fimmtudagur, júní 01, 2006

Fyrir áhugasama, þá kemur hérna smá fæðingasaga:

Það byrjaði allt á miðvikudagskvöldi, þar sem að mér fannst ég fá aðeins fleiri fyrir-hríðir en venjulega. Ég sat hérna inni í stofu, til klukkan 2 um nóttina, að vinna í lokaverkefninu mínu.
Síðan fer ég upp í rúm og sofna.. en vakna svo strax 4.30 með svakalega verki. Ég hélt ég væri bara að ímynda mér þetta,- að mig hafi verið að dreyma að ég væri með verki, því að ég var ennþá 16 dögum frá settum degi.
Nema hvað, að ég ákvað að bíða aðeins og athuga hvort þetta liði hjá. Tók svo tímann á milli verkjanna.. og þá kom í ljós að þeir með 5-6 mínútna millibili. Mér var sagt að þegar þetta yrði tíminn á milli hríða, þá ætti maður að skella sér upp á sjúkrahús.. en ég ákvað að bíða aðeins lengur.. því ég átti svo erfitt með að trúa að það væri komið að þessu,.. hélt í alvörunni að ég væri bara hálfvakandi og enn að dreyma.
Martin, sem er byrjaður að þrífa glugga, var enn steinsofandi.. enda ákvað ég að vekja hann ekki. Í tengslum við gluggaþvottinn hefur hann verið að vakna milli klukkan 5 og 5.30 allar nætur.. og ég hugsaði með mér að ég ætlaði bara að bíða þar til að vekjaraklukkan hans myndi hringja og þá myndi ég tilkynna honum fréttirnar.

Svo leið og beið, og klukkan 5.30 hringir skrattatólið hans. Hann slekkur á því og ég segi við hann:
"Martin! Það er eitthvað að.. ég held að fæðingin sé komin í gang, við verðum að hringja upp á sjúkrahús!"
Stráksgreyið alveg tekur andköf og lítur á mig með stórum augum: "Í ALVÖRU ??????" ...... snýr sér svo yfir á hina hliðina og heldur áfram að sofa!!!!!!!!!!!!

Ég vissi nú ekki hvað ég átti að halda,- og beið eftir að hann snéri sér aftur við og segð: "neiii djóóóók!" - en það gerðist ekki! Drengurinn gjörsamlega rotaðist aftur.. og kjéllan hans komin með hríðir!!!!!
Nema hvað, að 5 mínútum seinna, þá byrjar klukku-kvikindið að hringja aftur, og Martin vaknar til að slökkva á því. Þegar ég svo endurtek fyrri tilkynningu, þá getiði sko trúað því að drengurinn vaknaði,- góða stressið sem hann fékk: hann alveg hreint stökk á fætur og náði í símann og byrjaði að taka tímann og hringja upp á spítala og ég veit ekki hvað og hvað!

Jæja.. anywho! Mínar hríðir stóðu, á þessum tímapunkti, ekki yfir nema í 20 sek, og konan á spítalanum sagði mér að ég þyrfti ekki að mæta uppeftir fyrr en þær stæðu yfir í mínútu.
Allt varð þetta verra og verra,- ég prófaði að fara í heita sturtu til að lina sársaukann,.. það virkaði skammt!
Barðist svo við að blása á mér hárið, því að ekki gat ég mætt upp á spítala með það allt út í loftið! Gafst upp á endanum og prísaði mig sæla að hafa rakað mig undir höndunum kvöldið áður!!!

Rúmlega 7 hringir Martin á taxa og við erum svo mætt upp á spítalann um 7.30. Þar kom í ljós að ég var komin með 4 í útvíkkun og allt leit vel út, svo að það var ekkert annað eftir en að bíða.
Bölvans hríða-helvítin urðu verri og verri, og yndislegt nok, þá fékk ég alltaf svo mikla ógleði í hvert sinn sem þær létu sjá sig.. svo að Martin bara stóð með hvern ælupokann á fætur öðrum meðan ég kepptist við að fylla þá!
Um 9.30 fékk ég nálastungur í magann og fór í heitt bað til að prófa að deyfa kvalirnar,.. það virkaði nú alveg ágætlega... í svona 40 mínútur. Þá fór mér að líða illa í vatninu og vildi uppúr, og strax versnaði það aftur.. bölvans bölvans!

Í kringum 12 leið mér svo hryllilega illa, að ég get sagt það án þess að blikka augum að ég hef ALDREI upplifað annan eins sársauka og vanlíðan. Ljósan reyndi nálastundur á hendur og fætur til að minnka ógleðina, en ekkert virkaði. Loksins tilkynnti ég svo ljósunni að ég vildi fá mænudeyfingu, og hún fór í það að gera allt klárt og kallaði svo á svæfingalækninn.
My Lord,- þvílíkur munur!!!!
Það tók reyndar einhverjar 15 mínútur að virka,.. en það var líka ALLT ANNAÐ LÍF!
Ég fann ennþá smá fyrir hríðunum, en það er varla að tala um það.

Um klukkan 2 var ég komin með 7 í útvíkkun og allt leit vel út. Það gerist reyndar oft þegar maður fær mænudeyfingu að hún hægir á ferlinu,... svo að ég var undirbúin undir það. En ég sagði líka að mér væri alveg sama þótt þetta tæki lengri tíma, BARA ef ég myndi sleppa við hríðafjandann!
Í fyrstu virtist deyfingin ekki hafa áhrif á ganga mála, og útvíkkunin hélt áfram á réttu róli.
Rúmlega 5, þá var útvíkkunin komin í 9.... og síðan stoppaði hún!

Það endaði með því að ég fékk dropa til að koma hríðunum af stað klukkan 18 og svo 18.22 var daman mætt á svæðið!
Hún var ekki víkingurinn sem allir héldu að hún yrði, og mældist aðeins 3130 gr (12,5 mörk) og 48 cm.

Allt gengur vel og hún er vær og góð. Sefur mikið og borðar vel.
Var að vakna núna og kallar a brjóst.
Hef sett inn örfáar nýjar myndir - neðsta albúm!

Verð að skjótast,
cheers!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?