fimmtudagur, september 23, 2004

Og þá er þetta yfirstaðið !

Fyrirlesturinn minn átti stað í dag. Það gekk bara ágætlega og ég var nokkuð sátt við mitt. Var alls ekki með lélegasta verkefnið ( að eigin mati ) en samt langt frá því að vera með þeim bestu !

Kennarinn var duglegur að koma með komment,.. þ.e.a.s benda okkur öllum á það sem við hefðum mátt gera betur.
Ég var EKKI sátt til að byrja með þegar hún fór að tala um mitt,.. fannst virkilega óþægilegt að standa þarna uppi á töflu með rúmlega 20 andlit starandi á mig og kennarann að skjóta.
Var eiginlega hálf-reið útí hana þegar ég sat í strætónum á leiðinni heim.
Hún var samt búin að segja að við ættum ekki að taka það inná okkur þó að hún myndi setja útá og benda okkur á hvað hefði mátt gera betur; þetta væri nú einu sinni fyrsta verkefnið okkar og " mistök eru til að læra af þeim !! "

S.s,... þar sem ég á erfitt með að taka gangrýni.. bæði jákvæðri og neikværi,.. þá leið mér ekki vel eftir skólann.
En eftir því sem að leið á daginn,... þá minnkaði reiðin.
Og svo pældi ég nottla ekki í því, en hún gagnrýndi held ég bara alla eitthvað, þannig að það er ekki eins og hún hafi bara verið að tussast í mér.

En samt.. gott að þetta er búið og ég get farið að afstressa mig !

Þeir sem hafa áhuga á því að sjá þetta verkefni mitt, þá er það hérna til hliðar í MYNDUNUM, undir DANMÖRK III,.. og þetta eru s.s 2 skjöl; 1 veggspjald sem að auglýsir atburðinn og svo vefsíða sem að gefur nánari upplýsingar !

---

Ég verð víst að biðja Frammara formlega afsökunar; misskildi víst eitthvað þetta samningsmál hans Martins,.. það var s.s ekki Fram að kenna, heldur ( MAMMA OG PABBI OG AÐRIR LÍTIÐ UNDAN... ) Helvítis hommatittunum í HSÍ !!!

En það er gott að Martin á góða íslenska vini, sem eru tilbúnir til að rétta hjálparhönd; þeir taki það til sín sem eiga,... ( *hint* - Maggi ! )... en hann er búinn að vera svo elskulegur að hjálpa Martini og er eitthvað að reyna að laga stöðuna aðeins !
Eitt gott klapp fyrir Magga !!!

---

En jæja,.. that´s all for now
var að koma inn frá hlaupum,.. ætla í sturtu og svo að elda mér núðlur
( við erum ekki búin að elda "almennilegan" mat síðan seinasta laugardagskvöld, bæði vegna þess að Martin er búinn að vera á æfingum á kvöldin og ég nenni ekki að elda eitthvað fancy bara handa mér einni, en svo líka af því að þegar hann er ekki á æfingu þá er hann búinn að sitja sveittur fyrir framan skólabækurnar og ég fyrir framan tölvuna.. að vinna í verkefnunum okkar.
Þannig að það verður s.s engin breyting á í kvöld. )
Ég neita því ekki að þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég borða í kvöldmat; brauð og spaghetti - en maður verður víst að bíta í það súra epli ... það er svona að vera fátækur námsmaður !

Ég er reyndar að fara í mat til Hrannar næsta miðvikudag. Hún var svo ofsalega þakklát að ég hjálpaði henni eitthvað oggu poggu með þetta verkefni okkar seinasta þriðjudag að hún vildi endilega bjóða okkur Martini í mat,... þannig að næsta miðvikudag fáum við víst eitthvað ooooofurflott og fabjúlus !

En s.s,... I´m outta here,....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?