum gera nákvæmlega það sem við viljum, á þann hátt sem við viljum. Magnað ! Og þar sem að ég hef öll tölvuforritin heima, þá ætla ég bara að hanga hérna á nærbrókunum, í náttsloppnum, með úfið og ógreitt hár, mygluð og skítug, og vinna mína vinnu. Ahhhhh... sweet !

Og svo mörg voru þau orð.
Ég held ég fari að græja mig aðeins,.. er að fara að hitta nokkra krakka úr bekknum niðrí bæ, bara svona létt,.. langar að hrista mig upp úr skónum, áður en átökin taka við á mánudag !

Bið ykkur vel að lifa, veriði hress, ekkert stress,.. bless bless !!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?