fimmtudagur, september 08, 2005

Örvæntið ekki elskurnar mínar,... ég er komin aftur !

Já, bara komin vika síðan maður hripaði niður nokkur orð seinast !
Og það var þegar elskulega Guðrúnin mín yfirgaf svæðið. Þá var ég sko leið !!! :(

Seinna sama kvöld, fórum við Martin að skúra. Þá alltíeinu skall það á, og ég áttaði mig á því hvað ég sakna hennar í raun og veru,- svona almennt,- og ég grét svo mikið að ég var komin með ekka. Ein SÉRSTAKLEGA halló, með moppu í annarri, klósetthreinsi í hinni, rauð og bólgin augu, stíflaðar ennisholur, lekandi hor og bunandi tár !
Martin greyið spurði hvort ég vildi ekki bara fara heim, það gengi sko ekki að ég væri þarna skúrandi og grenjandi á sama tíma. Ég svaraði því, að ég vildi miklu frekar vera grenjandi í skúringum heldur en ein heima !!!

En já ! Flóðið bunaði í svona hálftíma,.. en að lokum náði ég að tappa fyrir og allt komst í sömu horfur !

---

Skólaskólinn byrjaður á fullu, og við komin í enn eitt verkefnið. En þaaað er bara spennandi. Líst líka vel á hópinn minn; er með Alberti bestaskinn, en drengurinn er BARA klassi. Svo er ég með Mads, en ég hef aldrei verið með honum í hóp, og það ætti að verða ágætt. Þriðji aðilinn (eða lofthænan eins og Albert svo SKEMMTILEGA kallaði hana !!! ) er kannski ekki sá sem ég hefði helst kosið sem þriðja aðila ( þ.e.a.s þegar kemur að verkefnavinnu) en þannig er nú það, og lítið við því að gera !!

---

Og talandi um verkefni, þá gleymdi ég líka alltaf að benda ykkur á þessa vefsíðu:

http://www.bolig-udlandet.dk

en þetta er síða sem að ég gerði fyrir Martiníó, útaf stóra verkefninu sem að hann er að gera núna í skólanum. Minnir að ég hafi verið búin að segja ykkur frá því verkefni, en ef ekki, þá getiði bara lesið um það á síðunni !

---

Man ekki eftir neinu fleiru merkilegu að segja, þessa stundina. Er að bíða eftir að Martin komi heim, svo að við getum farið að skúra.
Bið að heilsa í bili,
ciaoooo




This page is powered by Blogger. Isn't yours?