laugardagur, ágúst 18, 2007

www.ernalarsen.blog.com
fimmtudagur, mars 08, 2007

Mér finnst afskaplega sorglegar, þær 5 heimsóknir sem eiga sér stað á þessa síðu á hverjum degi.
Þannig að þrátt fyrir að ég hafi nokkuð gaman af að halda uppi þessari síðu, þá held ég að ég leggi bara pennann á hilluna.. í bili.

Bið ykkur öll vel að lifa og þakka samfylgdina
Amen
föstudagur, mars 02, 2007

Danir virðast yfir höfuð leggja alveg sérstaklega mikið uppúr þeirri kúnst að sortera ruslið sitt. Fyrir utan næstum öll hús og íbúðir eru 2 greinilega merktar ruslatunnur: önnur fyrir matarafganga, hin fyrir pappa og rusl.

Sjálf hef ég ekki alveg komist inn í þennan pakka; ég hendi bara því öllu mínu rusli í sama ruslapokann - og þegar önnur tunnan er full þá byrja ég á hinni!!!

Það býr alltaf í bakhöfðinu mínu að ruslamálanefnd banki hérna á dyrnar hjá mér, rífi mig útúr húsinu á eyrunum, fleygi mér í ruslahauginn minn og segi mér að sortera þetta almennilega, annars verði mér vísað úr landi.
Þess vegna, alltaf þegar ég heyri og sé ruslabílinn koma æðandi hérna inn botnlangann okkar - þá er ég ekki lengi að stökkva bakvið vegg og fela mig. Tauta með sjálfri mér að nú fari ég sko að gera þetta almennilega, ég hreinlega verði að taka mig saman í andlitinu, sortera vel og brjóta saman allan pappa......
....og síðan tæmist næsta mjólkurferna og þá er mér skyndilega sama um það allt saman!!!!

Maður verður nú að gefa þessum ruslaköllum eitthvað að vinna fyrir!!!!!
fimmtudagur, febrúar 22, 2007

What goes around, comes around...! 

Á þriðjudeginum var gefin út stormviðvörun fyrir komandi klukkustundir: snjóstormviðvörun!
Ég tók það ekki alvarlega, hélt mínu við og leyfði vetrarúlpunni minni að hvíla inni í skáp. Það var nefnilega þannig seinast þegar slíku var útvarpað að þá birtist sko ekki mikið meiri snjór en kemur á tíbískum íslenskum sumardegi, samfara léttri sunnan golu!!!
Þannig að s.s þegar þessi blessaða viðvörun var gefin út núna í vikunni, þá lét ég fátt á mig fá. Danir eru náttúrulega soldið spes: Í beinu framhaldi af viðvöruninni var send út sér-útsending um það hvernig fólk á leið til vinnu gat undirbúið sig undir snjóinn: "Klæða sig vel, muna að hlaða gemmsann ef að eitthvað kemur uppá og þá er hægt að hringja á hjálp, og jafnvel hafa eitthvað nesti í bílnum - bara svona ef að maður verður fastur í feiri tíma!"
Eins og svo oft áður, þá gerði ég óspart grín að þessu við Martin - ekki var hrifningin mikil af hans hálfu; honum finnst ég nefniega ekki fara sparlega með eineltið í garð Danabúa.

Heyriði, haldiði ekki bara ... once and for all ... að það hafi komið svona svakalegur snjór að fólk bara kemst ekki útúr húsum!!! Martin eyddi í morgun um korteri í að klofvega yfir snjóskafla og skafa af bílnum sínum - til þess eins að koma aftur heim ca. 1,78 mínútum seinna því hann hreinlega komst ekki útúr innkeyrslunni!
Fyrir utan það er búið að loka Holbæk hraðbrautinni og lestar ganga ekki - þannig að maður er basically fastur heima fyrir hvort eð er.
Ef maður gerist svo djarfur að hætta sér út fyrir hússins dyr, og svo leiðinega tilvikast að maður festist - þá getur maður sko ekki gert ráð fyrir því að hjálpin sé á næsta leiti því að það er svo bjálað að gera hjá snjóhjálpurunum að dæmi eru um fólk sem sat fast á motorvejunum í alla nótt - og situr þar enn!!!!

Þannig að núna situr öll famman hérna snjóuð inni. Soldið kósí!!!


---

Annars var ég að finna mp3-spilarann minn eftir flutningana og er sko heldur betur búin að taka hann í notkun: ég algjörlega búin ofspila Justin Timberlake: "What goes around comes around" Búin að hlusta á það svo mikið að þegar ég spila það í græjunum frammi í stofu þá er eins og Isabella þekki lagið, því hún hættir alltaf því sem hún er að gera og lítur upp!
Hin 3 lögin sem að einnig eru í stanslausri spilun eru eftirfarandi:
* Depeche Mode - Enjoy the silence
* Nelly Furtado - Say it right
* HIM - Join me in death

Sweeeeet að geta aftur hlustað á tónist!

Og svo mörg voru þau orð, þarf að fleygja krílinu mínu upp í vagn - kominn tími á fyrsta lúr dagsins - veit bara ekki alveg hvort hann verður úti eða inni!!!
Leirahhh....
laugardagur, febrúar 17, 2007

P.s komnar nýjar myndir af Bellissimo
Sit hérna sveitt með málningu upp eftir báðum handleggjunum - er að taka mér smá pásu frá pennslunum, enda ekki seinna vænna; það er allsvakalega þreytandi að sitja svona á gólfinu og meðhöndla strigana.
Ég nýti allar mögulegar stundir þegar prinsessan mín sefur til að fleygja mér í þessi málaraverkefni,- en það gengur soldið illa þessa dagana, því að hún virðist vera að fá tönn númer 3: er alltaf hreint með hendur uppi í kjafti, slefar og slefar og sefur hreinlega ekki mikið yfir næturnar! Puha...!!

Annars líður mér svo illa, Britney vegna. Ég hef aldrei verið hrifin af manneskjunni,- en það þarft sko eitthvað mikið af vera að gerast í hausnum á henni fyrst hún frivilligt rakar af sér allt hárið.
God knows að það þyrfti sko kraftaverk til þess að ég myndi nokkurn tímann gera hið sama,- það þarf nú ekki mikið meira en að klippa 1-2 cm af hárinu á mér og þá er ég ónýt manneskja; læsi mig inni á klósetti, grenja og grenja og bryð "SILICA hár, húð og neglur"- pillur í massavís!

Já, það er nokkuð ljóst að gellan hefur algjerlega farið yfirum!

---

Keypti mér 10-pak JUICY FRUIT tyggjó um daginn, hef ekki smakkað það síðan ég var í gaggó. Verð nú bara að viðurkenna það að ég hef smakkað betri leðurtuðru, þoli ekki lengi við með hverja plötu í kjaftinu og klára einn pakka á svona um það bil 12 mínútum! Bölvaður óbjóður!!

En jæja.. pásan er víst búin... back to work
tataaa
laugardagur, febrúar 10, 2007

Jæja, þá er undirrituð loksins loksins komin með internetið aftur!

Og ekki bara það... við erum LOKSINS LOKSINS búin að fá yndislega yndislega húsið okkar!!! Vuhúúú... party on.. dudeeee!
Náðum svona að klára flest allt á 5 dögum (kalla það godt gået því að það var sko nóg að flytja, plús það að Martin er í fullri vinnu, og auk þess að þjálfa og spila handbolta - og svo má ekki gleyma litla 8 mánaða gríslingnum).

Það vantar bara nokkur smáatriði hér og þar, eins og loftljós, eina hillu og svo nokkrar myndir upp á vegg (en ég er alveg á fullu að nýta tímann í hvert sinn sem litla prinsessan fer út að sofa, í það að reyna að mála eitthvað sómasamlegt!)
En annars er þetta allt að smella saman og er hreinlega bara draumur í dós!


Anywhoo, má ekki vera að þessari vitleysu akkúrat núna
hendi inn myndum af dýrðinni þegar allt er komið på plads
kveðjur að handan,
Larsen
This page is powered by Blogger. Isn't yours?