sunnudagur, nóvember 19, 2006

Eftir góða vísbendingu frá tveimur ágætum mönnum (Óla og Narfa), þá hef ég loksins fundið búð sem selur þetta hér í Holbæk.

Það er alls ekki eins gott og heima, og það er aðeins úr tveimur tegundum að velja. En samt...!

Það þýðir bara að ég er einu skrefi nær í baráttu minni að fá Álfheimaísinn til Danmerkur!!!

---

Við Martin höfum verið alveg einstaklega heppin með litlu prinsessuna okkar. Það hefur hreint ekki verið neitt vesen með hana, overhoved! Hún fékk aldrei í magann, byrjaði strax á fyrstu viku að sofa út alla nóttina, hún grætur lítið, hlær mikið, og er bara almennt alveg yndisleg! Ég get bara alllls ekki vogað mér að kvarta, whatsoever - og ég hef í rauninni ekki hugsað mér það.

En það breytir því ekki að mér verður oft hugsað til foreldra minna og ég hreinlega verð að dást að dugnaði þeirra að hafa alið upp tvíbura! Því jafn auðveld og Bellan mín er, þá neita ég því ekki að það er töluverð vinna að ala upp svona smábarn - og þarafleiðandi hlýtur það að vera eins og að taka tvöfalda vakt - þegar maður er með tvö!!!

En Hetjuverðlaunin 2006 ganga samt, tvímælalaust, til danskra bakaríisstúlkna. Þegar við Isabella vorum í okkar daglega göngutúr hérna fyrir helgi, þá flaug framhjá mér eitt skærgult vespukvikindi!
Það er kominn rúmur miður Nóvember, og þessi bölvun hvílir enn yfir Danmörku!!! Ótrúlegt!!!!!!
Þið getið þess vegna rétt ímyndað ykkur hvernig ástandið var í sumar: sumarið 2006 sem þekktist sem versta vespuár í margar aldir.
Það þarf sko sterkar taugar og svaðalega sjálfstjórn að vinna innan um ofursætabrauð í vibbahita, á slíkum tímum.

Já - alveg grínlaust - þá hef ég new found respect fyrir þessum dömum.

Hipp hipp - húrra!

En jæja, er farin gæða mér á vöfflum og vanilluís
Leiter....

p.s komnar nýjar myndir á barnalandssíðuna




This page is powered by Blogger. Isn't yours?