miðvikudagur, júní 14, 2006

Call me designer....MULTIMEDIADESIGNER!!!

Já, þið heyrðuð rétt! Haldiði ekki bara að daman hafi rúllað upp þessu lokaverkefni með danska 10 (íslensk 9) og er þess vegna formlega orðin margmiðlunarhönnuður!

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja ykkur hvað ég var stressuð í gærkvöldi og í morgun. Einhvern veginn vannst ekki tími til að gera allt eins og ég vildi, því sumir litlir vildu endalaust láta halda á sér, hvort sem hún var að borða eða ekki.
En sem sagt, allt fór þetta vel.. ég get ekki kvartað.. og á föstudaginn verður formleg útskrift. Þannig að núna get ég s.s hætt að stressa mig yfir þessu blessaða lokaverkefni og einbeitt mér að því að vera mamma og notið þess að eiga quality time með dóttur minni!
Jeeeeeeeeeeeeeha!!!

Næsti stóri hlutur sem mun eiga sér stað er að sjálfsögðu heimsókn mutti og putti, en þau mæta á svæðið eiginlega bara strax eftir útskriftina. Mikið rosalega hlakka ég til að hitta þau,.. enda komið hálft ár síðan að ég sá þau seinast!

Annars hef ég lítið að segja akkúrat núna,
langaði bara rétt að láta að vita að ég er enn á lífi og að ég mun vonandi geta haldið meiri lífi í þessari síðu núna frá og með deginum í dag.

Myndir frá viku 3
Bið að heilsa í bili
Erna a.k.a DA DESIGNAHH




This page is powered by Blogger. Isn't yours?