mánudagur, júlí 25, 2005

Æjj.. þið verið að afsaka, folks,- en ég hef hreinlega ekki verið sú iðnasta við að blogga. En það hefur heldur ekki verið mikið að gerast. Ég er alveg viss um það, að þeir fáu sem að kíktu á þessa síðu hér áður fyrr eru löngu hættir að koma inn, af því að ég er búin að vera svo ógó löt að skrifa.

Og ekki fer það batnandi næstu daga, því að á miðvikudaginn yfirgef ég Frónið og held á vit ævintýranna í Búlgaríu, þannig að þá verður jafnvel enn minna um skrif.
En eftir það, þá lofa ég að setja sama hraða á þetta bevíti og var hér á árum áður, og vera dugleg að segja ykkur frá amstri mínu í Århusborg.

---

Mikið svakalega er veðrið búið að vera yndislegt hérna í Reykjavík seinustu vikuna. Ég gerði lítið annað en að hanga úti á svölum og lesa bækur og blöð, drekka "leynidrykkinn" hennar Guðrúnar og ná mér í ágætis base-tan fyrir Búlgó. Svo var ég alveg skrattans dugleg að fara út að hlaupa, og fór frá mánudegi til föstudags í um klukkutíma hvern dag, reyndi að vera dugleg að borða ekki brauð, blótaði sjálfri mér fyrir þá ákvörðun á hverjum degi, og fagnaði svo með því að skella í mig vænni grænmetislangloku á föstudeginum.

Fórum að veiða í Hvammsvík á laugardaginn, og það var ógeðselga gaman. Mér finnst svo æðislegt að vera bara einhversstaðar úti í náttúrunni, með nesti, útilegudót og veiðistangir. Við veiddum 3 kvikindi, eftir mörg MÖRG útköst, og bara svona um klukkutíma áður en við ákváðum að skella okkur í bæinn aftur.
Ég dauðsé eftir því að hafa ekki farið einhvern tímann núna í sumarfríinu og bara tekið alveg HEILA helgi í að fara einhvert út á land og tjalda og vera að veiða bara 24/7. En ég verð víst að gera það bara næsta sumar,- þ.e.a.s ef að við ætlum að koma til Íslands þá.

Svo fór ég með Sigrúnu í gær á Ruby Tuesday, og það var SKÆÐI ! Er búin að gleyma hvað maturinn þar er vibba góður. Svo kíkti skutlan heim til mín eftir matinn og við sátum inni í eldhúsi og það kjaftaði á 0kkur hver tunga, munnur og gómur.

---

Allt er að verða reiðubúið fyrir ferðina, og við mæðgurnar tókum okkur til og byrjuðum að pakka niður í gær,.. baaaara svona til að vera tímanlega.

Þarf eiginlega að fara upp í banka og skipta íslenskum krónum yfir í evrur, og svo þurfum við að skipta evrunum yfir í búlgarskar levur á flugvellinum í Danmörku, því slík kvikindi eru víst ekki fáanleg á Klakanum !

Ohh well,.. er að fara að skella mér með Gunnos og vonandi Guðrúnos á hádegishlaðborð á Pízza Hut,
bið að heilsa þar til einhvern tímann um miðjan ágúst
veriði þæg, lömbin mín,...
Erna,- OUT !
þriðjudagur, júlí 19, 2005

Ég hef verið bænheyrð !!!! 

Já, Guði sé lof fyrir bænirnar !
Og Guði sé lof fyrir manninn sem hlustar á bænirnar !

Það er nefnilega þannig að vespustofninn er alveg að leysast upp,- og mér leiðist það sko EI !
Heyrði það einhvern tímann að á móti hverjum 11 búum sem fundust fyrir 2 árum þá finnst bara 1 núna !
Leiðinlegt !

En ég má ekki vera að þessari vitleysu, verð að fara út í sólbað.
Adios
Erna flugnabani
föstudagur, júlí 15, 2005

Biturð... ! 

Fólk sem að gefur ekki stefnuljós, ætti að vera sent beinustu leið inn í gasklefann !

Jámm, dauðalistinn minn lengist sífellt, og ofangreindir aðilar tróna ansi ofarlega á honum.

Biturleikinn er allrsáðandi hérna í Safamýrinni,- en látiði það ekki blekkja ykkur,.. ég er voðalega happy !


---

Núna eru ekki nema 12 dagar í Búlgó, og það er allt orðið rosa spennó. Ég held ég verði að fara að máta bikiníið mitt, .. er nefnilega ekkert alltof viss um að það passi lengur !
En eitt er víst; ég er í góðri æfingu í að liggja í leti og gera ekki neitt. Hvort sem að sá atburður mun eiga sér stað niðrá strönd eða uppi í rúmi - I can do it better than anyone at this point !

Ég er á fullu að biðja til Guðs almáttugs að gefa mér sól og hlýindi; enga rigningu og ofsa fá ský. Má alveg senda einstöku golu eða væga vindhviðu, en hitinn má EKKI fara niður fyrir 28 og "ekki-sólbaðsdagar" mega ekki vera fleiri en 2; einn á viku !

Ég er tíður gestur inni á stærstu fréttasíðunum og ber saman spárnar. Ég sé að seinustu daga hefur minna farið fyrir rigningunni, svo að það er bara vonandi að hún verði ALVEG hætt að láta sjá sig þegar að við mæðgur stígum inn í landið !

--

Já,.. alltaf er gaman að stressa sig útaf veðrinu,.. en maður verður nú að standa undir nafni; ég heiti ekki ClOUdia Snoopya fyrir ekki neitt.

Jæks !

En allavegana, ég er farin á klósettið,- þarf að losa úr henni
bið að heilsa
shizzzzlleeee in tha dizzzzllleeee
erna - out !
mánudagur, júlí 11, 2005

Látum ekki deigann síga.... 

.. né deigið bíða !

Jámms, var að baka gerbollur með henni móður minni í dag, og átti fjandans erfitt með að slíta mig frá deiginu ! Furðulegt ! Ég man þegar ég var yngri og var að baka laufabrauð með ömmu um jólin, þá gat ég hreinlega ekki hætt á smakkinu, og var ALLTAF komin með í magann áður en laufabrauðin voru steikt, svo mikið að ég hreinlega gat ekki smakkað á þeim tilbúnum !

Hér er nóg búið að vera að gerast,- og ekki !

Bauð gömlu vinkonum mínum í mat um helgina (nema Sigrúnu, sem komst ekki) og það heppnaðist svona.. ágætlega, fyrir utan nokkur hliðarskref: gerði ALLTOF mikinn mat, kæfði liðið með óheilbrigðilega vænni summu af reyk, setti reykskynjarann í gang, þurfti að hlaupa með arininn í höndunum út á svalir með mömmus, útbúin 2 ofnhönskum, eftir að hafa "kæft" eldinn í blautu, fórnuðu handklæði, ég eyðilagði kökuna (var eitthvað ekki alveg að þýða rétt úr dönsku yfir á íslensku, setti matarsóda í staðinn fyrir lyftiduft ! :S) og var svo eitthvað döpur og á stress-limminu um miðnætti, þar sem ég var ekki búin að klæða mig né græja mig, og varla byrjuð að hella í mig.
En allt reddaðist það að lokum ! Við tókum ágætis drykkjuleik inni í stofu, innvafðar í þykkan reykmökkinn, og fengu nokkur vel valin komment að fljóta ( ".. skakkur lókur og þvagfæraskurðdeild ! " ) og svo tókum við smá pakka á þetta allt saman þar sem að við deildum ókunnum persónulegum staðreyndum hver með annari, í von um að reyna að vinna upp lost time ! Allir önguðu af reyk og sva-hakalegum hvítlauk, en kannski einna helst Linda og vinkonur hennar sem sátu á spjallinu inni í herberginu hennar, vegna þess að kubburinn í arninum (sem enn var úti á svölum, 4-5 klst eftir að við mamma fleygðum honum þangað út, beint fyrir utan herbergið hennar ) vildi bara ekki hætta að gefa frá sér reyk, og allur barst hann beint inn til greyið Lindu, í föt hennar og hár!

Miðbæjarferðin var aðeins minni success, en ég býst við að ég sé orðin vön því síðan í Danmörkunni, þar sem hópurinn á það til að splittast upp.
En allt í allt verð ég nú að segja að ég er bara nokkuð ánægð með kvöldið. Takk fyrir það, stelpur mínar !

Og talandi um Danmörku, þá er spurning hvort maður þori aftur !? Í fyrsta lagi, þá er víst bara allt að brælast þar úr hita, las á síðunni hennar hörpu að það fór upp í 38,8° í Köben ! Sjæse !
Í öðru lagi, þá eru nottla allir að tala um að það verði bombað þar næst, þ.e.a.s í tengslum við hryðjuverkaárásir. Púff ! Ég vil ekki deyja !!!
Við Martin höfum nefnilega verið að tala um að flytja til Köben eftir ár, þegar að við erum bæði búin með námið okkar í Aarhus. En ég skal alveg viðurkenna það,- svona grínlaust,- að akkúrat núna langar mig það bara ekki neitt !

---

Næstu helgi verður OvaAcra-AcraBensa partý heima hjá Halldóru. Hvorki fróðir, ófróðir né hinir þar á milli, geta getið sér til um hvernig annað eins fer fram, en slík partý eiga það til að samanstanda aðallega af eðlisfræðilegum umræðum, Danna-upprifjun, Einars-skírskotunum og Svövu eftiröpun !

Allir koma með strokleður, því enginn vill dauður maður verða!

Já, en ég segi nú bara að vonandi verður stuð þar á bæ, góð mæting, enginn fer snemma heim og eintóm gleði !

---

Síðan eru ekki nema 16 dagar í brottför mína til Búlgaríu. Mér leiðist það ei !

Að öðrum óspurðum og heldur ómerkilegri fréttum; þá er hér þvottavel að vinda sinn seinasta snúning, og mér var falið það verkefni að hengja upp innihaldið.
Ég held ég skelli mér í það verkefni svona eins og snöggvast og hendi mér svo upp í rúm, enda ekki ennþá búin að ná að vinna upp þann svefn er tapaðist um helgina !

Bið ykkur lengi að lifa, lömbin mín
tata,...
miðvikudagur, júlí 06, 2005

" Á veiðum, ... uppi í heiðum,.... Mundu þá eftir íslenskum osti í sneiðum ! ! ! ! ! ! ! "

Svona hljómaði ostaauglýsingin sem hljómaði í útvarpinu áðan ! Með eindæmum hallærisleg og vel rímandi, - en því verður nú ekki neitað að hún meikar tótallý sens.
Ég meina, svo ég tali allavegana fyrir sjálfa mig, þá eru ostsneiðar allavegana það alfyrsta sem ég pakka niður þegar ég fer út á land að skjóta hreindýr !!!!!
þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jesús ! Það er ekki hægt hvað það er hrottaralega bjart hérna á Klakanum. Það er hreint óþolandi að sofa á næturna, því að manni líður bara eins og maður sé að leggja sig yfir hábjartan dag !

Annars er lítið að frétta af mér; allir í kringum mig eru að vinna eins og brjálæðingar, en ekki ég, því að það er enga vinnu að fá í 3 vikur !
Já,.. 3 vikur !! Eftir 22 daga mun ég leggja leið mína út á Keflavíkurflugvöll, fljúga rakleiðis til Köben og gista í eina nótt, og fljúga svo aftur til Búlgaríu,..nánar tiltekið Albena, þar sem ég, Linda siss og Mamma miss erum að fara að dvelja í 2 heilar vikur.
Ég er bara að vona að veðrið eigi eftir að leika við okkur, sé það nefnilega á veðurspám hérna á netinu að það er einhver leiðindarigning þarna í Búlgaríunni og löndunum þar í kring og á víst að vera næstu daga. Það er komið svona nett stress í mann útaf því, en annars veit Guð betur en að vera að mess with the weather, when Erna is around !

Allir eru í rokna stuði hérna í kringum mig, og það er eiginlega alveg ótrúlegt að sumarfríið mitt hérna á Íslandi sé að verða hálfnað. Pff.. óþolandi hvað tíminn flýgur !

Að öðru óspurðu, þá hef ég ekki rass að segja þessa stundina, og held ég láti þetta bara gott heita,
turilú...
laugardagur, júlí 02, 2005

Tsshhh,...

tsjélllinngin bara búin að reeedda þessu bili hérna á blogginu, crazzzyyyy in da brainhouse !

Takk fyrir, takk takk,
Erna blogg-bil-redder
Af hverju koma allar færslurnar hérna svona agalega neðarlega ???
Skil þetta ekki !

SKiptir kannski ekki öllu, því að ég er að fara að kaupa mér URL, þarf nefnilega að fara að henda saman öllum verkefnunum mínum síðan úr skólanum, og langar að setja inn smá blogg þar, eitthvað svona aðeins fallegra en þetta sem ég er með hérna !

Jæja, hvað um það !

Nammilandið kemur sterkt inn, 50 % off á laugardögum. Var ekki lengi að nýta mér það !
Við Martin þurftum nefnilega að hendast í Kringluna og skipta Playstation stýripinnanum sem hann fékk í afmælisgjöf í gær, kallinn atarna. Stukkum líka inn í Ríkið og keyptum okkur nokkra öllara, betra er að vera vel settur en illa eða ekki neitt !!!
(Spekin svoleiðis hellist yfir mann hérna á Klakanum)
Nema hvað,- að meðan ég var að rölta þarna í gegnum mollið, þá mundi ég s.s eftir sælgætisheiminum þarna í Hagkaup og meðan Martin bar 20 bjóra út í bíl, þá hljóp ég inn í Nammiland og raðaði ofan í pokann minn, nammi fyrir 400 kadddll !!!!
Var búin að gleyma yndis bombunum, kúlusúkki, möndlum, hvítu "karamellu"kúlunum,.. og fleiru og fleiru ! Jæks !

En Martin s.s átti afmæli í gær og er orðinn 25 ára. Þannig að í dag er hann nær því að vera þrítugur en tvítugur ! Úff ! Vissi ekki að ég væri týpan sem hrifist af eldri mönnum !!!

Heila gengið gaf honum Playstation í afmælisgjöf, og einhverja leiki, ... ekki kannski mín besta ákvörðun hingað til,.. en það verður víst bara að hafa það !

---

Gunna steik er komin til Ísalands. Hún er ekki fyrr lent en hún er farin að bera á sér brjóstin við unga drengi í miðbænum. Scheise... sviti í lófanum, maður !!!
Við kerlingarnar ætlum örugglega að kíkja niðrí bæ í kvöld, aðeins svona rannsaka lífið,.. ef eitthvað er,... þ.e.a.s ef að það eru ekki bara allir úti á landi ! Vona ekki ! Þannig að ef einhverjir eru í bænum, þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að drullast út á djammið í aften !

En jæja, ég ætla að fara að hella mér upp á kaffi og reyna að fela þennan nammipoka. Ef ég held áfram þessari slátrun á sælgætinu, þá hugsa að ég komist ekki út í kvöld, heldur sitji inn á klósetti með flóð út um allar gáttir; upp og niður !

Bið að heilsa ykkur, kæru félagar,...
Georg
( þið vitið.. eins og "Georg og félagar" )
This page is powered by Blogger. Isn't yours?