miðvikudagur, júní 15, 2005

Ojjj...sá óbjóðins maríubjöllu um daginn.
Nú hugsa flestir: Hvurs vegna kallar daman litla maríubjöllu óbjóð, þær eru svo sætar og krúsaralegar !??!!??
Já ! Venjulega finnst mér það,.. en ekki þegar ég finn eina inni í eldúsinu mínu,.... labbandi um á salatskálinni minni ..... eftir að hafa verið nýbúin að dýfa hendinni ofan í og fá mér einn gúrkubita !!!!!!

Ojjjj.. fékk þvílíka klígju maður og var alveg komin að því að henda matnum sem var ofan í. Lét það eiga sig, og hrærði frekar vel öllu saman og leitaði að fleiri maríu-drullupussum.
Veiddi hina með skeið og hljóp með hana að glugganum og henti henni út.
Fleygði svo skeiðinni í uppþvottavélina og barðist við að æla ekki !

Nokkuð ljóst að ég gæti ALDREI farið í Fear Factor að éta svínatungu og megalirfur,.. !!!

---

Er að fara í strand-grill-17.júní partý á föstudaginn. Það verður nú eitthvaaaaððð skondið, held ég, ef að ég þekki þennan bekk rétt ! ! ! :S
Niihhh.. best að vera jákvæður. Það er þó allavegana búið að sá ágætis veðri !

Nokkrir strákar í bekknum eru búnir að "kanna" ströndina hérna í Árhúsum, finna heppilegt svæði, taka það frá ( eða þannig.. ) og eru svo að fara á morgun að versla fyrir heila klabbið.
Nánari útlistun á þessum degi er ekki komin í hendurnar á mér, býst við að hún sé ekki tilbúin, en eg vona bara að þetta heppnist ágætlega.

Verst bara að ég veit ekki hverju ég á að vera í !? Hvernig klæðir maður sig fyrir seinniparts-strandapartý ? Ekki gengur að vera í háum hælum, maður sekkur ! Ekki gengur að vera í opnum sandölum, maður drepst úr sandapirringu !Slæmt er að vera í pilsi, af sömu ástæðum ! Illa gengur að vera í ljósum fötum, maður gæti fengið hættulega mixtúru af sjávarvatni og dökkum sandi ! ......

Æjjj mig auma ! Hverju á ég að vera í !? Uppástungur !? anyone ?!?!?

---

Jæja jæja !

Þá erum við búin að skila inn verkefninu og ekkert nema gleði varðandi það ! Náðum meira að segja að prenta út og klára allt sólarhring áður en skilafrestur rann út ! Og enn meiri gleði varðandi það !

Núna tekur bara við ein vika af bókalestri,- undirbúningur fyrir munnlega prófið.
Mitt próf er á miðvikudaginn í næstu viku, klukkan 13. Gaman að því !
Smá stress í gangi fyrir það, enda myndi ég miklu frekar vilja fara í skriflegt próf,...
en svona er nú það !

En, allavegana...hérna er linkur yfir á verkefnið okkar:
( langar að benda á það að aðalatriðið í þessu verkefni var Flash-ið. Heimasíðan er algjörlega ókláruð og átti bara að vera svona til að fylgja með conceptinu. Æjj.. þetta er allt voðalega flókið og leiðinlegt,.. en allavegana.. aðal productið var flashið !!!)

http://graf-users.edu.ats.dk/dhomoha/examproject.htm

Verði ykkur að því !

Og kæru félagar,.. núna ætla ég að halda áfram að lesa.klukkan er að ganga 1 um nótt og ég er svona við það að sofna.
En það þýðir ekkert væl, harkan 6 á þetta,... jibbítsjóla !

Biden zu heilsen í bilen,
ciaoooo amigos....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?