miðvikudagur, júní 28, 2006

Við fjölskyldan skelltum okkur niðrí bæ um helgina, bara svona rétt til að fá ferskt loft og að njóta mannlífsins.
Þegar ég fékk svo fimmhundruðasta hnerrkastið mitt þann daginn, þá ákváðum við að drífa okkur inn í Matas (sem er eins og Lyfja) og kaupa svona alhliða ofnæmislyf.
Við s.s rúllum þarna inn; ég, Martin og Isabella í barnavagninum. Við biðjum um lyfið og afgreiðslustelpan labbar að læstum skáp og tekur út pakkann. Svo lítur hún á mig og segir: "En ég veit ekki hvernig það er... hvort það má taka þetta lyf ef að maður er ófrískur!!!!"

Ó BOJ! Það er ekki gott fyrir litlu mig, sem er með KONSTANT komplexa yfir óléttuaukakílóunum, að fá álíka komment!
Ég gældi við þá tilhugsun að svara: "Altså, jeg er ikke gravid,- min kære..!" en ég vissi ekki hvort það yrði óþægilegra fyrir hana eða mig, svo ég hreinlega sleppti því og greip um magann: Ekki til að gæla við ófætt barn mitt, heldur til að athuga hvort að vömbin stæði virkilega svona mikið út!!!
Martin vill reyndar meina að hún hafi litið á barnavagninn þegar hún sagði þetta og hafi verið að tala um þegar maður er með barn á brjósti,.. sem getur svosum vel verið, en það breytir því samt ekki að hún notaði orðið "GRAVID".

Í dag hef ég svelt mig!

---

Annars er skemmtilegt að sjá litla dýrið núna. Barnahárið er byrjað að hrynja af henni, eins og gerist víst svo oft með svona kríli. En í hennar tilviki hefur það ekki verið að fara af hinum algengasta stað: aftan á hnakkanum vegna núningsins þegar hún liggur, eins og kannski myndi meika mest sens. Í hennar tilviki, þá er bara búið að myndast kollvik dauðans, og hárið frá enni og aftur fyrir er gjörsamlega horfið eins og flugbraut,.... en restin er alveg bara working it og situr enn pikkfast! Það er meira að segja svo mikið af hári aftan á, að ég hugsa að ég geti sett í hana svona mini-tígó!
Eftir mikla íhugun og vangaveltur yfir því hvern hún minnir mig á, þá hef ég loksins áttað mig á því: Hún er NÁKVÆMLEGA eins og Dr. Phil.


Já, það er nú gott að maður er svona fullkominn sjálfur að maður getur sett út á aðra, og sérstaklega nýfætt barn sitt!

Og svo mörg voru þau orð
Bið að heilsa ykkur í bili
Tataaa




This page is powered by Blogger. Isn't yours?