þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Við Martin tókum - hér í gamla daga - góða rispu af ansi skemmtilegum rökræðum. Nýverið lá leið þeirra aftur á ný upp á yfirborðið...

Málið snýst um eftirfarandi:
Í fyrradag skrapp ég út í búð til að kaupa butterdeig,- og butterdeig aðeins. Það kostaði nákvæmlega 8,95 dkr og af þeim sökum þá borgaði ég með klinki - heilum 9 dkr.
Nema hvað, að svo stend ég þarna við kassann með butterdegið, og brosi til kassadömunnar þegar hún réttir mér kvittunina - en innst inni þá kallaði ég hana "svín" - því að hún rétti mér ekkert meira!

Glöggir menn átta sig á því, að í þessu tilfelli hefði ég átt að sjálfsögðu átt að fá kvittunina OG 5 aura til baka. En hinsvegar í Danmörku er ekkert til sem heitir 5 aurar! Það eru til 50 aurar, og það eru til 25 aurar... en það er allt og sumt í þeirri deild.

Well... nú hef ég aldrei getað talist nánös - og ef eitthvað - þá er ég akkúrat öfugt. Þarafleiðandi gæti mér ekki verið meira sama um þessa 5 aura. Ekki einu sinni þótt þetta hefðu verið heilir 25 aurar!!!
Málið er bara það, leidís and jeinkúlmen... að þetta snýst allt um prinsip. PRINSIP! Ef vara kostar ákveðna upphæð, kúnninn borgar verðið og rúmlega það - þá fær hann mismuninn til baka! Simple as that! Ef ég versla í Hagkaup fyrir 1999 kr, og borga með 2000, þá fæ ég 1 kr til baka. Hún hjálpar mér lítið til lengdar, þessi eina króna, en ég fæ hana samt til baka.
Martin svarar og segir að það sé ekki hægt að gefa eitthvað til baka, sem ekki er til. Í dönsku fjármálakerfi er ekkert til sem heitir 5 aurar, og þess vegna - fyrir hverja vöru sem kostar x,95 dkr - þá virðast s.s þessir 5 afgangsaurar magically disappear! (Ætli þeir renni ekki allir saman í kjólasjóð Mary Donaldson).

Martin segir að þetta sé bara svona þegar er borgað með pening. Ef ég hefði látið taka þetta útaf korti, þá hefði verið tekið 8,95 og ekki aurlingi meira.
Hann kallar þetta business-sölutrikk - ég kalla þetta rán!
RÁN, segi ég!

Kannski ekki furða að Danir skori allra lægst út úr stærðfræði í samræmdu prófunum!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?