mánudagur, júní 26, 2006

Og þá hefur dimmt yfir Aarhus.
Ástæðan er sú að nú eru foreldrar mínir eru farnir aftur heim til Ísalandsins, eftir annars fruntalega æðislega heimsókn.
En ljósi punkturinn í því er nú samt að samkvæmt planinu þá mun ég hitta þau aftur eftir nákvæmlega mánuð, og leiðist mér það ei!

Af okkur er allt gott að frétta. Isabella er orðin svo feit að við Martin erum að íhuga að breyta nafninu: IsabOlla. Það birtist alveg hver undirhakan á fætur annarri, og við höfum ekki við að telja þær allar saman!
Annars er hún bara alveg yndislega yndisleg, og allt gengur eins og í sögu.

Síðan eru ekki nema 19 dagar þar til að við yfirgefum Jótlandið fyrir fullt og allt og setjumst að í Holbæk. Það eru nú blendnar tilfinningar í kringum það, og ég verð að viðurkenna að mér finnst það afskaplega sorglegt, því mér líður svo fruntalega vel hérna.
Í framhaldi af því, þá þurfum við að fara að byrja að pakka. Oh Lord,... það þykir mér svo leiðinlegt og ég hreinlega nenni ekki að standa í því.
En þannig er nú það!


Mikið afskaplega var þetta leiðinleg færsla hjá mér,
ég biðst afsökunar á því, en það er svöng dama inni í svefnherbergi sem að kallar ákaft á mig, og ég verð þess vegna að keep it short

bið að heilsa í bili, litli lömb
amen og turilú
p.s nýjar myndir hér til hliðar í "Isabella - fyrstu vikurnar"




This page is powered by Blogger. Isn't yours?