laugardagur, maí 06, 2006

34 dagar.... 

Jæja, þá erum við komin með íbúð í Holbæk!

Það er nefnilega þannig,- svona til að liðka upp á minnið ykkar,- að við erum s.s búin að kaupa raðhús í Holbæk (rétt fyrir utan Köben). Það hús er svona "andelsbolig" sem þýðir að við eigum hlut í húsinu en borgun samt áfram leigu í hverjum mánuði.
Þetta hús er glænýtt og það er verið að byggja það í þessum töluðu orðum. Áætlaður afhendingadagur var gefinn 1. nóv.... en ég trúi því nú þegar að ég sé það, og er þess vegna alveg búin að búa mig undir það að flytja ekki inn á réttum tíma! Það er ALLTAF þannig með svona ný hús!

Aaaannywhooo... af ýmsum ástæðum langaði okkur að flytja til Holbæk strax í sumar (m.a það að foreldrar hans búa þar og það er gott að hafa einhverja fjölskyldu nálægt þegar lilleBolla verður mætt/ur á svæðið, það er miklu styttra á flugvöllinn í tengslum við það þegar að mitt fólk kemur út til að heimsækja okkur, og svo er Martin svona í því að sækja um vinnu í Köben og það er náttúrulega erfitt að vera að vinna þar en búa í Aarhus, og taka lest 3 og hálfan tíma hvora leið á hverjum degi!!!!)

Neeeemmma hvað, að við skráðum okkur á einhvern svona biðlista fyrir leiguíbúðir í sumar, og síðan í gær var hringt í okkur og okkur formlega tilkynnt það að við erum komin með eina slíka, á besta stað, frá og með 15. júlí!! Jubbbiiiii!!!
Þannig að, að öllum líkindum munum við kveðja yndislega Aarhus þarna strax um miðjan júlí og skutlast yfir á Sjálandið, og búa þar í leiguíbúð þar til næsta haust(eða vetur) þegar húsið okkar verður reddí!

Og þar hafiði það! Bara smá uppdate on my existences!

---

Já, og svo eru ekki nema akkúrat 2 vikur í Eurovision! Jibbíkóla!
Verst bara að ég er orðin svo højgravid að ekki mun ég geta skellt mér í eitt stykki Eurovision-party, hvað þá fengið mér í glas!
Reyndar erum við að fara yfir í Holbæk þá helgina í fermingu,... veit nú ekki hvernig það mun enda, því að þessi ákveðna ferming er hjá móðursystur Martins og hún er þekkt fyrir svaðalegar veislur, svo að... að öllum líkindum fer þessi fermingarveisla fram með pompi og prakt; mikið dansað, mikið drukkið, mikil læti !!!!!!
Ég býst þess vegna við því að skutlast heim í hús foreldra Martins um leið og maturinn hefur verið innbyrgður,- og hanga þar ein og styðja Silvíu Nótt, meðan restin af genginu skemmtir sér! Dejligt !

En jæja.. ég held ég þurfi að taka mér smá blund. Það er helvíti ærgeligt því að það er svo fruntalega gott veður úti,- en aftur á móti eru plathríðir og samdrættir (plukveer) byrjað hjá mér á fullu, og mér skilst að það sé merki líkamans um að ég eigi að slappa af. Ég lofaði þess vegna Martini í gær að reyna að vera duglegri að leggja mig yfir daginn... og það loforð mun ég uppfylla hér og nú!

Turilú í bili
Erna (og lilleBolla)




This page is powered by Blogger. Isn't yours?