laugardagur, september 04, 2004

Hola mi amigos !

Jæja,.. kæru félagar. Haldiði ekki bara að ég hafi haldið partý í gær ? Og það var ekkert smá gaman.

Já, ég s.s ákvað að leyfa krökkunum að koma til mín og áætlaður tími var klukkan 20. Flest þeirra ákváðu að koma saman í hópum, því þar sem að margir hverjir eru nýfluttir hingað í borgina, og þar sem að húsið mitt er nýbyggt, þá voru alls ekki allir að átta sig á því hvernig átti að komast hingað og hvar þetta í raun og veru væri.

Nema hvað, að strax klukkan rétt yfir 8, kom fyrsti hópurinn. Og við bara sátum og spjölluðum svona á rólegu nótunum - til að byrja með. Smám saman fór fólk að bætast í hópinn, og þegar mest var þá voru örugglega allt í allt um 25 manns ( kannski fleiri ), en af því að það voru svo margir sem að reyktu, og ég var algjör pjalla og vildi ekki að þau reyktu hérna inni, þá voru mörg þeirra frammi á gangi, nánast allt kvöldið.
Þannig að ... hérna inni í íbúðinni vorum við kannski,..þegar mest var... um 12-15 í einu.

Og þetta gekk bara eins og í sögu,.. ég var nefnilega svo hrædd um glerborðið mitt og kúateppið, en fólk var alveg að virða það og fór sérstaklega varlega þar í kring.
Það var að vísu einn hlutur sem brotnaði, en það var mér að kenna... þannig lagað, vegna þess að bassinn í tónlistinni hristi einn vegginn soldið mikið, og ég var með eina hillu á þeim vegg,.. sem hristist s.s í takt við tónlistina, og hlutirnir færðust allir framar á hillunni, og þessi eini hlutur datt í gólfið og brotnaði.
Ekkert stór hlutur, en hlutur samt sem mér þykir ógeðslega vænt um; svona rós úr gleri sem Martin gaf mér þegar hann kom heim frá Ítalíu einu sinni.
Hún brotnaði samt ekkert í marga hluta, held það sé ekkert ómögulegt að líma hana saman aftur.

Nema hvað, að ég heyri í Martini þegar allur voru að fara niðrí bæ,- hafði svona aðeins dottið niður í partýskapi útaf rósinni, en ætlaði samt að kíkja. En þá var hann á leiðinni heim úr partýinu sínu því að hann hafði týnt lyklunum sínum !!!! Þannig að ég varð að vera heima til að opna fyrir honum ( kunni ekki við að skilja hurðina eftir opna meðan ég færi niðrí bæ sjálf )

Haldiði ekki bara að ég hafi sofnað meðan ég beið eftir honum, þannig að þannig endaði kvöldið mitt ( um klukkan 2 ) - en ég var samt alveg ótrúlega sátt og ánægð með kvöldið, og flestir úr bekknum voru það líka.
En jæja.. þegar ég er að bíða eftir Martini, þá er ég eitthvað að nudda á mér augað, og svo opna ég, og þá er önnur linsan mín horfin !
Mér datt í hug að hún hefði kannski runnið svona bakvið augað ( gerist stundum t.d þegar ég er í sturtu ) en þá rennur linsan alltaf sjálfkrafa fram eftir smástund.
En það gerðist ekki í gær, þannig að hún hlaut að hafa dottið á gólfið. Hugsaði með mér að ef að hún hefði runnið bakvið augað, þá myndi hún smám saman renna fram aftur, og hlyti nú að vera komin á sinn stað morguninn eftir. Var samt ekki alveg að trúa því að hún væri í raun og veru bak við augað, því ég fann alls ekkert fyrir henni.
En s.s .. ég sofna. Svo vakna ég klukkan 6 um morguninn til að pissa og ekki er linsan enn komin á sinn stað.
En viti menn,.. ég fann eitthvað fyrir henni í horninu á auganu,.. þegar ég horfði svona á ská,.. og ég gretti mig og geiflaði eins og vitlaus manneskja, og LOKSINS, þá rann hún fram !!
Þannig að ég s.s svaf með linsu bak við augað !!!!!

Ohh welll. Svona er nú það.
But anyways... ég er farin að horfa á imbann

adios, mi amigos....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?