miðvikudagur, maí 10, 2006

30 dagar... 

Æj æj!
Ég sit hérna uppi í rúmi og vinn að lokaverkefninu mínu, þegar ég heyri alltíeinu að það er eins og það sé bankað á gluggann. Ég sný mér við til að athuga hver er þar á ferð, og við mér blasir þá bosandi maður sem var að dusta mottuna sína. Ég brosi bara tilbaka og sný mér aftur við og held áfram að læra.

Það kom í ljós að þetta var fasteignasalinn okkar að koma með einhverja pappíra. Hann hafði reynt að hringja dyrabjöllunni en fattaði ekki hvernig hún virkaði. Tók þess vegna til þess örþrifaráðs að reyna að ná til okkar með öðrum hætti!
Karlgreyið hefur ekki vitað betur og hélt að hann væri búinn að ná sambandi þegar hann bankaði á gluggann hjá umhyggjusamri húsmóðurinni!!! Alltaf jafn kurteis hún Erna!

Breytir því svosum ekki að ég hefði aldrei farið til dyra þó svo að ég hefði fattað þetta. Það er nefnilega sjón að sjá mig akkúrat núna, og ég líkist einna helst stærsta Vals-fan sögunnar. Það er búið að vera svo GLIMMMMMRANDI veður í dag: 25 stig í skugga og lítill vindur. Svo að ég tók mig til og fór í smá göngutúr, fann mér bekk og sat þar í einn og hálfan tíma að lesa slúðurblöð.
Er þarafleiðandi hvít/rauð/hvít/rauð frá toppi og niður á tær!


Eníhú....ætla að setja smá hraðferð á þennan lærdóm,
tataa
Ernaa




This page is powered by Blogger. Isn't yours?