sunnudagur, september 19, 2004

Maður, ó maður !

Ég býst við að friðurinn sé úti !

Vorum að fá stórt verkefni í skólanum,.. stórt með tilliti til þess að við erum ekki búin að læra neitt sérstaklega mikið ( fannst mér ), en þurfum samt að íhuga alveg margar hliðar á mörgum hliðum til að geta komið þessu frá okkur.
Þurfum s.s að búa til svona prototype af veggspjaldi og heimasíðu sem að kynnir einhvern menningarlegan viðburð.
Og ég sem var að kvarta yfir því að þessi skóli hafi farið soldið hægt af stað,.. þegar ég sest núna niður og byrja að krafsa í þessu verkefni, þá langar mig að grenja ! Þetta er eitthvað svo yfirþyrmandi allt saman, og soldið erfitt að finna hvar er best að byrja !

En ég neita því samt ekki að þetta er ógeðslega skemmtilegt, og það er akkúrat eitthvað svona sem ég hef áhuga á, sem segir mér að ég er á réttri braut. Reeeebenúí !

Ég er alveg að verða búin með veggspjaldið. Það sem að tekur mestan tíma í þessu öllu saman er að koma upp með hugmyndir og þema. En um leið og maður er viss í því, þá fer þetta allt saman að rúlla.
Við þurfum ekki að skila þessu fyrr en á fimmtudaginn, og fáum þriðjudag og miðvikudag í skólanum til að vinna í þessu; með kennara viðstadda til að hjálpa.

Þannig aaaaað, ef ég held áfram að vera svona hrottaralega dugleg eins og ég er búin að vera seinustu tímana, þá er aldrei að vita nema að ég geti komið upp með 2-3 hugmyndir og svo bara valið þá sem mér líst best á !

---

Já ! Það er alveg að sjóða uppúr hérna í Danaveld,... Alexandra og Jóakim bara á leið niður frá altarinu,- þ.e að skilja.
Heyrði það nú í skólanum að það hefðu einhvern tímann verið sögusagnir í gangi um að hann væri hommi. Held að þessi skilnaður ýti nú bara undir það !
Annars var nú mynd af honum framan á einu morgunblaðinu, á massa-fylleríi með einhverri mega-gellu.
Hvað er í gangi, maður spyr sig nú bara !?!

Eeeen, kóngafólk verður víst að skilja eins og annað fólk.
Og kóngafólk verður víst líka að fá öfugar hneigðir, eins og annað fólk.
En ekki hvað !?!

Þetta er nú meira bullan og vitleysið,
er farin að halda áfram með masterpísið mitt
mun samt hugsa til ykkar allra þegar ég verð orðin moldríkur hönnuður,
og eftir að hafa losað mig við Martin og hösslað Jóakim á einhverju fylleríinu hans og orðið ennþá ríkari, titluð hönnuður/prinsessa -> hönnessa !

Quote dagsins kemur frá Sverri Stormsker; " Oft eru smalar á næstu grösum !! "
Bwahahahaha

P.S Langar líka að koma því á framfæri að ég á BESTU FORELDRA Í HEIMI OG GEIMI !!!

turílú,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?