miðvikudagur, september 15, 2004

Kæru félagar, nær eða fjær, lífs eða liðnir ... !

Mín fór út að hlaupa í dag, sem að er svosum ekki frásögum færandi, nema fyrir þær sakir, að meðan ég var að græja mig hérna heima, þá leit ég út um gluggann og sá ekkert nema sól og blíðu og næstum þvíin heiðan himinn.
Þannig að minns bara ákvað að skella sér í stuttermabol og enga peysu utan yfir.
Ohh well, ohh well,.. er ég trítla hérna niður tröppurnar fyrir framan húsið, finn ég að það er eilítill næðingur á sveimi, hikaði smá og velti því fyrir mér hvort ég ætti að stökkva inn aftur og ná mér í peysu,... en svo komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara meinlaus sunnangola sem að myndi stoppa stutt; og þar sem ég er sannur víkingur, þá læt ég ekki svoleiðisheit stoppa mig í litlum hlaupatúr.

Og ég lagði af stað,... og ég get svo svarið fyrir það, að alveg frá því strax eftir fyrstu 10 metrana hérna í götunni og þangað til ég var búin með allan hringinn og komin heim í hús aftur, þá var eins og ég væri að hlaupa með 2 grænar baunir undir bolnum mínum, if you know what I mean !!!! ( Það var ekki fyrr en EFTIR sturtuna að Jón og Geir fóru að taka á sig "eðlilega" mynd aftur ! )
Ég reyndi eins og brjáluð manneskja að hlaupa með hendurnar í brjóstarhæð og að skýla fyrirbærunum án þess að líta út fyrir að vera spassalingur ! En ég veit ekki,.... hvort heldur sem var að fólk tók eftir baununum eða asnalegum hlaupastíl mínum, að MÉR LEIÐ ALLAVEGANA EKKI VEL !!!!

Jáááá.. stundum er nú bara pínlegt að vera kona !

---

Við Martin tókum til í dag í allri íbúðinni. Hún glansar nú og glitrar eins og diskókúla. Hún er svo hrein, að ég gæti tekið á móti dönsku konungsfjölskyldunni,.. og ég meira að segja bauð henni að koma,.. en Magga ( eins og ég kýs að kalla hana ) var víst eitthvað pirruð því hún var með inngróna tánögl, svo að við ákváðum að það yrði bara um helgina !

Núna er Martin að skella pítum í ofninn og eftir matinn ætla ég að halda áfram að læra. Það er nú meira hvað maður er búinn að vera samviskusamur hérna í Baunalandi ! ( Takk Guðrún fyrir ábendinguna !! )

Hey ! " Ég fór út að hlaupa með 2 baunir undir bolnum mínum í Baunalandi !!! Ahahahhaha !!! "
Gaman að þessu !! ( og hvað eru mörg B í því ?? )

Díses.. !!! Á hverju er ég ??????

Lag dagsins í dag er; "... í kartöflugörðunum heiiiima.... " með Árna Johnsen
Ég VEIT að allir fá það á heilann núna. Verði ykkur bara á góðu,.. ég er nefnilega búin að vera að syngja það eftir að Martin setti frönsku-kartöflupoka ofan í körfuna okkar í búðinni áðan !

Og að þeim orðum töluðum ætla ég að vinda mér inn í eldhús að snæða,
kveðjur að handan......






This page is powered by Blogger. Isn't yours?