þriðjudagur, maí 16, 2006

24 dagar... 

Guuuuð! Það er fátt yndislegra en enskumælandi Indverji. Það hreinlega GETUR EKKI klikkað.
Við sátum fyrir framan tvo svoleiðis í rútunni á leið heim frá Holbæk. Það var snilldin ein. Ég er að segja ykkur það,- ég myndi aldrei nokkurn tímann geta tekið svona mann alvarlegan!

"Lúgg add de lannndsgeib... idd is dodally fladd.. jú gan sí oll óver dee pleis!"
("Look at the landscape, it is totally flat, you can see all over the place!")

Og talandi um furðufrík í rútunni, þá sat þar kona ein með tvö börn, og annað á brjósti. (Flott nafn á nýjan veitingastað, eins og TVEIR VINIR OG ANNAR Í FRÍI,....- TVÖ BÖRN OG ANNAÐ Á BRJÓSTI!!!)
Anywho,.. það er er ekki frásögum færandi, nema hvað að krakkinn var svo gamall að ég hélt ég myndi æla. Ef að barnið þitt hefur þroska í að fara út í sjoppu og panta kók og pulsu, þá er nok kominn tími á að sleppa brjóstinu!

Ok ok,- ég er kannski aðeins að ýkja,- og ég veit að móðurmjólkin er rosa holl og með öll réttu og bestu næringarefnin,- en ég get svo svariða: ég hélt ég myndi æla þegar konan.. trekk í trekk... þaggaði niður í dýrinu með því að troða júllunum upp í það !!!!


Jahérnahér...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?