þriðjudagur, september 28, 2004

Mér líður svo illa,.. ég á svo bágt ! :(

Vanlíðanin steyptist yfir mig í gærkvöldi. Þetta var alveg þolanlegt framan af degi, en svo eftir kvöldmatarleytið þá fór mér að líða alveg hræðilega, ég svaf illa og í allan dag hefur mér fundist sem dauðinn sé að sækja að ! :(

Ég hef ekkert að gera,.. fyrir utan þá staðreynd að ég get ekkert gert. Ég get varla setið upprétt,.. þannig að ég er aðallega bara búin að vera að glápa á sjónvarpið milli þess sem ég reyni að leggja mig.

Buhuuuuu ;(

---

Ég er að spá í að fara að leita mér að vinnu. Þetta peningaleysi er ekki að ganga, og mig langar líka soldið til að fá eitthvað meira að gera.
Við Martin erum búin að vera að vafra aðeins á netinu og búin að sjá nokkrar lausar skúringastöður, þannig að þá er bara málið að hringja á morgun og spurjast betur fyrir um þetta.
Það er naumast...

---

Í dag stóð ég inni í eldhúsi og var nýbúin að kveikja á sjónvarpinu. Nema hvað að ég fékk skyndilega alveg furðulega tilfinningu og fannst ég standa í eldhúsinu í Safamýrinni. Ég er ekki að grínast,.. ég stoppaði í smástund og stóð kjurr og var svona í vafa hvort mig væri að dreyma eða hvað... !
Ástæðan var sú, að ég heyrði íslensku, það var einhver íslensk barnamynd í sjónvarpinu; Örn Árnason að tala um íslenska fugla.
Ég get svo svarið fyrir það,.. ég hélt ég væri orðin rugluð !

ohhh well,.. ekkert frásagnarvert í gangi núna fyrir utan hor og stíflu
Ég er farin upp í rúm
adios....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?