miðvikudagur, desember 06, 2006

Jæja, þá eru flugmiðarnir komnir í hús og hljóðar næsta Íslandsheimsókn á þann veginn: koma 26. desember - brottför 14. janúar.

Rétt tæpar 3 vikur - sweet!

Get samt ekki sagt að ég sé komin í jólaskap: á afskaplega erfitt með að trúa því að það séu 18 dagar til jóla. Ég hef hreinlega ekkert gert - jólatengt - annað en að fleygja upp örfáum jólaskreytingum. En að öðru leiti hef ég ekki keypt neinar jólagjafir, ég hef ekkert (og mun ekki) baka neitt, ekki skrifað jólakort, ekki gert jólahreingerningar. Ég bara nenni ekki neinu af því, því að mér líður einfaldlega ekki eins og það séu að koma jól.
Býst sterklega við því að þessi blessaði 13 stigi hiti hér á bæ sé eitthvað sem spilar þar inn í.

En svona er það, og lítið sem ég get við því gert. Bið bara til Guðs að það verði snjór meðan ég verð á Klakanum!

Obbobbobb... þá kom smá rembingshljóð og síðan gaus upp þessi svakalega lykt. Vissara að fara að sinna því!

Leiter




This page is powered by Blogger. Isn't yours?