föstudagur, ágúst 19, 2005

Úff ! Furðuleg nótt að baki! Veit ekki einu sinni hvernig ég á að lýsa henni, en mig dreymdi eiginlega allan tímann að ég lægi vakandi uppi í rúmi, svona á leiiiiiðinni að fara á fætur! Þegar svo vekjaraklukkan mín hringdi, í alvöru, þá leið mér nákvæmlega þannig; eins og ég hafi ekki sofið í mínútu í alla nótt!

---

Jæja,.. nú er Spearsan bara alveg að fara að gjóta, og ekkert nema gott um það að segja ! Ég verð samt að fá að vera sammála Martini og minnast á það hvað það er óþolandi hvað fjölmiðlar eru að setja svona líka svakalega mikið út á hvað stelpan hefur bætt mikið á sig !
Ég meina, - nú hef ég ekki talist svo heppin að bera barn undir belti, en er það ekki vaninn að konur þyngist allavegana eitthvað á meðgöngu? Er það ekki bara óheilbrigt ef maður þyngist akkúrat ekki neitt?

Við Britney höfum nú aldrei verið neinar sérstakar vinkonur, en ég verð bara að segja að mér finnst svona gagnrýni af hálfu fjölmiðlanna alveg mönnum óbjóðandi !!!

---

Svo er þessi yndislega helgi framundan, og ekkert nema gott um það að segja.
Ég er aftur komin "seintaðsofa" pakkann, og er þessutan búin að vera svo ógeðslega busy að ég hef ekkert getað náð að leggja mig eftir skóla. (Greinilegt að maður er líka alveg að missa sig í sjálfsvorkunn,- "greyið Erna :( Það er svo mikið að gera hjá henni !!! " )

Æjj, maður ætti nú stundum að skammast sín. En það breytir því samt ekki að ég hlakka til að sofa út á morgun !

En jæja félagar,.. ég ætla að hendast inn á klósett og tappa af áður en ég hleyp út á strætóstöð
Bið ykkur öll vel að lifa,
until we meet again
Ernos Ramazotti




This page is powered by Blogger. Isn't yours?