mánudagur, júlí 11, 2005

Látum ekki deigann síga.... 

.. né deigið bíða !

Jámms, var að baka gerbollur með henni móður minni í dag, og átti fjandans erfitt með að slíta mig frá deiginu ! Furðulegt ! Ég man þegar ég var yngri og var að baka laufabrauð með ömmu um jólin, þá gat ég hreinlega ekki hætt á smakkinu, og var ALLTAF komin með í magann áður en laufabrauðin voru steikt, svo mikið að ég hreinlega gat ekki smakkað á þeim tilbúnum !

Hér er nóg búið að vera að gerast,- og ekki !

Bauð gömlu vinkonum mínum í mat um helgina (nema Sigrúnu, sem komst ekki) og það heppnaðist svona.. ágætlega, fyrir utan nokkur hliðarskref: gerði ALLTOF mikinn mat, kæfði liðið með óheilbrigðilega vænni summu af reyk, setti reykskynjarann í gang, þurfti að hlaupa með arininn í höndunum út á svalir með mömmus, útbúin 2 ofnhönskum, eftir að hafa "kæft" eldinn í blautu, fórnuðu handklæði, ég eyðilagði kökuna (var eitthvað ekki alveg að þýða rétt úr dönsku yfir á íslensku, setti matarsóda í staðinn fyrir lyftiduft ! :S) og var svo eitthvað döpur og á stress-limminu um miðnætti, þar sem ég var ekki búin að klæða mig né græja mig, og varla byrjuð að hella í mig.
En allt reddaðist það að lokum ! Við tókum ágætis drykkjuleik inni í stofu, innvafðar í þykkan reykmökkinn, og fengu nokkur vel valin komment að fljóta ( ".. skakkur lókur og þvagfæraskurðdeild ! " ) og svo tókum við smá pakka á þetta allt saman þar sem að við deildum ókunnum persónulegum staðreyndum hver með annari, í von um að reyna að vinna upp lost time ! Allir önguðu af reyk og sva-hakalegum hvítlauk, en kannski einna helst Linda og vinkonur hennar sem sátu á spjallinu inni í herberginu hennar, vegna þess að kubburinn í arninum (sem enn var úti á svölum, 4-5 klst eftir að við mamma fleygðum honum þangað út, beint fyrir utan herbergið hennar ) vildi bara ekki hætta að gefa frá sér reyk, og allur barst hann beint inn til greyið Lindu, í föt hennar og hár!

Miðbæjarferðin var aðeins minni success, en ég býst við að ég sé orðin vön því síðan í Danmörkunni, þar sem hópurinn á það til að splittast upp.
En allt í allt verð ég nú að segja að ég er bara nokkuð ánægð með kvöldið. Takk fyrir það, stelpur mínar !

Og talandi um Danmörku, þá er spurning hvort maður þori aftur !? Í fyrsta lagi, þá er víst bara allt að brælast þar úr hita, las á síðunni hennar hörpu að það fór upp í 38,8° í Köben ! Sjæse !
Í öðru lagi, þá eru nottla allir að tala um að það verði bombað þar næst, þ.e.a.s í tengslum við hryðjuverkaárásir. Púff ! Ég vil ekki deyja !!!
Við Martin höfum nefnilega verið að tala um að flytja til Köben eftir ár, þegar að við erum bæði búin með námið okkar í Aarhus. En ég skal alveg viðurkenna það,- svona grínlaust,- að akkúrat núna langar mig það bara ekki neitt !

---

Næstu helgi verður OvaAcra-AcraBensa partý heima hjá Halldóru. Hvorki fróðir, ófróðir né hinir þar á milli, geta getið sér til um hvernig annað eins fer fram, en slík partý eiga það til að samanstanda aðallega af eðlisfræðilegum umræðum, Danna-upprifjun, Einars-skírskotunum og Svövu eftiröpun !

Allir koma með strokleður, því enginn vill dauður maður verða!

Já, en ég segi nú bara að vonandi verður stuð þar á bæ, góð mæting, enginn fer snemma heim og eintóm gleði !

---

Síðan eru ekki nema 16 dagar í brottför mína til Búlgaríu. Mér leiðist það ei !

Að öðrum óspurðum og heldur ómerkilegri fréttum; þá er hér þvottavel að vinda sinn seinasta snúning, og mér var falið það verkefni að hengja upp innihaldið.
Ég held ég skelli mér í það verkefni svona eins og snöggvast og hendi mér svo upp í rúm, enda ekki ennþá búin að ná að vinna upp þann svefn er tapaðist um helgina !

Bið ykkur lengi að lifa, lömbin mín
tata,...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?