föstudagur, júní 03, 2005

MMmm, er með dýrindis kókosköku í ofninum, kaffið á könnunni og kremið að malla í potti. Martin situr inni í herbergi og bíður eftir að allt verði klárt, og svo ætlum við að henda einni góðri mynd í tækið. Dejligt !

Verkefnið skotgengur og ég er rosa glöð. Á þess vegna alveg skilið að slappa aðeins af um helgina. Býst samt ekki við að ég fari í ALGERA afslöppun, því að við eigum aðeins eftir rúma viku, og mér finnst eiginlega synd að eyða 2 dögum í ekki neitt.

---

Vorum að koma neðan úr bæ. Það er einhver hátíð í gangi, svona eiginlega eins og 17. júní; allar búðir opnar til miðnættis, fullt af tilboðum, bjórsölubásar hér og þar, allt morandi af fólki og að sjálfsögðu.. HELLIRIGNING !!!
Já, s.s NÁKVÆMLEGA eins og 17. júní á Íslandi !

Við tókum bara stutt labb. Það er alveg óþolandi að labba um þegar það er svona mikið af fólki, og sérstaklega þegar að það rignir og allir labba um með stórhætturlegar regnhlífar í augnahæð !

---

Er búin að upplifa ansi "merkilega" atburði, í mínu annars rútínu/leiðinlega lífi, þessa dagana ! Í fyrradag mætti ég í hvítum buxum í skólann, svona til þess að heiðra sumarið. Góður var dagurinn, mikið var lært og afrekað og allir sáttir og glaðir.
Síðan stendur mín upp, og ætlar að henda ruslinu sínu í rulsið, á leiðinni út og heim. Held hendinni svona fyrir ofan ruslatunnuna og sleppi skrallinu,.. hitti ekki betur en svo en að kaffibollinn minn lenti á kantinum á tunnunni og öll restin yfir mig.. og HVÍTU BUXURNAR !!!!!
Þeir sem þekkja mig, vita að ég fer nottla ekki svona út á meðal manna, í strætó í 20 mín og labba heim í 10 mín. Þannig að.. desperate, hringdi ég í martin og bað hann vinsamlegast um að koma upp í skóla með nýjar buxur !
Ekki var hann alveg að taka í það, þar sem að hann var að vinna í einhverju verkefni og nennti ómögulega að spilla klukkutíma í að fara fram og til baka.
Ég alveg brjáluð, hentist inn á klósettið í skólanum, skrúbbaði og skrúbbaði með sápubleyttu tissjúi og nuddaði eins og brjáluð manneskja. Bætti sko ALLS ekki betur, því að núna leit ég út fyrir að hafa migið á mig,.. alveg alla hægri skálmina !
Fór aftur inn í stofu, og faldi herlegheitin bak við töskuna mína, sem ég lét hanga þannig að hún næði að hylja stærsta og versta blettinn. Leyfði óbjóðnum að þorna og skellti mér svo í strætóinn heim,... á LIMMINU !!!!!

Í gær sá ég STÆRSTA MANN SEM ÉG HEF Á ÆVI MINN SÉÐ ! Hann var svo ÓGEÐSLEGA hávaxinn, að ef martin er rétt tæpur 190 cm, þá hefur þessi maður sko EKKI verið minni en 220.... örugglega nær 230.... eða jafnvel meira ! Og það besta var,.. að... hann var ekki svona langur og horaður, með independent lafandi-langa útlimi eins og margt svona ofurhávaxið fólk, heldur var drengurinn mjög kraftalega byggður ! Datt þess vegna í hug að þetta væri einhver körfuboltagæi, en þar sem að ég hef aldrei verið inni í því sporti, þá hefur það ekki og verður aldrei staðfest !

Í dag sá ég mest lesbíska par sem ég hef lengi séð ! Þær létu ekki vel að hvorri annari, leiddust ekki eða neitt sem gaf til kynna að þær væru samkynhneigðar,.. en ég skal HUNDUR HEITA ef að þær eru það ekki, því að sumt er nú bara skrifað á ennið á manni !

Já, það er nokkuð greinilegt að æsingurinn er í hávegum hafður hérna í landi bauna og bavíana, og fátt sem ekki gerist ! Og gerist það þó !

---

Núna er ég komin út í ruglið, kakan er tilbúin og ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi,... er svo lokkandiiiii, er svo lokkandiiii....

Tata og turilú,
tatalú.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?