þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jibbííííkóóóólaaa !

Jámms, núna er hún Guðrún bestaskinn hjá mér í heimsókn, gaman gaman ! Ég vil ekki að hún fari :( Ég vil að hún sé ALLTAF í heimsókn hjá mér !!!

Það var s.s þannig að við Martin tókum lest á laugardegi til Álaborgar og horfðum á Framstelpur keppa. Ekki kannski bestu leikirnir sem við höfum séð þær spila, en samt gaman að horfa.
Svo ætlaði Martin að gista eina nótt ( vegna þess að þjálfari, aðstoðarþjálfari og liðstjórinn eru allir gamlir vinir hans) og ég hafði ætlað að taka lestina aftur heim til Aarhus, - en það endaði með því að ég gisti líka, eftir afar sannfærandi sannfæringar frá Guðrúnu, Þóreyju og Guðrúnu Þóru, og eftir SÉRSTAKLEGA skemmtilega umbúið "gestarúm" á gólfinu !!!

Daginn eftir tókum við Martinói lestina aftur heim, og þar inni sá ég í fyrsta sinn hund með í för.... 2 kvikindi meira að segja !
Eigandinn annars settist við hliðina á okkur ( af því að við höfðum ekki keypt okkur svona "flott" sæti og sátum þess vegna svona eiginlega fyrir utan "venjulegu" sætin ) og mér varð hugsað til mömmu þegar hundshelvítið byrjaði að þefa af tánum mínum og nudda sér upp við mig, og stökk upp á martin og byrjaði að sleikja hann í framan!!!

Martin var greinilega vinsæll meðal hundanna, því að hinn ormurinn sem var með í för, var staddur hinum megin við hurðina sem að aðskildi okkar vagn frá næsta ( þ.e.a.s hann var staddur í tengivagni). Martin var rosalega hrifin af honum, fannst hann svo sætur og var alltaf að pikka í mig til að sýna mér að hundurinn væri með störu á hann :)
Neeeema hvað, að allt í einu potaði hann í mig og bendir mér á hundinn, alveg í þvílíku óðagoti ( eða ætti maður kannski að segja óðaPOTI !!! ),... og bendir mér á hundinn ! Nei nei, .... er ekki kvikindið bara orðið svona líka vel æst, að tilheyrandi millipartshlutur stendur bara beinustu leið út í loftið !!!!

Ég skil þetta eiginlega ekki alveg; Martin og hundurinn horfðust í augu - hundurinn fær pinnstífan,..... en mér er spurn: HVAÐ GERÐIST ÞAR Á MILLI !?!?!?

---

Ohh well ! Seinna sama dag kemur litla músa músin mín í heimsókn ! Við erum búnar að eiga alveg YNDISLEGA deeeejligar stundir ( "*plasthljóð* .. mmmmm... dejligt!"), ég er búin að vera dugleg að draga hana á góða matstaði og troða ofan í hana mat sem hún "vaaaarð að prófa", hún er búin að vera dugleg að strauja kortið, við erum búnar að vera duglegar að labba, hún hefur afrekað að sjá "siileence.. of thaa laaaambs", höfum verið eltar af sjálftalandi fyllibyttu á hjóli, urðum vitni af brjáluðum manni hlaupa upp brjálaða brekku, hún hefur keypt sér svitalyktasprey í matvörubúð ( at last !! ), ég keypti handa henni 6 nektarínur og hún hefur enga étið enn, hún hefur hellt yfir mig áhyggjum af ferðatöskunni sinni og yfirvigt.. og ég hef yfirvigtað þær áhyggjur og hent þeim út á sjó, hún hefur ALDREI sofið á svona góðri vindsæng og vill ekki fara aftur heim til Íslands, því að þessi vindsæng er miklu betri en rúmið hennar !!!

Njahhh, ekki alveg, en hún er alveg fruntalega mögnuð !

Ég trúi ekki að kjellan sé að fara heim eftir 2 daga. Það er svo grútfúlt, að það er meiri fýla af því en pokanum hennar Þóreyjar,- fýlupokanum !!!! :)

En jæja.. stúlkan er að drepast hérna á gólfinu, held ég verði að ljúka mér af
bið að heilsa að handan,
tataaaa
The big E and Master G
föstudagur, ágúst 26, 2005

Það er ekkert fyndnara, en hópur af kínverskum túristum !!!!

Ég sverða, uppúr hvaða holu skríða þau öll saman !!?!?

---

Ohh well,... leidís and jeinkúlmen, teik of jor hatts and húfs,...
málið er nefnilega það að mín vaknaði klukkan hálf sjö í morgun og fór út að hlaupa !

Já, takk fyrir takk,.. út að hlaupa ! Ekkert smá stolt af sjálfri sér og á örugglega eftir að gera þetta aftur.

---

Haldiði ekki bara að ég hafi séð elskulega vinkonu mína, Guðrúnu-bestavin, í gær.
Málið er nefnilega það, að framstelpurnar eru að fara að keppa í Álaborg, og þær tóku bílaleigubíl og keyra nú í gegnum Danmark eins og svaka snillar.
Þær komu við hérna í Aarhus í gær, og náðu í Magga vin hans Martins, en svo skemmtilega vill til að drengurinn er akkúrat þjálfarinn þeirra.

Þaaaannig aaaað, þær eru s.s að fara að keppa einhverja leiki núna á morgun, og við Martin ætlum að taka lest þangað uppeftir og hvetja gellurnar. Gaman gaman !
Síðan á laugardaginn, þá kemur Guðrún besta-skinn aftur til mín, og mun dvelja hjá mér fram á Fimmtudag ! Mikið rosalega hlakka ég til :)

Stuð, mega stuð !
Stuð að eilífu !

---

En þannig er nú það.
Ég er að spá í að reyna að vekja Martin, og annað hvort draga hann með mér í ræktina, eða draga hann með mér eitthvað að borða.
Nóg að gera niðrí bæ í kvöld, nefnilega Aarhus festuge að byrja !

Bið að heilsa í bili,
later,... suuuckers !!!!
þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég hef aðeins eitt að segja við íbúa Aarhus-borgar: "Deodorant!!!!!"

Já, hérna hefur verið soldill hiti seinustu dagana, um og yfir 20-25 gráður, sólin skín og lítill vindur.
Í framhaldi af því er svitalykt ALLSTAÐAR ! Ekki bara af fólki, heldur af hlutunum sem fólkið hefur snert, gengið framhjá, staðið við,.... !

---

Hér er allt komið á fullt hjá greyið greyið litlu Ernu ! Skólinn nottla byrjaður á 100, ég farin að leggja leið mína í ræktina aftur, yndislegu skúringarnar eru á sínum stað og svo er ég búin að vera að eyða mínum frítíma í að búa til heimasíðu handa Martini og bekkjarfélögum hans, í tengslum við fyrirtæki sem þeir eru búnir að stofna fyrir 3. annar verkefni í skólanum þeirra.

Það er bara stuð, en soldið stress, af því að þessi síða verður helst að vera tilbúin sem allra allra fyrst. Í gær sat ég t.d við tölvuna til klukkan 1.30 og þegar ég loksins lagðist upp í rúm, þá var ég svo upp-pumpuð að ég gat með engu móti sofnað, þrátt fyrir sva-hakalega þreytu !
Safe to say, að þrátt fyrir 3 kaffibolla í morgun, þá held ég að ég hafi aldrei komist almennilega til meðvitundar, og skóladagurinn í dag var nú nógu leiðinlegur fyrir ! :S

En jæja, ég ætla að fara að taka aðeins til í kotinu, áður en hann Magnús gaur, vinur hans Martins, kíkir í heimsókn eftir rúman klukkutíma.

Bið að heilsa, litlu rottuhalar
ciaooo
föstudagur, ágúst 19, 2005

Úff ! Furðuleg nótt að baki! Veit ekki einu sinni hvernig ég á að lýsa henni, en mig dreymdi eiginlega allan tímann að ég lægi vakandi uppi í rúmi, svona á leiiiiiðinni að fara á fætur! Þegar svo vekjaraklukkan mín hringdi, í alvöru, þá leið mér nákvæmlega þannig; eins og ég hafi ekki sofið í mínútu í alla nótt!

---

Jæja,.. nú er Spearsan bara alveg að fara að gjóta, og ekkert nema gott um það að segja ! Ég verð samt að fá að vera sammála Martini og minnast á það hvað það er óþolandi hvað fjölmiðlar eru að setja svona líka svakalega mikið út á hvað stelpan hefur bætt mikið á sig !
Ég meina, - nú hef ég ekki talist svo heppin að bera barn undir belti, en er það ekki vaninn að konur þyngist allavegana eitthvað á meðgöngu? Er það ekki bara óheilbrigt ef maður þyngist akkúrat ekki neitt?

Við Britney höfum nú aldrei verið neinar sérstakar vinkonur, en ég verð bara að segja að mér finnst svona gagnrýni af hálfu fjölmiðlanna alveg mönnum óbjóðandi !!!

---

Svo er þessi yndislega helgi framundan, og ekkert nema gott um það að segja.
Ég er aftur komin "seintaðsofa" pakkann, og er þessutan búin að vera svo ógeðslega busy að ég hef ekkert getað náð að leggja mig eftir skóla. (Greinilegt að maður er líka alveg að missa sig í sjálfsvorkunn,- "greyið Erna :( Það er svo mikið að gera hjá henni !!! " )

Æjj, maður ætti nú stundum að skammast sín. En það breytir því samt ekki að ég hlakka til að sofa út á morgun !

En jæja félagar,.. ég ætla að hendast inn á klósett og tappa af áður en ég hleyp út á strætóstöð
Bið ykkur öll vel að lifa,
until we meet again
Ernos Ramazotti
þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Leidís and jeinkúlmen,-....... I´m back !

Já kæru hálsar, nú mun ég láta bloggfríið gott heita og hefjast handa eins og aldrei áður við að skrá niður athæfi mitt !

Seinast þegar ég lét í mér heyra, þá var ég að yfirgefa Ísalandið og var á leiðinni yfir til Búlgaríunnar með mi madre y mi hermana. Við byrjuðum reyndar á því að fljúga til Kaupmannahafnar og þurftum að gista þar í eina nótt áður en við héldum í sólina. Hótelið sem við höfðum pantað hét Cab Inn, var frekar nýtt og ódýrt, og staðsett í miðbænum, um 20 mínútum frá Strikinu heilaga.
Ekki verður annað sagt um hótelherbergið okkar en að það hafi verið eitt af því allra allra minnsta sem við mæðgur höfðum séð á okkar lífsleið, og var um það bil ekki pláss fyrir neitt annað en eina koju, auka dýnu og ofurkramið klósett út í horni!!!
En það kom svosum ekki að sök, vegna þess að við ætluðum nú ekkert að setjast þarna að,- gistum s.s bara þarna í eina nótt, fengum okkur morgunmat á þessu líka fínasta morgunverðarhlaðborði, leigðum skápa niðri geymslu þar sem að við geymdum töskurnar okkar og röltum svo niður á verslunargötu.

Þar reyndi Erna að halda fast um budduna sína og láta ekki undan titrandi, æpandi kreditkortinu sem óskaði þess heitast að fá að komast í snertingu við skrilljón posa.
Þrátt fyrir að blóðþrýstingurinn hafi náð hættumörkum, hjartað hætt að slá í nokkur augnablik, fingurnir títt snert greiðslukortin og status sálargeðs míns hafi risið hærra en hjá Hannibal, - þá afrekaði ég það samt að kaupa ekki nema aðeins eitt pils ! ÚFF ! Það voru erfiðar stundir !

Ekki er sama hægt að segja um Lindu og mömmu; sú fyrrnefnda missti sig í hettupeysum og sú síðarnefnda er keypti svo mikið af sokkum að hún getur farið að fara að setja upp gamaldags brúðuleikhús samsett úr 5 ættliðum !!!!

Ohh well, áfram héldum við og um kvöldið tókum annað flug, og í þetta sinn í sólina til Búlgó!

Sú ferð var í heildina séð algjör SCCCHHHNNNILLLD!!!! Hver gullmolinn á fætur öðrum leit dagsins ljós, og byrjaði reyndar strax í flugvélinni á leið til Danmerkur. Ekki vorum við Linda ljóshærðari en það að við ákváðum að skrifa niður öll skemmtileg komment og uppákomur í litla stílabók. Það byrjaði vel, en svo að sjálfsögðu - eins og við var að búast - þá var maður ekki eins duglegur seinustu dagana.

Búlgaría er mjög flott land, svona það sem að við sáum af því.
Aftur á móti, þá vorum við á stað sem heitir Albena, sem lifir ALGJÖRLEGA af ferðamannaiðnaði. Sá staður, var svona eiginlega í alla staði eins og Costa Del Sol, og ef það hefði ekki verið nema fyrir tungumálið, þá hefði maður allt eins geta verið á Spáni.

Hitinn var fínn og veðrið var ágætt; EKKI FRÁBÆRT,- en ágætt!!!
Fyrstu dagana var soldið mikið heitt, örugglega rétt upp undir 40 gráður heiðskýrt og samasem enginn vindur. Síðan kom þarna einn dagur, þar sem að meira að segja ÉG þurfti að taka mér smá breik, (OG TAKIÐI NÚ VEL EFTIR:) og fara í skugga !!!!! Þann dag varð líka alskýjað klukkan um 4, og svo kom grenjandi hitaskúr og þrumur og eldingar.
Þannig að, fyrstu 10 dagana var frekar heitt, og ég myndi giska á (svona miðað við það sem að við heyrðum eftir að hafa spurst fyrir) að þá hafi hann verið á milli 35 og örugglega upp í 42-43 gráður þennan heitasta dag.
Seinustu dagana var hins vegar ekki eins heitt og fór að koma vindur og aðeins meiri ský. Við dömurnar tókum þessu svona misfagnandi, og ekki kannski erfitt að átta sig á því hver okkar það var sem vildi SKÝIN BURT !!!!!

Maturinn var ágætur,- eða bara svona eins og gengur og gerist í sólarlöndum. Ekki vorum við með mikla lyst þannig að við átum nú ekki mikið af stórum máltíðum (nema þegar mamma fékk heila 1/2 kjúkklinginn) en við fundum alveg hryllilega góðan samlokustað rétt fyrir neðan hótelið okkar (þar sem Sigga súra vann,- sem var allt í einu ekki eins súr og við héldum!), við átum mikið af grilluðu brauði með skinku og osti, og ekki má gleyma Norðurlandaveitingastaðnum og blessuðu bökuðu kartöflunni sem mamma sá í hyllingum á hverju kvöldi !!!! Það var reyndar alveg mega flottur staður, frekar stór með skikkanlega góðri live tónlist og starfsfólki sem dansaði uppi á sviði milli þess sem það þjónaði, GEÐVEIKT FLOTT og dugleg, allskonar dansar og MEGA breikarar !!!

Talandi um live tónlist, þá var það nú þannig fyrsta kvöldið okkar að við vorum að labba strandgötuna og leita okkur að veitingastað til að éta á. Löbbum við ekki framhjá einum, þar sem að það stendur kona fyrir framan hljómborð, í einhverjum ÆPANDI grænum bol og rauðum buxum (eða eitthvað álíka), að fíla sig í tætlur syngjandi "shalala" með Vengaboys og dillandi sér á alveg sérstaklega afkáralegan máta ( fyrir þá sem hafa séð Friends, þá var það soldið svona eins og þegar Mike var að segja Phoebe að hann spilaði á hljómborð og hún bað hann um að sýna sér. En það var ekkert hljómborð og hann gerði einhverja svona mega hallærislega hreyfingu út í bert loftið !!!)
Nema hvað, að til að toppa þetta allt, þá var veitingastaðurinn sama sem tómur,- en gellan var svo glöð fyrir framan hljómborðið sitt, með alla klukkuhljómana og hallærislegheitin að hún var að springa.
Bæði Linda og mamma sögðu í einu, að þessi gella væri sko NÁKVÆMLEGA eins og Leoncie, þannig að við ákváðum að kalla hana bara það !

Nei nei, haldiði ekki að á leiðinni heim á hótel, sama kvöld, þá löbbum við framhjá veitingastað hótelsins, og þar eru s.s BÆÐI kall og kona í svipuðum pakka. Þannig að við fórum að kalla þau Leon og Leoncie.

Nema hvað,- að á 98% allra veitingastaða í þessari blessuðu Búlgaríu má finna svona Leon-a og Leoncie-ur, working it með hljómborðin og hallærislögin,... og svona ofan á allt, þá eru flest þeirra bara frekar laglaus !!!!!


Aaaaaanyways, ferðin var s.s alveg frábær út í gegn og við svoleiðis gleymdum okkur í gleðinni. Það eina sem að við getum allar sett út á er lítið, svart og gegnir nafninu "Corny".
Corny er lítil tiger-bjalla sem er algeng í búlgaríu um þetta leiti, af því að hún býr á hveitiökrunum, en um mánaðamótin júlí/ágúst égar að uppskeran fer í gang, þá flýja þessar bjöllur frá ökrunum og leita svona líka agalega í ljósin. Þannig að það var allt morandi í þeim uppi á hóteli.

Bjallan sjálf er alls ekkert ógeðsleg, ekki nema svona 1 cm löng, ekkert slímug eða vibbaleg. En það sem að var að angra okkur meira en allt, var það að þær s.s geta flogið líka, og þær fljúga um eins og vitlausar kellingar. En svo allt í einu,- out of the blue - þá láta þær sig detta niður. Þannig að maður lá kannski uppi í rúmi, að lesa, og svo heyrist bara "blúbb" og maður finnur svona létta snertingu, og þá hefur einn Corny brotlent á handleggnum á manni.
Alveg hryllilega óþægilegt, af því að maður finnur alveg greinilega fyrir þessu (af því að þær eru með einhverja svona skel utan um sig, þannig að þær eru pínu harðar) og þegar maður er ekkert undirbúinn þá er þetta soldið creepy.

Jú jú, þannig að við mæðgur vorum ALVEG á limminu útaf þessum bjöllum. Tókum reyndar ekki eftir þeim fyrstu 2 næturnar ( af því að þær eru mest áberandi á kvöldin, þegar það er orðið dimmt og fólk fer að kveikja ljósin sem þær sækja svo í), en allt í einu á 3. kvöldi, þá fóru þær að taka upp á því að láta sig detta á okkur meðan við lágum í makindum okkar uppi í rúmi. Því fylgdu allskonar paranojur og þrátt fyrir að hafa límt dömubindi yfir einhverja rifu uppi í lofti, þá héldu þær áfram að koma inn og gista hjá okkur.Við vorum farnar að sofa með klósettpappír við hliðina á okkur, ef til kæmi að við vöknuðum við einhverja snertingu, og það kom oftast í hlut mömmu að drepa þær. Ég stútaðu nú stolt svona eins og 5 stykkjum, en mikið agalega var það ógeðslegt, því að þegar maður kramdi þær þá heyrðist brak þegar maður brauð skelina; maður fílaði sig svona soldið eins og þegar maður er að opna pistasíuhnetu !

Smám saman náðum við samt að venja okkur á helvítin og vorum við orðnar NOKKUÐ vanar um það leiti sem að við héldum heim aftur.

MOVE FERÐARINNAR: (á nokkurs efa)
Við mæðgurnar liggjum hver í sínu rúminu að kvöldi til, nýkomnar úr sturtu eftir sólbað og í gúddí fíling að spila og lesa og dunda okkur. Vegna hitans, þá vorum við allar bara á brókunum einum fata, með viftuna á hæsta og allir að kafna.
Mamma er eitthvað að bera krem á lappirnar á sér og ég mundi skyndilega að hún var alltaf að tala um það hvað hún væri rosalega liðug fyrir svona "gamla kellingu". Þannig að ég spyr; "Mamma! Varst þú ekki alltaf að tala um hvað þú værir ógeðslega liðug? "
Mamma tekur undir það, kveðst vera fyrrverandi fimleikadrottning, og liggur þarna á bakinu og fer að teygja lappirnar út og suður. "Ekkert kynferðislegt,- bara teygja!" segir hún.

Eftir nokkrar ákaflega skemmtilegar hreyfingar og mitt í einni teygjunni, þar sem mamma liggur með útglennt klofið og lappirnar alveg strekktar út, þá heyrist í Lindu, voða pent: "Uuuuhhh,..... mamma,..... !?!?! " og hún bendir eitthvað svona á lærið á múttu !
Ég teygi til hausinn og kíki á staðinn sem Linda var að benda á, og mamma æpir í svakalegri geðshræringu: "ER CORNY????????"

Nei nei, er þá ekki bara svona stærðarinnar bjalla í gúddí fíling að trítla á lærinu á henni, og stefnir rakleiðis á klofið á henni !!!!!
Svona til að gera langa sögu stutta, þá voru viðbrögðin hennar mömmu svo þvílík að ég get svarið fyrir það, - í fullri hreinskilni og ÁN þess að ýkja, þá held ég að ég hafi pissað smá á mig og verið hættulega nálægt því að missa andann og slíta magavöðvana mína meðan á öllu þessu stóð. Linda systir var ekkert skárri, krampakenndist úti í horni með tárin í augunum meðan mamma greyið stóð í paranojukasti úti á miðju gólfi, hristi sig alla, hoppaði og stappaði í von um að losa sig við kvikindið !!!!!!!!!!

Þetta er reyndar svona "You had to be there"- moment, og kannski ekki vitund fyndið fyrir ykkur sem lesið, en POTTÞÉTT eitt af topp 10 fyndnustu atvikum sem ég hef á ævi minni lent í !!!!! :)

Jæja,- ég hef nú svosum alveg endalausar sögur að segja úr þessu ferðalagi, en ég þarf víst að fara að læra. Svona er það að vera byrjaður í skóla,... maður hefur ekki eins mikinn frítíma og maður myndi vilja!

Ég veit ekki hvernig fer með myndir. Plássið mitt á myndasíðunni er búið og svo er Linda með meirihlutann af góðu myndunum á sinni myndavél. Ég sé til hvort að ég set eitthvað inn á netið, en þið verðið hreinlega að afsaka ef að ég geri það ekki.

Aaaaaannyhowwww,.. ég held ég biðji að heilsa í bili og lofa að vera dugleg að skrifa meira núna en ég gerði í sumar,
Blagodaria elskurnar mínar,- BLAGODARIA !!!!
cheers
This page is powered by Blogger. Isn't yours?