föstudagur, júní 24, 2005

Jæja,.. félagar !

Langt er nú síðan ég bloggaði seinast, og kennir tveggja orsakna um (ef hægt er að segja svo):
1. ég hef verið horpussu busy, á hundrað og tíu að læra undir blessaða lokaprófið, sem átti að fara fram þann 22. júní 2005
2. internetið hjá mér hefur verið í bölvans fokki, tölvan slekkur á sér og restartar sér sjálf, bara þegar henni hentar, eilífir pop-up windows og auglýsingar og ég að verða brjáluð. Málið er nefnilega það að það er greinilega einhver vírus í tölvunni, það eru alltaf að koma einhverjar kynningar um það: "Warning ! We have detected a harmful spyware in your computer... " og Martin kallinn barðist við að leita að blessaða vírusnum, en ekkert gekk !

Síðan var víst einhver ógreiddur reikningur, símareikningur fyrir símann minn, sem að hvorugt okkar vissi af,.. og allt í einu er bara búið að loka fyrir helvítið, og ég vissi ekki í hvort fótinn ég átti að stíga ! Þaaaannig aaaað,... ég var s.s eins og einhver hellisbúi, með ekkert internet og engann síma, Martin á Íslandi og allt í volli !
En það reddaðist samt; ég borgaði reikninginn og sambandið var opnað aftur rúmri viku seinna, og svo fann ég smá leið til að svindla á vírusnum annað slagið !

Og núna er ég komin heim á klakann, og það er ótrúlega furðulegt að skrifa á venjulegt lyklaborð, þegar að maður er vanur lap-top !

---

Ég sá kött í dag, og það vantaði á hann eina löppina. Nokkuð ljóst að hann vissi í hvaða fót hann átti að stíga,...- hann hafði ekkert val, greyið !!!

---

Úff ! Það er kannski skemmst frá því að segja, leidís end jeinkúlmen, að við fórum í þetta blessaða munnlega próf þann 22. júní,.. núna á miðvikudeginum.
Svona til að gera langa sögu stutta, þá tókum við þetta í nefið, þétt á kantinum, útitekin á hliðarlínunni og rúlluðum þessu upp, .... fengum 11 !!!!!

Fyrir alla þá sem ekki vita, og reyndar líka þá sem vita, þá skal ég bara segja það, að þessi danska einkunn samsvarar íslenskri 10 !!!

Takk fyrir, amen !

Og núna langar mig að gæða mér á dýrindis DOMINOS sem ég er ekki búin að éta í meira en hálft ár !
Verði mér að góðu, og öllum ykkur hinum líka
ciaoooooo amigos...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?