fimmtudagur, desember 21, 2006

Jæja, þá er ég er búin að uppgötva enn eitt atriðið sem fer alveg einstaklega mikið í pirrurnar á mér, það á sér stað í dönskum stórmarköðum.

Ég hreinlega skil ekki af hverju fólk sem er á annað borð að versla fyrir himinháar fjárupphæðir, tímir ekki að blæða í innkaupapoka!?! Svo ég quote-i nú Martin: "Hvað er upp með það?"
Við erum að tala um það að fólkið hreinlega setur vörurnar, eina eftir eina, ofan í innkaupavagnana, rúllar þeim þannig að bílnum og tínir þær svo aftur upp og staflar þeim í skottið, til þess eins að endurtaka svo leikinn þegar komið er heim!

Guðisélof að það náðist að spara 2 dKr til að vega á móti þessum 768 sem fóru í matvörur!!!

Þið verið bara að afsaka, en ég bara fatta ekki þetta sparnaðarráð - og fæ einfaldlega grænar á rassinn þegar aðilinn fyrir framan mig er einn af ofannefndum.

---

Annars er fer nú að styttast allsvakalega í Íslandsheimförina: ekki nema 5 dagar! UnbeVIEvable!!!

Get ekki beðið!

En jæja verð að fara að fylla á kaffibollann áður en átök dagsins taka við: þarf að þvo heilar 4-5 vélar og byrja að vega og meta, og leggja til hliðar þau föt sem við mæðgur ætlum að taka með okkur.

Leiter




This page is powered by Blogger. Isn't yours?