laugardagur, september 18, 2004

Jæja, ..þá er kjéeellingin bara búin að lita á sér hárið.

Jú jú,..þið heyrðuð rétt; Ég fór í dag og keypti mér svona háralit úti í súpermarkaði,.. er nefnilega komin með svo mikla rót og mig hefur alltaf langað til að prófa þetta. Sem ég og gerði, og þetta bara heppnaðist alveg ágætlega. Nottla ekki eins flott og þegar maður fer á stofu, en samt.. alveg nógu gott ! Ég spara mér allavegana alveg góða summu með því að gera þetta bara sjálf !

Systir hans Martins er í heimsókn, og í dag fórum við að labba með henni út um allar trillur og trattinn ! Vorum, í alvörunni, stanslaust labbandi frá klukkan rétt fyrir 12 og þar til klukkan 17. Keyptum m.a flottar gallabuxur á Martin, 2 peysur og 2 belti. Úúúúúúú.. eðalgæi, maður !!!
Vorum öll komin með illt í bakið undir það seinasta,.. veit reyndar ekki af hverju ég fékk illt í bakið, fæ það venjulegast aldrei og hef nú oft gengið á milli búða í lengri tíma en þetta án þess að finna til.
En svona er þetta víst, það kemur meira með ellinni en gráu hárin!

Núna eru þau að fara að horfa á Lord of the Rings, - og þar sem að ég er forfallinn Óaðdáandi þeirrar myndar, þá ætla ég ekki að horfa með í þetta sinn.
Veit ekki hvað ég á við mig að gera,.. set kannski í svona eins og eina vél og geng aðeins frá hérna í húsinu.
Alveg merkilegt hvað draslið er fljótt að koma; lengi að fara en fljótt að koma !

aaaallavegana,
see you when you get there,
ernos ramazotti.







This page is powered by Blogger. Isn't yours?