fimmtudagur, febrúar 22, 2007

What goes around, comes around...! 

Á þriðjudeginum var gefin út stormviðvörun fyrir komandi klukkustundir: snjóstormviðvörun!
Ég tók það ekki alvarlega, hélt mínu við og leyfði vetrarúlpunni minni að hvíla inni í skáp. Það var nefnilega þannig seinast þegar slíku var útvarpað að þá birtist sko ekki mikið meiri snjór en kemur á tíbískum íslenskum sumardegi, samfara léttri sunnan golu!!!
Þannig að s.s þegar þessi blessaða viðvörun var gefin út núna í vikunni, þá lét ég fátt á mig fá. Danir eru náttúrulega soldið spes: Í beinu framhaldi af viðvöruninni var send út sér-útsending um það hvernig fólk á leið til vinnu gat undirbúið sig undir snjóinn: "Klæða sig vel, muna að hlaða gemmsann ef að eitthvað kemur uppá og þá er hægt að hringja á hjálp, og jafnvel hafa eitthvað nesti í bílnum - bara svona ef að maður verður fastur í feiri tíma!"
Eins og svo oft áður, þá gerði ég óspart grín að þessu við Martin - ekki var hrifningin mikil af hans hálfu; honum finnst ég nefniega ekki fara sparlega með eineltið í garð Danabúa.

Heyriði, haldiði ekki bara ... once and for all ... að það hafi komið svona svakalegur snjór að fólk bara kemst ekki útúr húsum!!! Martin eyddi í morgun um korteri í að klofvega yfir snjóskafla og skafa af bílnum sínum - til þess eins að koma aftur heim ca. 1,78 mínútum seinna því hann hreinlega komst ekki útúr innkeyrslunni!
Fyrir utan það er búið að loka Holbæk hraðbrautinni og lestar ganga ekki - þannig að maður er basically fastur heima fyrir hvort eð er.
Ef maður gerist svo djarfur að hætta sér út fyrir hússins dyr, og svo leiðinega tilvikast að maður festist - þá getur maður sko ekki gert ráð fyrir því að hjálpin sé á næsta leiti því að það er svo bjálað að gera hjá snjóhjálpurunum að dæmi eru um fólk sem sat fast á motorvejunum í alla nótt - og situr þar enn!!!!

Þannig að núna situr öll famman hérna snjóuð inni. Soldið kósí!!!


---

Annars var ég að finna mp3-spilarann minn eftir flutningana og er sko heldur betur búin að taka hann í notkun: ég algjörlega búin ofspila Justin Timberlake: "What goes around comes around" Búin að hlusta á það svo mikið að þegar ég spila það í græjunum frammi í stofu þá er eins og Isabella þekki lagið, því hún hættir alltaf því sem hún er að gera og lítur upp!
Hin 3 lögin sem að einnig eru í stanslausri spilun eru eftirfarandi:
* Depeche Mode - Enjoy the silence
* Nelly Furtado - Say it right
* HIM - Join me in death

Sweeeeet að geta aftur hlustað á tónist!

Og svo mörg voru þau orð, þarf að fleygja krílinu mínu upp í vagn - kominn tími á fyrsta lúr dagsins - veit bara ekki alveg hvort hann verður úti eða inni!!!
Leirahhh....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?