mánudagur, september 20, 2004

Ætla að fara í mál við Danska Samgönguráðuneytið !!!

Þurfti ekki að mæta í skólann í dag fyrr en klukkan rúmlega 12, sem var alveg ágætt, en ég vaknaði nú samt snemma og fór að stússast í þessu blessaða verkefni.

En jæja,.. ég er á leiðinni í strætó og það er líka þetta svakalega lortevejr hérna í Danmörkunni; alveg pissrignir og blæs eins og andskotinn ! Og ég, sem hef nú aldrei náð að venja mig á að vera með regnhlíf heima á Íslandi, er núna alltaf tilbúin með hana í töskunni. Þannig að í dag, s.s á leiðinni í strætó, þá var þetta líka ömurlega veður og dró upp regnhlífina!
En það virkaði nú ekki betur en svo, að rokið var svo svaðalegt að það blés regnhlífina öfuga, þ.e.a.s það snérist upp á hana og hún veitti mér sko akkúrat ekki neitt skjól.
Og ég barðist við það, eins og brjálaður maður, að snúa henni við og gera gott úr þessu, en það hafðist ekki, svo að ég bara ákvað að henda henni ofan í tösku aftur og setja upp úlpuhettuna.

Ohh well,... síðan er ég komin niður í mibæ, þar sem allir aðal strætóarnir fara um, og ég er í mestu hægindum mínum að labba framhjá einni stoppustöðinni, þá kemur viðeigandi strætó ( ekki sá sem ég þurfti að taka ) og beygir svona inn að skýlinu og KEYRIR UTAN Í MIG !!! Ég get svo svariða,.. ég fékk svona hnykk á öxlina og hentist svona til hliðar, og konan við hliðina á mér tók alveg andköf og sagði bara "juuuuu!"
Hvað er málið !?!?

En jæja,.. ekki er sagan búin enn. Þegar ég kem inn í strætóinn minn, þá voru nokkur sæti laus, aðallega samt svona í 2 manna sætum, við hliðina á einhverjum öðrum.
Þegar strætóinn tók af stað, þá kom svona kippur og eins og flestir vita þá er oft erfitt að halda jafnvægi, þannig að ég nennti ekki að labba alveg fremst þar sem að það var laust einstaklingssæti, svo að ég settist bara niður við hliðna á einhverjum saklausum strák !
Að ég hélt !!!
En það leið ekki á löngu áður en ég áttaði mig á því að eina takmark þessa manns í lífinu var að drepa alla úr ólykt og líkamsfnyk !!!!
Jesús minn heilagur ! Það var gjörsamlega ólíft við hliðina á stráknum; ég er EKKI að ýkja þegar ég segi að hann lyktaði eins og hann hafi ekki farið í bað í allavegana svona mánuð !! ( Svona eins og Jóhanna í fiskinum ! )
Ojj Ojjjj Ojjjj !
Og ég nottla kunni ekki við það að standa aftur upp og setjast einhversstaðar annarsstaðar,.. þannig að ég reyndi eftir fremsta megni að beina súrefnisupptöku minni FRÁ honum og andaði ALLA FERÐINA í gegnum munninn.
Fann meira að segja fyrir smá gleði þegar ég fann viðbjóðslega sígarettulykt hertaka pleisið.
En jæja, svo loksins, loksins yfirgaf hann bússinn rétt áður en ég gerði það, og mikið var þá ljúft að finna hjartað aftur slá eðlilega og blóðið streyma í gegnum líkamann !!!
Án efa, ein lengsta strætóferð sem ég hef upplifað.

Svo eftir skóla, á leiðinni að taka strætó, þá keyrði Hrönn framhjá mér og bíbaði og ég leit upp til að vinka, akkúrat þegar ég var að stíga niður af gangstéttinni.
Vildi þá ekki betur til en að ég steig ofan í risastóran og djúpan poll, með annarri löppinni, og ferðaðist því heim távot öðrumegin, með marblett á öxlinni og alvarlega heilaskert eftir súrefnisskortinn fyrr um daginn !
Great !

Held að monsún-rigningarnar séu að byrja hérna ( svo ég steli nú frá Halldóru ! ), því að þvílíkt er úrhellið.
Ég fór út að hlaupa strax eftir skóla, var búin að lofa sjálfri mér að gera það, sama hvernig veðrið yrði, .. ég lenti að sjálfsögðu í ofurdembu, og var eins og góð auglýsing fyrir það AF HVERJU ÞÚ ÁTT AÐ KAUPA ÞÉR VATNSHELDAN MASKARA !!!

En jæja, ég er farin að elda
og svo að læra
og svo að sofa

kærlig hilsen,....








This page is powered by Blogger. Isn't yours?