mánudagur, desember 11, 2006

Ég á það til, þegar mér leiðist, að gera í því að pirra aðra í kringum mig, - viljandi!

Ef EINHVER þekkir það, þá er það Martin. Hann hefur upplifað allskonar pot, tog og kitl, óþolandi spurningar, óhljóð, væl og vesen.

Um daginn var ég að tala við Lindu systur á MSN, þegar það rifjaðist upp fyrir mér þegar hún varð fyrir álíka áreiti:
Það var s.s fyrir einhverjum þónokkrum árum síðan (ég bjó enn heima hjá gamla settinu) að ég hafði verið nýbúin að plokka á mér augabrúnirnar. Í eirðarleysi mínu gekk fram og til baka í íbúðinni,... því ég vissi ekki hvurn fjandann ég átti við mig að gera.
Linda greyið sat alsaklaus við skrifborðið inni í herberginu sínu og skrifaði bréf til pennavinkonu sinnar, með hurðina opna. Ég ákvað að kíkja til hennar, og athuga hvort hún gæti stytt mér stundir.
Stúlkan, sem var nú hálf upptekin við að skrifa bréfið, sýndi mér ekki alveg jafn mikla athygli og ég hafði vonað og leit varla upp frá bréfsefninu.
Ég - enn með plokkarann í hendinni - settist á rúmkantinn hennar, hlammaði löppunum upp á skrifborðið , bretti upp buxnaskálmarnar og byrjaði að toga, plokka og tína hvert lappahárið á fætur öðrum og fleygði þeim svo duglega ofan á bréfið hennar Lindu.

Lindu var nú ekki skemmt, en mér fannst þetta æði, og hélt ótrauð áfram - - - þar til ég sá að hún hafði snúið leiknum við og hvorki meira né minna en safnaði saman öllum hárunum í klessu á bréfinu og ávarpað þau og pennavininn á sama stað.
"Hva ... hvað ertu að skrifa!? Ætlarðu að senda henni hárin?" - spurði ég
- "Ha? Hvað meinarðu" - svaraði Linda... einstaklega prakkaralega (að mér fannst).
"Ætlarðu að ljúga að henni?"
Enn skyldi Linda ekki neitt: "Um hvað ertu að tala?"
"Ætlarðu að senda henni lappahárin og ljúga að henni?"
- "Erna! Ég skil þig ekki?"
"Bíddu,... stendur ekki "19 nasahár" ?" spurði ég og benti á hárhrúguna efst í hægra horninu á bréfinu og greinagóða lýsinguna sem stóð þar fyrir ofan.
"Nei!" Svaraði Linda, "það stendur 19. nóvember!!!"

Já, dömur mínar og herrar. Það sem Erna litla hélt að væri tribute til listaverksins sem hún hafði staflað á borðið hjá systur sinni, var þá ekki neitt annað en dagsetningin á bréfinu.
Þetta fannst mér sko fyndið! Og ég skal bara segja ykkur það, að ég hló svo mikið að ég get svo svarið fyrir það..... little pee came out!!!!

Stundum þarf ekki meira til að gleðja mann!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?