miðvikudagur, september 28, 2005

Jahá ! Lífið er nú bara svo íronískt, að sama dag og maður lofsamar það uppfyrir öll mörk, þá nær maður sér í eitt stykki góða flensu !

Er búin að vera heima seinustu 3 daga, með hita, hósta, hálsbólgu og hausverk, rúmliggjandi og sérstaklega sexý (eins og Phoebe þegar henni fannst hún svo flott með whiskýröddina sína !!!!)
Var svo slæm í hóstanum í gærkvöldi, að ég tók sængina mína og koddann og drattaðist inn í stofu til að Martin greyið gæti fengið smá svefn. Reyndi óspart að sofna en var næstum köfnuð í hálsaslími og munnvatni, gafst upp klukkan 2 og fór og hitaði mér te til að mýkja upp hálsinn. Það virkaði svona... la la.. en ég áttaði mig á því að ég hóstaði minna ef að ég stóð upprétt eða sat, frekar en að liggja. Þannig að ég barði í koddann minn og mótaði til sófapúðana, .. og eftir nokkuð margar örvæntingafullar mínútur náði ég að sofna .. sitjandi !
Vaknaði svo af og til í súrefnisleysi og kæfingu, þambaði vatn og hristi koddann. Fór svo á fætur þegar að vekjaraklukkan hans Martins hringdi 7, hitaði mér meira te og skreið upp í rúm.

Tsssshhh... en svona er nú það. Ég kvarta ekki, ... ekki enn allavegana !

---

Jámms, ég hef víst verið klukkuð af henni Sigrúnu Salamöndru. Það versta er víst að ég held að allir á mínum lista sé löngu búnir að vera klukkaðir, þannig að ég hugsa að þessi hefð verði að deyja á minni síðu.

En jæja, hérna kemur þetta:

#1 Ég er með svakalega eyrna-þrif-áráttu og hreinsa á mér blöðkurnar miklu MIKLU meira en góðu hófu gegnir.

#2 Ég nota aldrei venjulega sokka, nema þegar ég fer í ræktina,- ég á kannski 3 pör. Því má kenna að ég fæ svo mikla innilokunarkennd og mér líður eins og tærnar á mér kafni, ef að ég er of lengi í sokkum!

#3 Ég hef aldrei séð KillBill, ég hef enga löngun til þess og mun að öllum líkindum ekki gerast svo fræg næstu 5 árin.

#4 Ég hef ekkert vit á bílum og ég þekki ekki skoda frá bmw !!!

#5 Ég hata illa plokkaðar augabrúnir; people! skósniglarnir eiga heima úti í skógi !!!


Ohh well,.. þá er það komið og ég get andað léttar.
Oprah er komin á skjáinn og ég verð víst að fylgjast með. Ætla að hita mér meira te.

Bið að heilsa ykkur, litlu rabbabarar
ciaoooo




This page is powered by Blogger. Isn't yours?