sunnudagur, september 26, 2004

Sei sei !

Maður er bara ekki að standa sig í þessu bloggi.

Þá er þessi helgi senn á enda runnin,.. ég get svo svariða,.. það verða komin jól áður en maður veit af !
Á föstudeginum fórum við Martin niðrí bæ eftir skóla og versluðum smá föt á hann. Kominn tími til; hann er ekki búin að kaupa sér fat í háa herrans tíð.
Síðan var haldið partý hjá bekknum mínum um kvöldið,.. það er naumast úthaldið hjá þessu liði, en það var alveg ógeðslega gaman.
Ég var svo þreytt eftir þetta allt saman að ég hreinlega lognaðist útaf þegar ég kom heim. Var nottla búin að vera að labba með Martini um daginn í bænum í meira en 4 klst, og var svo vafrandi um á háum hælum þarna um kvöldið.

Gærdagurinn var bara rólegur. Ég svaf alveg óvenju lengu.. eða til 14, sem gerist eiginlega aldrei þegar ég hef verið að skemmta mér kvöldið áður. Síðan bara horfði ég á sjónvarpið og Martin hélt áfram að vinna í þessu blessaða verkefni sínu, sem hann á að skila á mánudaginn.
Við enduðum svo daginn á að horfa á SCHOOL OF ROCK með Jack Black... hahhaha ÓGEÐSLEGA FYNDIN MYND !! :)

Núna er Martin að fara að keppa í handbolta,- já KEPPA !!
Samningsskiptin hafa gengið í gegn,.. þökk sé einhverjum snillingum á Íslandi, og hann er s.s að fara einhvert lengst út í rass,... næstum þvíin að landamærum Þýskalands. Hann verður ekki kominn heim fyrr en einhvern tímann seint í kvöld,.. þannig að ég verð kona einsömul í dag.

Planið mitt er að; taka til eins og brjáluð kjéeelling og læra eins og aðeins brjálaðari kjéeeelling !

---

Núna á miðvikudeginum er eitthvað sem kallast STUDY TRIP í skólanum mínum; einhver ferð sem er farin á hverju ári og s.s ... það er farið á miðvikudeginum og komið heim á föstudeginum.
Í ár verður gist einhversstaðar 30 km fyrir utan Köben í einhverju hreysi.
Tilgangurinn með þessari ferð er svona aðallega að sýna erlendum nemendunum, sem aldrei hafa séð neitt af Danmörku... sýna þeim eitthvað annað en Aarhus.
Síðan verða líka einhver fyrirtæki heimsótt, hugsanlega eitthvað tengt náminu, en annars er það ekki alveg 100 % víst.
En svo er auðvitað líka stór hluti bara einfaldlega fá alla til að kynnast öllum; og þetta er s.s bæði útlenski bekkurinn minn og hinn bekkurinn ( danski ! )

Mér skilst að það sé mikil drykkja falin í þessari ferð, og fólki verður skipt upp í hópa þar sem hver hópur sér um eitthvað ákveðið; elda mat, taka til, .....
Þetta kostar 150 danskar krónur, sem að felur í sér rútuferðina til og frá Köben, 2 kvöldverði og 2 morgunverði ( alls ekki dýrt ). Annað verður maður að borga sjálfur... ( allan mat þar á milli, nammi, bjór og samgöngur,.. þ.e af því að við erum fyrir utan Köben þá þarf að taka strætó þangað inn ).
Þannig að allt í allt þá finnst mér rökrétt að áætla að kostnaðurinn fari upp í allavegana 400-500 krónur !

Ég ætla ekki að fara í þessa ferð; í fyrsta lagi hef ég hreinlega ekki efni á því. Í öðru lagi nenni ég því bara alls ekki,.. ég nenni ekki að vera að keyra einhvert lengst lengst, sofa í svefnpoka, eyða fleiri fleiri tímum í að hlusta á forstjóra í einhverju fyrirtæki tala um stefnur þeirra og aðferðir og bla bla.
Það er hluti af mér sem er ógeðslega efins,.. " hvað ef að ég missi af einhverju geðveikt skemmtilegu og mikilvægu ? "
En ég er búin að ákveða mig, ég ætla ekki, og hana nú og hopp og hí og trallalllaa !

Þannig að ég hugsa að mér eigi örugglega eftir að leiðast svolítið í næstu viku,- en það verður bara að hafa það,... mitt val !

En jæja,... best að taka fram tuskuna, sápuna og hanskana....
see you when you get there,...






This page is powered by Blogger. Isn't yours?