miðvikudagur, september 29, 2004

Jæja.. horsögur dagsins;

Veikindin eru öll að renna sitt skeið.
Mér er búið að líða fekar illa framan af degi, en svona seinnipartinn fór allt að reddast,.. og ég tala nú ekki um eftir einar ákveðnar snýtingar;

Þeir sem þekkja mig vita það að ég hef aldrei verið sérstaklega dugleg að snýta mér,.. en þetta hefur nú aðeins verið að færast upp í aukana seinustu árin.
Nema hvað,- að í dag þá fór ég í sturtu... langa heita sturtu, og þegar ég steig út þá var bara allt að gerast í nefinu á mér og ég gerði heiðarlega tilraun til að losa mig við það, og... maður ó maður - Ég hef aldrei upplifað aðra eins snýtingu,.. og þær sem komu á eftir !!!!
Ég varð algjörlega önnur manneskja eftir það og mér er búið að líða miklu miklu betursíðan.

Þannig að nú... mæli ég með því að fólk snýti sér !

---

Núna er allur bekkurinn minn í ferðinni,.. mér finnst soldið leiðinlegt að vera ekki með. Var meira að segja að spá í það að skipa um skoðun á mánudagskvöldið og fara með,.... en svo þegar ég vaknaði á þriðjudag þá leið mér svo hryllilega illa að það var ekki lengi að breytast !
En Jón rebenúí ætlar að vera duglegur að taka myndir fyrir mig, þannig að ég get allavegana fengið smá innsýn inn í þetta allt saman þegar þau eru komin heim.

---

Við Martin fórum út áðan, aðeins að labba. Mig langaði svo hryllilega mikið í ferskt loft, var ekki búin að fara úr húsi síðan á mánudagsmorgun.
Fékk samt smá samviskubit eftir að ég var komin út, því að mér varð soldið kalt, og svo var ég með blautt hárið síðan úr sturtu.
Þannig að um leið og ég kom heim, þá vafði ég mér inn í sæng og fór í ullarsokka. Vona bara að þetta versni ekki eftir þetta !!

Ég er farin að hita mér te
shalom,...







This page is powered by Blogger. Isn't yours?