laugardagur, júlí 02, 2005

Af hverju koma allar færslurnar hérna svona agalega neðarlega ???
Skil þetta ekki !

SKiptir kannski ekki öllu, því að ég er að fara að kaupa mér URL, þarf nefnilega að fara að henda saman öllum verkefnunum mínum síðan úr skólanum, og langar að setja inn smá blogg þar, eitthvað svona aðeins fallegra en þetta sem ég er með hérna !

Jæja, hvað um það !

Nammilandið kemur sterkt inn, 50 % off á laugardögum. Var ekki lengi að nýta mér það !
Við Martin þurftum nefnilega að hendast í Kringluna og skipta Playstation stýripinnanum sem hann fékk í afmælisgjöf í gær, kallinn atarna. Stukkum líka inn í Ríkið og keyptum okkur nokkra öllara, betra er að vera vel settur en illa eða ekki neitt !!!
(Spekin svoleiðis hellist yfir mann hérna á Klakanum)
Nema hvað,- að meðan ég var að rölta þarna í gegnum mollið, þá mundi ég s.s eftir sælgætisheiminum þarna í Hagkaup og meðan Martin bar 20 bjóra út í bíl, þá hljóp ég inn í Nammiland og raðaði ofan í pokann minn, nammi fyrir 400 kadddll !!!!
Var búin að gleyma yndis bombunum, kúlusúkki, möndlum, hvítu "karamellu"kúlunum,.. og fleiru og fleiru ! Jæks !

En Martin s.s átti afmæli í gær og er orðinn 25 ára. Þannig að í dag er hann nær því að vera þrítugur en tvítugur ! Úff ! Vissi ekki að ég væri týpan sem hrifist af eldri mönnum !!!

Heila gengið gaf honum Playstation í afmælisgjöf, og einhverja leiki, ... ekki kannski mín besta ákvörðun hingað til,.. en það verður víst bara að hafa það !

---

Gunna steik er komin til Ísalands. Hún er ekki fyrr lent en hún er farin að bera á sér brjóstin við unga drengi í miðbænum. Scheise... sviti í lófanum, maður !!!
Við kerlingarnar ætlum örugglega að kíkja niðrí bæ í kvöld, aðeins svona rannsaka lífið,.. ef eitthvað er,... þ.e.a.s ef að það eru ekki bara allir úti á landi ! Vona ekki ! Þannig að ef einhverjir eru í bænum, þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að drullast út á djammið í aften !

En jæja, ég ætla að fara að hella mér upp á kaffi og reyna að fela þennan nammipoka. Ef ég held áfram þessari slátrun á sælgætinu, þá hugsa að ég komist ekki út í kvöld, heldur sitji inn á klósetti með flóð út um allar gáttir; upp og niður !

Bið að heilsa ykkur, kæru félagar,...
Georg
( þið vitið.. eins og "Georg og félagar" )




This page is powered by Blogger. Isn't yours?