laugardagur, október 28, 2006

Ég er alveg að verða sturluð! Hef verið að hamast við að uppfæra þessa barnalandssíðu, og ég hef bara aldrei vitað annað eins!

Ég hef aldrei, ALDREI á ævinni notað síðu sem er jafn illa skipulögð og uppsett. ALDREI!
Nú hef ég lært soldið um heimasíðugerð og mikilvægi þess sem kallast INTERACTION DESIGN. Það er s.s sá hluti sem snýr að notanda vefsíðunnar og hvernig hann interactar við hana.
Ég er að segja ykkur það, að það hvernig þessi heimasíða er byggð upp meikar akkúrat ekkert sens og hún fengi alveg allra lægstu einkunn í þeirri deild. Til að byrja með varð ég að klikka á alla mögulega linka, fram og til baka, til þess að finna það sem ég var að leita að. Myndaalbúmið horror, og fyrir utan það að taka FOREVER að uploada myndum, þá eru valmöguleikarnir og uppsetningin þar að gera mig gráhærða!
Og svo finnst mér bara overall heildarlúkkið á þessari síðu vera afskaplega amateur og alls ekki bendi til þess að professional heimasíðugerðarmaður eða forritari hafi verið fenginn til þess. Kommon,... er ekki kominn tími til að uppfæra þessa síðu; ég veit ekki betur en að eigendurnir séu búnir að græða allsvakalega á þessu concepti, og ef þeir vilja halda sínum kúnnum (eða bæta við sig) þá held ég að það sé vissara fyrir þá að nota eitthvað af þeim fjármunum í að betrumbæta þessa blessuðu síðu og gera hana, þó ekki væri nema öööörlítiið meira, userfriendly!

Það er svona aðallega þess vegna sem að það tekur svona langan tíma að koma þessari síðu í stand, ég biðst forláts; ég er að hamast við reyna!

En ég má ekki vera að þessari rugli, er að uploada myndum eins og vitlaus manneskja milli þess sem ég sinni litli músu. Martin fær að sofa út alveg eins og hann getur í dag; karlanginn, alveg búinn á því eftir margar vikur af endalausri vinnu, æfingum og þjálfun - og ekki mikið meira en 5-6 tíma svefn að meðaltali hverja nótt!

Og svo mörg voru þau orð
veriði sæl!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?