laugardagur, júní 11, 2005

Díses kræst, maður !

Ég hef sjaldan, eða aldrei, verið jafn andlega þreytt eftir skólatörn.
Hef, í seinustu vikur, eytt að meðaltali um 14 tímum á dag í að læra; var mætt upp í skóla klukkan 9 og var stundum til 21, kom heim og skúraði, kom heim og borðaði, lærði meira og fór að sofa ! Scheise !
Enda sést það kannski vel á blogginu að ekki hefur gefist tími til þess að henda inni einni einustu færslu.

Annríkið sést samt hvergi jafn vel og á þessari blessuðu íbúð minni; hún er hreinlega í rúst, uppþvottavélin hýsir ennþá meira en viku gömul óhrein ílát, hreinn þvottur sem varð þurr fyrir seinustu helgi liggur ennþá þurr, en óbrotinn á rúminu mínu ( og á næturna er honum hent á stóla eða teppi á gólfinu ).

Mér er það samt sannur heiður að tilkynna ykkur það, landsmenn góðir, að verkefninu er hér með lokið. Það eina sem er eftir er að mæta í skólann á þriðjudag, prenta út ritgerðina, uploada vefsíðunni og verkefni, og skila inn á skrifstofu !
HAAAAAAAAAAAAAAAALELÚJA !!!!!!
Linkur yfir á afraksturinn verður settur inn við tækifæri,.. bíðiði bara !

Mitt í öllu brjálæðinu átti elskuleg elskuleg ELSKULEG móðir mín afmæli:
TIL HAMINGJU ELSKU BESTA MAMMA Í HEIMI OG GEIMI!

Síðan er Martin farin til Ísalandsins, fór fyrst til Holbæk til foreldra sinna í gær, og flýgur svo yfir á Klakann annað kvöld.
Ég læt svo ekki sjá mig fyrr en þann 23.,.. eftir tæpar 2 vikur ! Magnað !

En ég læt þetta duga í dag,.. er búin á limminu og þarf að fara að sofa úr mér alla bölvans þreytuna.

Vi ses om 12 dage,
indtil,...
hej hej





This page is powered by Blogger. Isn't yours?