þriðjudagur, janúar 23, 2007

6 dagar í hús... 

Í fyrrinótt féll fyrsti snjór vetrarins hér í Danmörku. Get nú ekki sagt að það hafi verið neinn hríðarbylur, og víðast hvar var það lítill snjór að það sást enn í stétt og gras - en það var nú samt nóg til að Martin sat fastur í umferðinni úti á hraðbrautinni í einhverjar klukkustundir!
Ég get svo svariða, - Danir eru náttúrulega svolítið spes!

Ég fór svo út í hinn daglega göngutúr með dömunni minni í gær. Það snjóaði enn og blés nú alveg duglega, svo að Isabella var orðin allsvakalega útitekin í framan. Skrapp stutt í apótek, og það fyrsta sem ég heyrði þegar ég kom inn var: "Æjjj.. sjáiði litla rauða nefið!"
Þegar ég leit upp, þá stóðu þarna 3 afgreiðslustelpur í hóp, bentu á hana og tístu.
Krakkagreyið - alltaf er það eitthvað!

Á leiðinni heim hafði vindurinn aukist - og ég lét mig dreyma um þá tíð þegar KRAFT-gallarnir þóttu sérstaklega móðins. Gæti vel hugsað mér að eiga einn svoleiðis hérna inni í skáp, - en eins og allir vita sem þekkja mig, þá mun ég sko ekki fyrir mitt litla líf láta sjá mig í slíku kvikindi nema að það verði fyrst viðurkennt af tískulöggunni!

---

En já, 6 dagar í húsið góða. Martin búinn að festa kaup á 2 flatskjám. Hann er glaður maður núna!
Það gengur hins vegar ekki eins vel að pakka og planað var: við gleymdum nefnilega að kaupa límband, og ég fann ekkert í þeim búðum sem ég heimsótti í gær. Þannig að stressið fer svona rólega að hellast yfir mann.

Oh well,... þarf að leggja sætu í vagninn sinn
hilsner




This page is powered by Blogger. Isn't yours?