LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Obbobbobb,- aaaauuuummmmmiiirrr vööööööðððvaaarr !
Já, mín er hreinlega að DREEEEPAST úr þeim. Ég fór s.s í ræktina í gær, og hafði fyrirfram ætlað mér að vera dugleg. En þegar ég byrjaði að hreyfa mig, þá var eins og eitthvað hafi heltekið mig, og ég var í svo agalegu stuði, að ég bara gat varla hætt. Endaði á því að fara á stigtækið í 20 mín, hljóp 6 km, labbaði 0,5 upp halla, og hjólaði svo í 20 mín. Allt í allt var ég á hreyfingu í 1 klst og 20 mín og brenndi rúmum 1100 kaloríum. Ekki slæmt !
Ég setti svo punktinn yfir i-ið með því að lyfta nokrrum tækjum í lokin.
Ég fann það síðan vel og greinilega, rétt áður en ég fór að sofa, hvað ég var agalega þreytt. Og ég fann það jafnvel ennþá betur þegar ég vaknaði í morgun. Ég bara gaaaat ekkki drifið mig á fætur, og þegar ég sit hérna núna, þá líður mér eins og ég sé gerð úr hafragrauti; öll svona limpuð og aumingjaleg.
En þetta er samt blendin tilfinning; því að þó að ég sé rosalega þreytt, þá er mesta yndi í geimi að finna það að maður hafi verið að taka á ! Sweet !
---
Helgin var góð, og góð var hún.
Ég hitti krakkana níðrí bæ á föstudagskvöldinu, og við skelltum ykkur inná nokkra staði. Sá fyrsti kallast Chokolate Fabrikken og er vægast sagt lélegur staður. Tónlistin var bara einhver bassataktur og allir þar inni litu út fyrir að vera á svakalegu sýrutrippi og dönsuðu eins og þeir væru með flatorma í rassinum !
En við Tanja vildum ekki yfirgefa svæðið, af því að hópurinn splundrast alltaf, og í þetta sinnið langaði okkur til að vera saman. Þannig að, við héldum þetta út.
Eftir einhverja 2 klst, þá fór fólk alltí einu að hverfa og þá ákváðum við að gera það líka. Við röltum um niðrí bæ og fórum á Den Hoje, sem að lokaði óvenju snemma. Á leiðinni heim, þá röltum við framhjá GazStation og sá staður var enn opinn. Ég hef stundum heyrt að hann sé góður, þannig að við kíktum þar inn þar til lokaði ( en það voru einhverjar 20 mínútur !!! ).
Þar fengum við lygilega gott tilboð frá sérstaklega óaðlaðandi manni, sem var svo gamall að hann hefur örugglega verið kominn á ellilífeyrinn !!!! Þegar að ég tilkynnti honum að ég væri lesbísk og tók utan um Tönju ( já já ! Gamalt trick.. sorrí sorrí... nota það enn ! ), þá bauðst hann bara til að taka okkur báðar..........!!!!! Muuuahhhh ! Óbjóður.
Jæja.. síðan s.s yfirgáfum við svæðið þegar það lokaði og ákváðum að halda bara heim, enda ekki mikið opið lengur.
Einhversstaðar þar á leiðinni, þá gengum við framhjá strákahóp. Einn þar, var svona soldið vel í glasi, og bauð okkur að koma heim með sér,- spurði hvort að við vildum ekki kynnast "vini" sínum ( og greip um miðsvæðið ! ).
Ég sagði nottla við hann, að maður tæki nú ekki svona tilboði, án þess að vita að hverju maður væri að ganga og hvernig "húsið" þarna sunnan væri byggt !!!
Þá barast fleygði gaurinn af sér buxunum og dró fram "vopnið". Ekki veit ég hvort að það var til þess eins að tæla okkur enn frekar,.. en ekki var það sérstaklega álitlegt, svo að við Tanja afþökkuðum pent, og héldum áfram okkar leið. ( Og gaurinn henti ólífunni aftur ofan í buxurnar !)
Svona er nú það, alltaf nóg að gerast í Árhúsum.
Núna veit ég að mamma fer að hafa áhyggjur af nauðgurum og alles. En ef að allir danskir nauðgarar eru vaxnir eins og þessi ákveðni strákur, þá þarf hún ekkert að stressa sig; það er nú ekki hægt að valda miklum skaða með slíkum grip !!!!
---
Á föstudeginum, þegar að ég var að gera mig klára fyrir átök næturinnar, þá var verið að sýna í sjónvarpinu einhverja stríðsmynd ( man ekki hvað hún hét ! ).
Ég fór þá alltíeinu að spá; af hverju keppast þjóðir alltaf við að drepa í svona styrjöldum? Hvað er málið með það ? Hvað sýnir það og segir um um þjóðirnar, hversu marga þeir geta drepið ? Af hverju ekki bara að keppa í langhlaupi ? Sú þjóð sem að á þann fulltrúa sem klárar fyrstur, ... fær að eiga ánna sem að barist var um, eða flytja landamærin um 3000 kílómetra austur, eða brenna klaustrin,.. eða what ever !
Bara svona fyrir ykkur, sem að hafið horn í síðu minni, þá skal ég segja ykkur nákvæmlega hvernig þið getið fært mér kvalafullan dauða á silfurfati: látið mig drepast úr þorsta !!!
Það held ég að hljóti að vera það allra versta sem að maður getur upplifað.
Uff Puff.. þetta er nú meira bullið.
Ég ætla að fara að klæða mig í spjarirnar og skella mér út í hlýjuna ( 13 stiga hiti í skugga og klukkan er 11 ). Ég þarf nefnilega að fara niðrí bæ að skipta hálsmeni sem ég fékk í afmælisgjöf, og versla aðeins inn fyrir matinn í kvöld.
Until we meet again.....
Já, mín er hreinlega að DREEEEPAST úr þeim. Ég fór s.s í ræktina í gær, og hafði fyrirfram ætlað mér að vera dugleg. En þegar ég byrjaði að hreyfa mig, þá var eins og eitthvað hafi heltekið mig, og ég var í svo agalegu stuði, að ég bara gat varla hætt. Endaði á því að fara á stigtækið í 20 mín, hljóp 6 km, labbaði 0,5 upp halla, og hjólaði svo í 20 mín. Allt í allt var ég á hreyfingu í 1 klst og 20 mín og brenndi rúmum 1100 kaloríum. Ekki slæmt !
Ég setti svo punktinn yfir i-ið með því að lyfta nokrrum tækjum í lokin.
Ég fann það síðan vel og greinilega, rétt áður en ég fór að sofa, hvað ég var agalega þreytt. Og ég fann það jafnvel ennþá betur þegar ég vaknaði í morgun. Ég bara gaaaat ekkki drifið mig á fætur, og þegar ég sit hérna núna, þá líður mér eins og ég sé gerð úr hafragrauti; öll svona limpuð og aumingjaleg.
En þetta er samt blendin tilfinning; því að þó að ég sé rosalega þreytt, þá er mesta yndi í geimi að finna það að maður hafi verið að taka á ! Sweet !
---
Helgin var góð, og góð var hún.
Ég hitti krakkana níðrí bæ á föstudagskvöldinu, og við skelltum ykkur inná nokkra staði. Sá fyrsti kallast Chokolate Fabrikken og er vægast sagt lélegur staður. Tónlistin var bara einhver bassataktur og allir þar inni litu út fyrir að vera á svakalegu sýrutrippi og dönsuðu eins og þeir væru með flatorma í rassinum !
En við Tanja vildum ekki yfirgefa svæðið, af því að hópurinn splundrast alltaf, og í þetta sinnið langaði okkur til að vera saman. Þannig að, við héldum þetta út.
Eftir einhverja 2 klst, þá fór fólk alltí einu að hverfa og þá ákváðum við að gera það líka. Við röltum um niðrí bæ og fórum á Den Hoje, sem að lokaði óvenju snemma. Á leiðinni heim, þá röltum við framhjá GazStation og sá staður var enn opinn. Ég hef stundum heyrt að hann sé góður, þannig að við kíktum þar inn þar til lokaði ( en það voru einhverjar 20 mínútur !!! ).
Þar fengum við lygilega gott tilboð frá sérstaklega óaðlaðandi manni, sem var svo gamall að hann hefur örugglega verið kominn á ellilífeyrinn !!!! Þegar að ég tilkynnti honum að ég væri lesbísk og tók utan um Tönju ( já já ! Gamalt trick.. sorrí sorrí... nota það enn ! ), þá bauðst hann bara til að taka okkur báðar..........!!!!! Muuuahhhh ! Óbjóður.
Jæja.. síðan s.s yfirgáfum við svæðið þegar það lokaði og ákváðum að halda bara heim, enda ekki mikið opið lengur.
Einhversstaðar þar á leiðinni, þá gengum við framhjá strákahóp. Einn þar, var svona soldið vel í glasi, og bauð okkur að koma heim með sér,- spurði hvort að við vildum ekki kynnast "vini" sínum ( og greip um miðsvæðið ! ).
Ég sagði nottla við hann, að maður tæki nú ekki svona tilboði, án þess að vita að hverju maður væri að ganga og hvernig "húsið" þarna sunnan væri byggt !!!
Þá barast fleygði gaurinn af sér buxunum og dró fram "vopnið". Ekki veit ég hvort að það var til þess eins að tæla okkur enn frekar,.. en ekki var það sérstaklega álitlegt, svo að við Tanja afþökkuðum pent, og héldum áfram okkar leið. ( Og gaurinn henti ólífunni aftur ofan í buxurnar !)
Svona er nú það, alltaf nóg að gerast í Árhúsum.
Núna veit ég að mamma fer að hafa áhyggjur af nauðgurum og alles. En ef að allir danskir nauðgarar eru vaxnir eins og þessi ákveðni strákur, þá þarf hún ekkert að stressa sig; það er nú ekki hægt að valda miklum skaða með slíkum grip !!!!
---
Á föstudeginum, þegar að ég var að gera mig klára fyrir átök næturinnar, þá var verið að sýna í sjónvarpinu einhverja stríðsmynd ( man ekki hvað hún hét ! ).
Ég fór þá alltíeinu að spá; af hverju keppast þjóðir alltaf við að drepa í svona styrjöldum? Hvað er málið með það ? Hvað sýnir það og segir um um þjóðirnar, hversu marga þeir geta drepið ? Af hverju ekki bara að keppa í langhlaupi ? Sú þjóð sem að á þann fulltrúa sem klárar fyrstur, ... fær að eiga ánna sem að barist var um, eða flytja landamærin um 3000 kílómetra austur, eða brenna klaustrin,.. eða what ever !
Bara svona fyrir ykkur, sem að hafið horn í síðu minni, þá skal ég segja ykkur nákvæmlega hvernig þið getið fært mér kvalafullan dauða á silfurfati: látið mig drepast úr þorsta !!!
Það held ég að hljóti að vera það allra versta sem að maður getur upplifað.
Uff Puff.. þetta er nú meira bullið.
Ég ætla að fara að klæða mig í spjarirnar og skella mér út í hlýjuna ( 13 stiga hiti í skugga og klukkan er 11 ). Ég þarf nefnilega að fara niðrí bæ að skipta hálsmeni sem ég fékk í afmælisgjöf, og versla aðeins inn fyrir matinn í kvöld.
Until we meet again.....