fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Ég er búin að vera að prófa soldið nýtt og HORRIBLE þessa dagana. Við Martin höfum ákveðið að reyna að venja Isabellu á að sofna sjálf í rúminu sínu. Við höfum nefnilega alltaf svæft hana í fanginu, með því að labba með hana um húsið, syngja fyrir hana og hossa henni.
En við sjáum fram á það að ef að við förum ekki að byrja að venja hana af þessu hvað úr hverju, þá verður það erfiðara með hverjum mánuðinum sem líður, .. og fyrr en varir þá er hún orðin sjálfráða, komin í eigin íbúð, og við Martin erum enn að ganga með hana um gólf með sinnhvorn fótinn hennar í fanginu og hendurnar danglandi yfir bak eins og ruslapoka!!!

Og ég skal sko bara segja ykkur að þetta er algjör tortúr! Ég kom hérna hágrenjandi fram í stofu til Martins fyrsta kvöldið sem við reyndum þetta - algjörlega búin á því í sálinni - nánast með ekka, og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur.
En því miður, þá verð ég að bíta þetta í mig og halda áfram að reyna!

Þetta hefur reyndar verið að ganga aðeins betur og greinilegt að daman er - hægt og rólega - að læra how things are done in this house!
Hún kemst reyndar langt á þrjóskunni; hamast og hamast við að kreista út úr sér einhvern aumingjagrátur, meðan hún hástatt nuddar augun og nefið, spriklar sængina ofanaf sér, fleygir útúr sér snuðinu og byltir hausnum hægri vinstri. Það kæmi mér svosum ekki á óvart þótt að við gæfumst upp og létum undan, á undan henni.


En já, svona er nú það, lömbin góð
Og þar til næst,... þá kveð ég




This page is powered by Blogger. Isn't yours?